Fyrrum liðsfélagi Óttars og Björns stal úr leikmannasjóðnum Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2020 07:00 Vegard Forren á að baki 33 A-landsleiki fyrir Noreg. VÍSIR/GETTY Vegard Forren, sem leikið hefur 33 leiki fyrir norska landsliðið í fótbolta, verður mögulega rekinn frá meisturum Molde eftir að hafa lagt spilin á borðið varðandi alvarlega veðmálafíkn sína. Forren sagði frá veðmálafíkn sinni í viðtali við TV2 nú þegar um tuttugu dagar eru í að ný leiktíð hefjist í norsku úrvalsdeildinni, þar sem Molde á titil að verja. Forren hefur leikið heila 286 deildarleiki fyrir Molde á sínum ferli, frá árinu 2007, en hann hefur á sínum ferli einnig verið um skamman tíma á mála hjá Southampton og Brighton án þess þó að spila í ensku úrvalsdeildinni. Forren, sem var meðal annars liðsfélagi Óttars Magnúsar Karlssonar og Björns Bergmanns Sigurðarsonar hjá Molde, segist hafa sokkið svo djúpt vegna spilafíknar að hann hafi nokkrum sinnum stolið úr sektarsjóði leikmanna liðsins. Forren fór með umsjón sjóðsins en í slíkan sjóð safnast peningar þegar leikmenn brjóta fyrir fram ákveðnar reglur leikmannahópsins, til að mynda varðandi mætingu á æfingar og ýmislegt fleira. „Ég hef alltaf glímt við þetta vandamál. Þetta er sjúkdómur sem ég hef átt erfitt með að gera mér grein fyrir sjálfur. Við höfum notað sektarsjóðinn til að styðja við góð málefni eða fara saman í skemmtiferðir, en ég hef tekið peninga þaðan að láni til að borga skuldir við félaga mína. Ég hef borgað lánin til baka nokkrum sinnum en svo tekið meiri peninga. Ég hef aldrei ætlað mér að stelpa og ætlunin hefur alltaf verið að borga til baka, en ég hef ekki getað það,“ sagði Forren við TV 2. Kom heim hræddur um að konan myndi fatta þetta Forren á konu og fjögur börn og kveðst ánægður með þann stuðning sem hann hefur fengið eftir að hafa viðurkennt vandamál sitt. Það hafi verið erfitt að halda því leyndu. „Það fylgdi þessu svo svakalega neikvæð orka. Maður kom heim og var hræddur um að hún [Cathrine Emilie, kona Forren] myndi fatta þetta. Það tók mig langan tíma að átta mig á þessu,“ sagði Forren. Lögfræðingur leikmannsins, Odd Arne Nilsen, segir að þeir muni ekki taka því þegjandi og hljóðalaust ákveði Molde að reka Forren. Hann er með samning við félagið sem gildir fram í desember 2021. Norski boltinn Mest lesið Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Körfubolti Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Körfubolti „Valsararnir voru bara betri“ Körfubolti Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Fótbolti „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Körfubolti Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Körfubolti Áfall bætist við ógöngur Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Sádar munu spila í Gullbikarnum í Ameríku Albert og félagar í Fiorentina höfnuðu í þriðja sæti Sambandsdeildarinnar Fullt hús stiga hjá Chelsea og Marc Guiu markahæstur Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Klósettpappír og blys trufla leiki í Sambandsdeildinni Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Bróðir Pogba dæmdur fyrir að kúga af honum fé Úlfur metinn besti framherjinn í nýliðavali MLS Örlög Víkinga gætu ráðist í fjölda landa KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira
Vegard Forren, sem leikið hefur 33 leiki fyrir norska landsliðið í fótbolta, verður mögulega rekinn frá meisturum Molde eftir að hafa lagt spilin á borðið varðandi alvarlega veðmálafíkn sína. Forren sagði frá veðmálafíkn sinni í viðtali við TV2 nú þegar um tuttugu dagar eru í að ný leiktíð hefjist í norsku úrvalsdeildinni, þar sem Molde á titil að verja. Forren hefur leikið heila 286 deildarleiki fyrir Molde á sínum ferli, frá árinu 2007, en hann hefur á sínum ferli einnig verið um skamman tíma á mála hjá Southampton og Brighton án þess þó að spila í ensku úrvalsdeildinni. Forren, sem var meðal annars liðsfélagi Óttars Magnúsar Karlssonar og Björns Bergmanns Sigurðarsonar hjá Molde, segist hafa sokkið svo djúpt vegna spilafíknar að hann hafi nokkrum sinnum stolið úr sektarsjóði leikmanna liðsins. Forren fór með umsjón sjóðsins en í slíkan sjóð safnast peningar þegar leikmenn brjóta fyrir fram ákveðnar reglur leikmannahópsins, til að mynda varðandi mætingu á æfingar og ýmislegt fleira. „Ég hef alltaf glímt við þetta vandamál. Þetta er sjúkdómur sem ég hef átt erfitt með að gera mér grein fyrir sjálfur. Við höfum notað sektarsjóðinn til að styðja við góð málefni eða fara saman í skemmtiferðir, en ég hef tekið peninga þaðan að láni til að borga skuldir við félaga mína. Ég hef borgað lánin til baka nokkrum sinnum en svo tekið meiri peninga. Ég hef aldrei ætlað mér að stelpa og ætlunin hefur alltaf verið að borga til baka, en ég hef ekki getað það,“ sagði Forren við TV 2. Kom heim hræddur um að konan myndi fatta þetta Forren á konu og fjögur börn og kveðst ánægður með þann stuðning sem hann hefur fengið eftir að hafa viðurkennt vandamál sitt. Það hafi verið erfitt að halda því leyndu. „Það fylgdi þessu svo svakalega neikvæð orka. Maður kom heim og var hræddur um að hún [Cathrine Emilie, kona Forren] myndi fatta þetta. Það tók mig langan tíma að átta mig á þessu,“ sagði Forren. Lögfræðingur leikmannsins, Odd Arne Nilsen, segir að þeir muni ekki taka því þegjandi og hljóðalaust ákveði Molde að reka Forren. Hann er með samning við félagið sem gildir fram í desember 2021.
Norski boltinn Mest lesið Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Körfubolti Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Körfubolti „Valsararnir voru bara betri“ Körfubolti Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Fótbolti „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Körfubolti Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Körfubolti Áfall bætist við ógöngur Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Sádar munu spila í Gullbikarnum í Ameríku Albert og félagar í Fiorentina höfnuðu í þriðja sæti Sambandsdeildarinnar Fullt hús stiga hjá Chelsea og Marc Guiu markahæstur Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Klósettpappír og blys trufla leiki í Sambandsdeildinni Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Bróðir Pogba dæmdur fyrir að kúga af honum fé Úlfur metinn besti framherjinn í nýliðavali MLS Örlög Víkinga gætu ráðist í fjölda landa KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“