„Gott og hreinskiptið samtal“ sneri ekki ákvörðun Arion Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. maí 2020 07:00 Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. Vísir/Baldur Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segist hafa átt „mjög gott og hreinskiptið“ samtal við Benedikt Gíslason, bankastjóra Arion banka, um lokun á útibúi bankans í bænum. Bæjarráð hótaði því að hætta viðskiptum sínum við Arion myndi bankinn ekki draga ákvörðun sína til baka, en lítið hefur breyst í þeim efnum. Arion greindi frá því í upphafi mánaðar að til stæði að loka útibúi bankans við Sunnumörk í Hveragerði og sameina það útibúinu á Selfossi. Hugmyndin fór öfugt ofan í bæjarráð Hveragerðisbæjar sem setti lokun útibúsins efst á dagskrá fundar síns 7. maí. „Dragi Arion banki ekki til baka áætlanir sínar um lokun hér í Hveragerði mun bæjarstjórn endurskoða viðskipti sín við bankann,“ sagði í lok bókunar bæjarráðsins. Þjónustufulltrúar á dvalarheimilið Núna, 22 dögum síðar, er staðan óbreytt. Útibúið hefur verið lokað síðan 26. mars þegar Arion lokaði öllum útibúum sínum vegna kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum stendur ekki til að opna það aftur. „Áfram verður hraðbanki á staðnum þar sem einstaklingar og fyrirtæki geta m.a. tekið út og lagt inn seðla, greitt reikninga og millifært. Við erum að vinna í því að finna hraðbankanum nýja staðsetningu þannig að hann geti verið aðgengilegur allan sólarhringinn alla daga vikunnar. Einnig er stefnt að því að starfsfólk Arion banka muni verða með vikulegar þjónustuheimsóknir á dvalarheimilið á meðan þörf krefur,“ segir í svari Arion til fréttastofu. Heldur í vonina Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, segist ennþá vona að forsvarsmenn bankans taki tillit til þeirra sjónarmiða sem Hvergerðingar hafi sett fram. Hún hafi þannig átt „mjög gott og hreinskiptið samtal“ við bankastjóra Arion þar sem þau ræddu meðal annars um mikilvægi þeirrar þjónustu sem útibúið veitti í bæjarfélaginu. „Hér í Hveragerði er rekið stórt dvalar og hjúkrunarheimili auk þess sem hlutfall eldra fólks sem búsett er í Hveragerði er óvenju hátt á landsvísu. Mikill fjöldi ferðamanna fer hér um daglega auk þess sem fyrirtæki í bænum hafa reitt sig á þessa þjónustu,“ segir Aldís. Útibúið hafi þannig veitt þessum hópum mikilvæga þjónustu - „og það er alveg ljóst að standi forsvarsmenn Arion banka við þessi áform mun það hafa veruleg áhrif til skerðingar lífsgæða fyrir ákveðinn hóp fólks,“ segir Aldís. Engin útibú í bænum Hveragerðisbær hefur þó ekki ennþá valið sér nýjan viðskiptabanka, þó svo að Arion hafi ekki breytt ákvörðun sinni. Hvorki Landsbankinn né Íslandsbanki eru með útibú í Hveragerði. Sem fyrr segir vonar Aldís að Arion sjái að sér. „Það mun valda okkur miklum vonbrigðum ef að fyrirtæki eins og Arion sér sér ekki fært að halda úti afgreiðslu í tæplega 3.000 manna samfélagi og ljúki þannig með þeim hætti áratuga dyggu þjónustusambandi við Hvergerðinga,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir. Hveragerði Íslenskir bankar Tengdar fréttir Hveragerði hótar að hætta viðskiptum við Arion loki bankinn útibúinu Bæjarráð Hveragerðisbæjar mótmælir harðlega þeirri ákvörðun Arion banka að loka útibúi bankans í bænum 8. maí 2020 11:10 Mest lesið „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Tugprósenta afsláttur af mat sem er góður í dag en verri á morgun Neytendur „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Sjá meira
Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segist hafa átt „mjög gott og hreinskiptið“ samtal við Benedikt Gíslason, bankastjóra Arion banka, um lokun á útibúi bankans í bænum. Bæjarráð hótaði því að hætta viðskiptum sínum við Arion myndi bankinn ekki draga ákvörðun sína til baka, en lítið hefur breyst í þeim efnum. Arion greindi frá því í upphafi mánaðar að til stæði að loka útibúi bankans við Sunnumörk í Hveragerði og sameina það útibúinu á Selfossi. Hugmyndin fór öfugt ofan í bæjarráð Hveragerðisbæjar sem setti lokun útibúsins efst á dagskrá fundar síns 7. maí. „Dragi Arion banki ekki til baka áætlanir sínar um lokun hér í Hveragerði mun bæjarstjórn endurskoða viðskipti sín við bankann,“ sagði í lok bókunar bæjarráðsins. Þjónustufulltrúar á dvalarheimilið Núna, 22 dögum síðar, er staðan óbreytt. Útibúið hefur verið lokað síðan 26. mars þegar Arion lokaði öllum útibúum sínum vegna kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum stendur ekki til að opna það aftur. „Áfram verður hraðbanki á staðnum þar sem einstaklingar og fyrirtæki geta m.a. tekið út og lagt inn seðla, greitt reikninga og millifært. Við erum að vinna í því að finna hraðbankanum nýja staðsetningu þannig að hann geti verið aðgengilegur allan sólarhringinn alla daga vikunnar. Einnig er stefnt að því að starfsfólk Arion banka muni verða með vikulegar þjónustuheimsóknir á dvalarheimilið á meðan þörf krefur,“ segir í svari Arion til fréttastofu. Heldur í vonina Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, segist ennþá vona að forsvarsmenn bankans taki tillit til þeirra sjónarmiða sem Hvergerðingar hafi sett fram. Hún hafi þannig átt „mjög gott og hreinskiptið samtal“ við bankastjóra Arion þar sem þau ræddu meðal annars um mikilvægi þeirrar þjónustu sem útibúið veitti í bæjarfélaginu. „Hér í Hveragerði er rekið stórt dvalar og hjúkrunarheimili auk þess sem hlutfall eldra fólks sem búsett er í Hveragerði er óvenju hátt á landsvísu. Mikill fjöldi ferðamanna fer hér um daglega auk þess sem fyrirtæki í bænum hafa reitt sig á þessa þjónustu,“ segir Aldís. Útibúið hafi þannig veitt þessum hópum mikilvæga þjónustu - „og það er alveg ljóst að standi forsvarsmenn Arion banka við þessi áform mun það hafa veruleg áhrif til skerðingar lífsgæða fyrir ákveðinn hóp fólks,“ segir Aldís. Engin útibú í bænum Hveragerðisbær hefur þó ekki ennþá valið sér nýjan viðskiptabanka, þó svo að Arion hafi ekki breytt ákvörðun sinni. Hvorki Landsbankinn né Íslandsbanki eru með útibú í Hveragerði. Sem fyrr segir vonar Aldís að Arion sjái að sér. „Það mun valda okkur miklum vonbrigðum ef að fyrirtæki eins og Arion sér sér ekki fært að halda úti afgreiðslu í tæplega 3.000 manna samfélagi og ljúki þannig með þeim hætti áratuga dyggu þjónustusambandi við Hvergerðinga,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir.
Hveragerði Íslenskir bankar Tengdar fréttir Hveragerði hótar að hætta viðskiptum við Arion loki bankinn útibúinu Bæjarráð Hveragerðisbæjar mótmælir harðlega þeirri ákvörðun Arion banka að loka útibúi bankans í bænum 8. maí 2020 11:10 Mest lesið „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Tugprósenta afsláttur af mat sem er góður í dag en verri á morgun Neytendur „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Sjá meira
Hveragerði hótar að hætta viðskiptum við Arion loki bankinn útibúinu Bæjarráð Hveragerðisbæjar mótmælir harðlega þeirri ákvörðun Arion banka að loka útibúi bankans í bænum 8. maí 2020 11:10