Heimurinn og heima Drífa Snædal skrifar 7. febrúar 2020 15:00 Í upphafi vikunnar sat ég fund Global Deal í París. Nafn þessa fyrirbæris hljómar eins og fjármálafyrirtæki en þetta er hins vegar samstarf á heimsvísu til að koma á sanngjörnum vinnumarkaði, siðferðilegum viðskiptum og auka lífsgæði. Það er áþreifanleg breyting hjá alþjóðastofnunum síðustu árin, hvort sem litið er til OECD, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eða Alþjóðabankans að orðið jöfnuður kemur sífellt oftar fyrir. Reyndar var til þess tekið á fundinum að ræðan sem framkvæmdastjóri OECD flutti hefði sómt sér í munni margra fulltrúa verkalýðsfélaga. Ástæða þess að þessi alþjóðasamtök eru farin að tala um aukinn jöfnuð er ekki endilega af því þau hafa séð ljósið heldur er misrétti í heiminum komið að þolmörkum og orðin uppspretta átaka innan samfélaga og víða um heim. Við erum komin að endastöð og eina leiðin áfram er að byggja brautir varðaðar auknum jöfnuði og auknu jafnrétti. Harðsvíruðustu kúgunarstofnanir skilja hvað klukkan slær; það er beinlínis ógn við frið að auka misrétti enn frekar. Í okkar smættuðu mynd hér á Íslandi er þetta alveg jafn satt eins og úti í heimi. Að auka jöfnuð og jafnrétti er eina leiðin til að koma í veg fyrir vaxandi óánægju og átök. Undiraldan er sterk og styrkist með hverri hrokafullu yfirlýsingunni um að ekki sé hægt að gera meira fyrir láglaunafólk eða að ekki megi íþyngja útgerðarmönnum með auknum veiðileyfagjöldum, hvað þá að setja á hátekjuskatt til að dreifa byrðunum. Eina leiðin til að koma í veg fyrir vaxandi átök á vinnumarkaði og í samfélaginu í heild er að feta leið jöfnuðar, það er hægt með mörgum leiðum bæði í gegnum ákvarðanir stjórnenda ríkisins og sveitarfélaga. Að leita frjórra leiða til að vinna gegn misrétti getur jafnvel orðið til að leysa kjaradeilur sem virðast í hnút. Að lokum vil ég fagna því samstarfi sem ASÍ og Neytendasamtökin voru að bindast í baráttunni gegn smálánastarfsemi. Vandi þeirra sem festast í neti þessara fyrirtækja er falinn en mjög raunverulegur og það er brýnt samfélagslegt verkefni að uppræta smálán á okurkjörum. Góða helgi, Drífa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Sjá meira
Í upphafi vikunnar sat ég fund Global Deal í París. Nafn þessa fyrirbæris hljómar eins og fjármálafyrirtæki en þetta er hins vegar samstarf á heimsvísu til að koma á sanngjörnum vinnumarkaði, siðferðilegum viðskiptum og auka lífsgæði. Það er áþreifanleg breyting hjá alþjóðastofnunum síðustu árin, hvort sem litið er til OECD, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eða Alþjóðabankans að orðið jöfnuður kemur sífellt oftar fyrir. Reyndar var til þess tekið á fundinum að ræðan sem framkvæmdastjóri OECD flutti hefði sómt sér í munni margra fulltrúa verkalýðsfélaga. Ástæða þess að þessi alþjóðasamtök eru farin að tala um aukinn jöfnuð er ekki endilega af því þau hafa séð ljósið heldur er misrétti í heiminum komið að þolmörkum og orðin uppspretta átaka innan samfélaga og víða um heim. Við erum komin að endastöð og eina leiðin áfram er að byggja brautir varðaðar auknum jöfnuði og auknu jafnrétti. Harðsvíruðustu kúgunarstofnanir skilja hvað klukkan slær; það er beinlínis ógn við frið að auka misrétti enn frekar. Í okkar smættuðu mynd hér á Íslandi er þetta alveg jafn satt eins og úti í heimi. Að auka jöfnuð og jafnrétti er eina leiðin til að koma í veg fyrir vaxandi óánægju og átök. Undiraldan er sterk og styrkist með hverri hrokafullu yfirlýsingunni um að ekki sé hægt að gera meira fyrir láglaunafólk eða að ekki megi íþyngja útgerðarmönnum með auknum veiðileyfagjöldum, hvað þá að setja á hátekjuskatt til að dreifa byrðunum. Eina leiðin til að koma í veg fyrir vaxandi átök á vinnumarkaði og í samfélaginu í heild er að feta leið jöfnuðar, það er hægt með mörgum leiðum bæði í gegnum ákvarðanir stjórnenda ríkisins og sveitarfélaga. Að leita frjórra leiða til að vinna gegn misrétti getur jafnvel orðið til að leysa kjaradeilur sem virðast í hnút. Að lokum vil ég fagna því samstarfi sem ASÍ og Neytendasamtökin voru að bindast í baráttunni gegn smálánastarfsemi. Vandi þeirra sem festast í neti þessara fyrirtækja er falinn en mjög raunverulegur og það er brýnt samfélagslegt verkefni að uppræta smálán á okurkjörum. Góða helgi, Drífa.
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar