Innlent

Knúsmöguleikar aftur fyrirferðarmiklir

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá fundi dagsins.
Frá fundi dagsins. Mynd/Lögreglan

Möguleikinn á því að knúsa var aftur fyrirferðarmikill á daglegum upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar kom meðal annars fram að tveggja metra reglan ætti ekki að koma í veg fyrir knús þegar fram líða stundir.

Á fundinum í gær sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, að líklega yrði hægt að opna á knús manna á milli í júlí haldi kórónuveirufaraldurinn áfram að fara niður á við. Ýmsir hafa sett spurningamerki hvernig þetta rími við tveggja metra regluna svokölluðu, en meðal annars kemur fram í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að viðhalda þurfi tveggja metra nándarmörkum, mögulega út ári.

Var þríeykið því spurt að því hvernig orð Víðis í gær rímuðu við þessi tilmæli í minnisblaðinu, hvort innistæða væri fyrir því að óhætt yrði að knúsast í júlí?

„Já. það er það. Það er auðvitað innistæða fyrir því að þegar við erum komin lengra inn í þetta ferli að menn virði auðvitað tveggja metra regluna hjá þeim sem að það vilja. Ég hef sagt það á nokkrum stöðum síðustu daga að þetta er eitthvað því sem muni fylgja okkur áfram er það að menn sem vilja fá sitt pláss fái það og það verði tekið tillit til þess þar sem við verðum,“ sagði Víðir.

„Þeir sem að þora og vilja knúsast þegar kemur fram á sumarið þeir munu gera það ekki nema Þórólfur vilji hnykkja eitthvað frekar á þessu,“ sagði Víðir og sendi þar með boltann á sóttvarnarlækni.

„Nei, alls ekki. Ég held að tveggja metra reglan sé svona grunnregla sem maður þarf að hafa sem viðmiðunar en það bannar ekkert að knúsa þá sem maður þekkir og stenda manni næst.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×