Var í beinni þegar jarðskjálftinn reið yfir Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. maí 2020 08:08 Ardern horfir upp í loft þinghússins á meðan jarðskjálftinn reið yfir. Skjáskot Jacinda Ardern forsætisráðherra Nýja-Sjálands var í sjónvarpsviðtali í beinni útsendingu í Wellington, höfuðborg landsins, þegar jarðskjálfti að stærð 5,8 reið yfir nærri borginni. Ardern var mætt til viðtals í morgunþættinum AM á nýsjálensku sjónvarpsstöðinni Newshub snemma á mánudagsmorgun. Hún var ekki í sjónvarpssal heldur stödd í þinghúsinu í Wellington þegar allt lék skyndilega á reiðiskjálfi. „Það er dálítill jarðskjálfti hérna, Ryan,“ sagði Ardern þá og ávarpaði þar Ryan Bridge, stjórnanda þáttarins. „Nokkuð stór skjálfti.“ Þó að hún fyndi greinilega vel fyrir jarðskjálftanum hélt Ardern ró sinni allan tímann og brosti framan í myndavélina. Skjálftinn varði aðeins í nokkrar sekúndur og að honum loknum fullvissaði hún Bridge um að allt væri í lagi og að viðtalið gæti haldið áfram. Myndband af atvikinu má sjá í spilaranum hér að neðan. Upptök skjálftans voru um 30 kílómetra norðvestur af borginni Levin, sem staðsett er nærri höfuðborginni. Þrír eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið, allir tæplega 4 að stærð. Lítið sem ekkert tjón virðist hafa orðið af skjálftanum og þá hafa heldur engar fréttir borist af slysum á fólki. Jarðskjálftar eru tíðir á Nýja-Sjálandi. Stórir jarðskjálftar ollu gríðarlegri eyðileggingu í landinu árin 2010 og 2011. Alls létust 185 í skjálftunum tveimur. Eldgos og jarðhræringar Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Jarðskjálfti af stærð 5,8 á Nýja Sjálandi Jarðskjálfti af stærðinni 5,8 reið yfir nærri Wellington, höfuðborg Nýja Sjálands, nú í kvöld. 24. maí 2020 21:52 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira
Jacinda Ardern forsætisráðherra Nýja-Sjálands var í sjónvarpsviðtali í beinni útsendingu í Wellington, höfuðborg landsins, þegar jarðskjálfti að stærð 5,8 reið yfir nærri borginni. Ardern var mætt til viðtals í morgunþættinum AM á nýsjálensku sjónvarpsstöðinni Newshub snemma á mánudagsmorgun. Hún var ekki í sjónvarpssal heldur stödd í þinghúsinu í Wellington þegar allt lék skyndilega á reiðiskjálfi. „Það er dálítill jarðskjálfti hérna, Ryan,“ sagði Ardern þá og ávarpaði þar Ryan Bridge, stjórnanda þáttarins. „Nokkuð stór skjálfti.“ Þó að hún fyndi greinilega vel fyrir jarðskjálftanum hélt Ardern ró sinni allan tímann og brosti framan í myndavélina. Skjálftinn varði aðeins í nokkrar sekúndur og að honum loknum fullvissaði hún Bridge um að allt væri í lagi og að viðtalið gæti haldið áfram. Myndband af atvikinu má sjá í spilaranum hér að neðan. Upptök skjálftans voru um 30 kílómetra norðvestur af borginni Levin, sem staðsett er nærri höfuðborginni. Þrír eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið, allir tæplega 4 að stærð. Lítið sem ekkert tjón virðist hafa orðið af skjálftanum og þá hafa heldur engar fréttir borist af slysum á fólki. Jarðskjálftar eru tíðir á Nýja-Sjálandi. Stórir jarðskjálftar ollu gríðarlegri eyðileggingu í landinu árin 2010 og 2011. Alls létust 185 í skjálftunum tveimur.
Eldgos og jarðhræringar Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Jarðskjálfti af stærð 5,8 á Nýja Sjálandi Jarðskjálfti af stærðinni 5,8 reið yfir nærri Wellington, höfuðborg Nýja Sjálands, nú í kvöld. 24. maí 2020 21:52 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira
Jarðskjálfti af stærð 5,8 á Nýja Sjálandi Jarðskjálfti af stærðinni 5,8 reið yfir nærri Wellington, höfuðborg Nýja Sjálands, nú í kvöld. 24. maí 2020 21:52