Þeim smitum fjölgar sem ekki er hægt að greina hvaðan koma Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. mars 2020 12:12 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í morgun. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að nú sé aðeins farið að fjölga þeim smitum sem ekki sé hægt að gera grein fyrir hvaðan koma. Það hafi haft áhrif á tillögu hans um að setja á samkomubann hér á landi. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum fyrir hádegi þar sem greint var frá samkomubanni í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti þann 15. mars, það er aðfaranótt mánudags. Bannið er sett á til þess að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Samkomur þar sem fleiri en 100 manns koma saman verða óheimilar þegar bannið tekur gildi og þá verða fjarlægðarmörk sett á milli fólk á samkomum þar sem færri en 100 koma saman. Háskólum og framhaldsskólum verður lokað og leikskóla- og grunnskólastarf verður skilyrðum háð. Alls er nú 126 smit staðfest kórónuveirunnar hér á landi. Þeir sem hafa greinst með veiruna eru allir í einangrun. 919 manns eru í sóttkví og þá hafa verið tekin 1188 sýni. Langflest smitanna eru á höfuðborgarsvæðinu eða 121. Fjögur smit eru á Suðurlandi og eitt er óstaðsett. Það má segja að samkomubannið hafi verið yfirvofandi undanfarna daga en sóttvarnalæknir var spurður hvað hefði breyst þannig að ákveðið var að setja bannið á. „Við höfum verið að ræða um það undanfarna daga að þessi tími væri að nálgast. Við erum að sjá fleiri smit, innlend smit út frá þessum ferðalöngum sem eru að koma hingað inn, þessum íslensku ferðalöngum, og við erum farin að sjá aðeins fjölgun á smitum sem við getum ekki gert grein fyrir hvaðan koma. Þannig að á þeim tímapunkti erum við þarna neðst í þessari kúrvu sem við höfum verið að sýna, þessari faraldsfræðilegu kúrvu, og þá að mínu mati er kominn tími til þess að beita eiginlega öllum þeim ráðum innan skynsamlegra marka sem við höfum til þess að takmarka útbreiðsluna,“ sagði Þórólfur á blaðamannafundinum í dag. Íslensk erfðagreining byrjaði að skima fyrir veirunni í dag. Var Þórólfur spurður að því hvort að staðan muni breytast varðandi samkomubannið ef niðurstöður Íslenskrar erfðagreiningar muni sýna að veiran sé orðin mjög dreifð í samfélaginu. Þórólfur sagði erfitt að segja. „Ég held að við bíðum fyrst eftir niðurstöðunni, sjáum hvernig hún er og hvernig hún tengist einkennum sem fólk er með og svo framvegis áður en maður fer að tjá sig um hvað muni gerast. En það er ljóst að við erum með ýmis ráð uppi í erminni sem við getum gripið til, annað hvort að herða aðgerðir eða lina á þeim. Það fer allt eftir því hvernig faraldurinn verður og ástandið verður.“ Wuhan-veiran Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að nú sé aðeins farið að fjölga þeim smitum sem ekki sé hægt að gera grein fyrir hvaðan koma. Það hafi haft áhrif á tillögu hans um að setja á samkomubann hér á landi. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum fyrir hádegi þar sem greint var frá samkomubanni í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti þann 15. mars, það er aðfaranótt mánudags. Bannið er sett á til þess að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Samkomur þar sem fleiri en 100 manns koma saman verða óheimilar þegar bannið tekur gildi og þá verða fjarlægðarmörk sett á milli fólk á samkomum þar sem færri en 100 koma saman. Háskólum og framhaldsskólum verður lokað og leikskóla- og grunnskólastarf verður skilyrðum háð. Alls er nú 126 smit staðfest kórónuveirunnar hér á landi. Þeir sem hafa greinst með veiruna eru allir í einangrun. 919 manns eru í sóttkví og þá hafa verið tekin 1188 sýni. Langflest smitanna eru á höfuðborgarsvæðinu eða 121. Fjögur smit eru á Suðurlandi og eitt er óstaðsett. Það má segja að samkomubannið hafi verið yfirvofandi undanfarna daga en sóttvarnalæknir var spurður hvað hefði breyst þannig að ákveðið var að setja bannið á. „Við höfum verið að ræða um það undanfarna daga að þessi tími væri að nálgast. Við erum að sjá fleiri smit, innlend smit út frá þessum ferðalöngum sem eru að koma hingað inn, þessum íslensku ferðalöngum, og við erum farin að sjá aðeins fjölgun á smitum sem við getum ekki gert grein fyrir hvaðan koma. Þannig að á þeim tímapunkti erum við þarna neðst í þessari kúrvu sem við höfum verið að sýna, þessari faraldsfræðilegu kúrvu, og þá að mínu mati er kominn tími til þess að beita eiginlega öllum þeim ráðum innan skynsamlegra marka sem við höfum til þess að takmarka útbreiðsluna,“ sagði Þórólfur á blaðamannafundinum í dag. Íslensk erfðagreining byrjaði að skima fyrir veirunni í dag. Var Þórólfur spurður að því hvort að staðan muni breytast varðandi samkomubannið ef niðurstöður Íslenskrar erfðagreiningar muni sýna að veiran sé orðin mjög dreifð í samfélaginu. Þórólfur sagði erfitt að segja. „Ég held að við bíðum fyrst eftir niðurstöðunni, sjáum hvernig hún er og hvernig hún tengist einkennum sem fólk er með og svo framvegis áður en maður fer að tjá sig um hvað muni gerast. En það er ljóst að við erum með ýmis ráð uppi í erminni sem við getum gripið til, annað hvort að herða aðgerðir eða lina á þeim. Það fer allt eftir því hvernig faraldurinn verður og ástandið verður.“
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira