Lífið samstarf

Sameina göngufólk og hjólreiðagarpa yfir Skarðsheiði

UMFÍ

„Við erum mjög spennt fyrir Hreyfivikunni. Hún verður með öðru sniði hjá okkur núna en undanfarin ár þar sem öll dagskráin verður utandyra en viðburðirnir eru fjölbreyttir. Við ætlum að hafa mjög gaman saman,“ segir Sigurður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar en sveitarfélagið tekur virkan þátt í Hreyfiviku UMFÍ sem stendur nú yfir.

Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri UMSB

„Við virkjum allt samfélagið, grunnskólarnir okkar taka þátt í brenniboltaáskoruninni og frístundaheimilið og leikskólinn verða með sérstakan íþróttadag. Hópur eldri kvenna fór í morgungöngur klukkan tíu í morgun og við fáum sjúkraþjálfara sem kennir okkur hvernig við getum nýtt okkur bekkina á útisvæðunum til æfinga. Á fimmtudaginn verður gengið út í höfða frá Hvanneyri en það er mjög vinsæl ganga sem við höfum alltaf blásið til á Hreyfiviku. Á göngunni má sjá fjölskrúðugt fuglalíf, mófugla, gæsir, brandendur og fleiri tegundir,“ segir Sigurður.

Hjólarar og göngufólk samferða

„Stærstu viðburðurinn okkar verður á sunnudaginn en þá mun göngufólk, hlauparar og hjólarar fara saman yfir Skarðsheiði eftir línuveginum. Þetta er tuttugu og eins kílómetra leið og hópurinn endar í sundi í Hreppslaug, ótrúlega skemmtilegri sveitasundlaug á svæðinu,“ útskýrir Sigurður og segir lítið mál að blanda saman göngufólki, hjólreiðafólki og hlaupurum.

„Þetta er ótrúlega skemmtilegt og alltaf gengið vel að blanda saman þessum ólíku hópum. Hlaupararnir og hjólararnir fara seinna af stað en göngufólkið og þannig náum við að sameina alla í lokin,“ segir Sigurður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.