Uppsagnirnar hafi ekki þurft að koma á óvart Atli Ísleifsson skrifar 28. maí 2020 11:32 Fannar Jónasson hefur gegnt embætti bæjarstjóra Grindavíkur frá árinu 2016. Grindavíkurbær/Vísir/Vilhelm Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir að þær uppsagnir sem Bláa lónið tilkynnti um í morgun hafi ekki þurft að koma á óvart. Samúð hans og bæjarbúa sé hjá þeim sem misstu vinnuna. „Bláa lónið byggir á erlendum ferðamönnum og þegar þeir eru ekki til staðar þá er varla hægt að reka fyrirtækið. Því miður þá urðu stjórnendur að grípa til þessa ráðs sem auðvitað hittir illa fyrir þessum sem missa vinnuna,“ segir Fannar í samtali við Vísi. Greint var frá því morgun að 403 starfsmönnum fyrirtækisins hafi verið sagt upp frá og með næstu mánaðamótum. Þá var greint frá því að laun stjórnenda og starfsmanna hafi verið lækkuð. Til standi að opna lónið að nýju þann 19. júní næstkomandi. Ýmis afleidd störf sömuleiðis Fannar segist ekki vera með nákvæma tölu en að það skipti væntanlega mörgum tugum, þeim íbúum Grindavíkurbæjar sem hafi misst vinnuna hjá Bláa lóninu í dag. „Svo eru náttúrulega afleidd störf líka. Það eru ýmis þjónustufyrirtæki hér í bænum sem hafa unnið mikið fyrir Bláa lónið. Þetta kemur því illa við þau líka. En samúð okkar er auðvitað hjá því fólki sem að missir vinnuna.“ Hann segist vona að þegar fari að rætast úr, landið opnast og ferðamenn geti að nýju heimsótt landið þá muni fyrirtækið geta ráðið jafnóðum einhverja þá sem sagt hafi verið upp núna. „Það er hins vegar svo mikil óvissa í þessu, þannig að það er ómögulegt að segja hvenær það gæti orðið. Við vonum hins vegar það besta. Það er ómögulegt að segja hvernig þetta ár verður fyrir Bláa lónið og önnur fyrirtæki sem reiða sig á erlenda ferðamenn.“ „Þetta eru slæm tíðindi“ Fannar segir Bláa lónið vera mjög mikilvægt fyrirtæki fyrir Grindavík, Suðurnesin og reyndar landið allt. „Þetta er langstærsti ferðamannastaður landsins ef svo má segja. Það eru mjög margir sem heimsækja Bláa lónið og við á Suðurnesjum njótum góðs af því. En þetta eru slæm tíðindi, ofan á allt annað. Mikið atvinnuleysi á Suðurnesjum. Flugvöllurinn er nánast lokaður og þegar þetta bætist við eykst atvinnuleysið enn, í það minnsta um stundarsakir.“ Grindavík Bláa lónið Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir að þær uppsagnir sem Bláa lónið tilkynnti um í morgun hafi ekki þurft að koma á óvart. Samúð hans og bæjarbúa sé hjá þeim sem misstu vinnuna. „Bláa lónið byggir á erlendum ferðamönnum og þegar þeir eru ekki til staðar þá er varla hægt að reka fyrirtækið. Því miður þá urðu stjórnendur að grípa til þessa ráðs sem auðvitað hittir illa fyrir þessum sem missa vinnuna,“ segir Fannar í samtali við Vísi. Greint var frá því morgun að 403 starfsmönnum fyrirtækisins hafi verið sagt upp frá og með næstu mánaðamótum. Þá var greint frá því að laun stjórnenda og starfsmanna hafi verið lækkuð. Til standi að opna lónið að nýju þann 19. júní næstkomandi. Ýmis afleidd störf sömuleiðis Fannar segist ekki vera með nákvæma tölu en að það skipti væntanlega mörgum tugum, þeim íbúum Grindavíkurbæjar sem hafi misst vinnuna hjá Bláa lóninu í dag. „Svo eru náttúrulega afleidd störf líka. Það eru ýmis þjónustufyrirtæki hér í bænum sem hafa unnið mikið fyrir Bláa lónið. Þetta kemur því illa við þau líka. En samúð okkar er auðvitað hjá því fólki sem að missir vinnuna.“ Hann segist vona að þegar fari að rætast úr, landið opnast og ferðamenn geti að nýju heimsótt landið þá muni fyrirtækið geta ráðið jafnóðum einhverja þá sem sagt hafi verið upp núna. „Það er hins vegar svo mikil óvissa í þessu, þannig að það er ómögulegt að segja hvenær það gæti orðið. Við vonum hins vegar það besta. Það er ómögulegt að segja hvernig þetta ár verður fyrir Bláa lónið og önnur fyrirtæki sem reiða sig á erlenda ferðamenn.“ „Þetta eru slæm tíðindi“ Fannar segir Bláa lónið vera mjög mikilvægt fyrirtæki fyrir Grindavík, Suðurnesin og reyndar landið allt. „Þetta er langstærsti ferðamannastaður landsins ef svo má segja. Það eru mjög margir sem heimsækja Bláa lónið og við á Suðurnesjum njótum góðs af því. En þetta eru slæm tíðindi, ofan á allt annað. Mikið atvinnuleysi á Suðurnesjum. Flugvöllurinn er nánast lokaður og þegar þetta bætist við eykst atvinnuleysið enn, í það minnsta um stundarsakir.“
Grindavík Bláa lónið Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira