Íslenski boltinn

KSÍ frestar öllum leikjum á meðan samkomubanninu stendur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Úr leik FH og KR síðasta sumar.
Úr leik FH og KR síðasta sumar. vísir/bára

Öllum leikjum á vegum Knattspyrnusambands Íslands hefur verið frestað vegna samkomubannsins sem skellur á aðfaranótt mánudags.

Á fundi sínum í dag ákvað stjórn KSÍ að fresta öllum leikjum á vegum sambandsins, landsliðsæfingum og öðrum tengdum viðburðum á því fjögurra vikna tímabili sem samkomubannið nær yfir.

Ákvörðun KSÍ tekur gildi frá og með deginum í dag, 13. mars.

Í tilkynningu frá KSÍ kemur fram að ákvörðun hvort leikur Íslands og Rúmeníu í umspili um sæti á EM 26. mars fari fram bíði niðurstöðu fundar Knattspyrnusambands Evrópu á þriðjudaginn.

Í tilkynningunni hvetur KSÍ aðildarfélögin sín til að fara í öllu eftir tilmælum stjórnvalda þegar kemur að útfærslu samkomubannsins.


Tengdar fréttir

Hvað þýðir samkomubann?

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi í morgun samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti aðfaranótt næstkomandi mánudags.

Samkomubann í fjórar vikur

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi nú fyrir skemmstu samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti 15. mars, það er aðfaranótt næstkomandi mánudags.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×