Danir, Færeyingar og Eistar bjóða Íslendinga velkomna í júní Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. maí 2020 12:30 Strikið í Kaupmannahöfn í Danmörku er vinsælt meðal ferðamanna. Getty/NurPhoto Danir, Eistar og Færeyingar hafa ákveðið að opna landamæri sín fyrir Íslendingum í júní. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir það gleðileg tíðindi að Íslendingar séu á meðal þeirra sem fá að ferðast til þessara landa. Guðlaugur Þór greindi frá því í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar að utanríkisráðherra Danmerkur hefði tilkynnt honum í gær að Danir hygðust opna landamæri sín fyrir Íslendingum þann 15. júní. „Við auðvitað gleðjumst yfir því,“ sagði Guðlaugur sem bætti við að íslensk stjórnvöld hefðu kallað eftir nánu samstarfi við þau dönsku varðandi alla undirbúningsvinnu við opnun landamæra. „Þó það sé ekki alveg nákvæmlega í því uppleggi sem við lögðum upp með þá liggur það fyrir að það er verið að opna og þar með talið fyrir okkur.“ Frétt DR um ferðalög Dana í sumar.Skjáskot Skimunaráform höfðu ekki áhrif Auk þess sem Danir bjóða Íslendinga velkomna um miðjan júní tilkynnti Guðlaugur að Færeyingar hygðust bjóða landsmenn velkomna á sama tíma. Þá munu Eistar opna landamæri sín gagnvart Íslendingum 1. júní. Aðspurður um hvort skimunaráform Íslendinga á landamærunum hafi sett strik í reikninginn í samræðum utanríkisþjónustunnar við kollega sína erlendis segir Guðlaugur Þór svo ekki vera. „Annars vegar höfum við náð góðum árangri í þessum efnum eins og við þekkjum, við höfum haldið því á lofti og vakið athygli annarra þjóða á því sem er mjög mikilvægt. Það er sömuleiðis mikilvægt að vera í nánu samtali og það höfum við lagt áherslu á í utanríkisþjónustunni. Þannig að þegar fara loksins að opnast flugleiðir og landamæri fara opnast að við séum inni í þeirri mynd,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.vísir/vilhelm Í viðræðum við Norðmenn Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, greindi frá því á blaðamannafundi sínum í hádeginu að landamæri Danmerkur verði opnuð aftur fyrir ferðamönnum frá ákveðnum löndum í júní. Ísland væri á meðal þeirra ríkja sem Danir opna landamæri sín fyrir frá og með 15. júní. Sömuleiðis munu Danir opna á ferðir Þjóðverja til landsins um miðjan júní. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hélt einnig blaðamannafund í hádeginu. Greindi hún frá því að samkomulag hafi náðst milli Dana og Norðmanna um ferðir milli ríkjanna í sumar. „Samkomulagið milli Danmerkur og Noregs felur í sér að danskir ferðann geti komið til Noregs og norskir ferðamenn geti ferðast til Danmerkur,“ sagði Solberg. Hún sagði ennfremur að norsk stjórnvöld eigi enn í viðræðum við stjórnvöld á Íslandi, Finnlandi og Svíþjóð um að hægt verði að koma á sambærilegu fyrirkomulagi milli ríkjanna og eigi nú við um Danmörk og Noreg. Lagði Solberg áherslu á að ferðamenn verði að hlíta þeim reglum sem komið hefur verið á í hverju landi fyrir sig. Sömu reglur eigi ekki endilega við. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Íslendingar erlendis Ferðalög Eistland Færeyjar Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Danir, Eistar og Færeyingar hafa ákveðið að opna landamæri sín fyrir Íslendingum í júní. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir það gleðileg tíðindi að Íslendingar séu á meðal þeirra sem fá að ferðast til þessara landa. Guðlaugur Þór greindi frá því í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar að utanríkisráðherra Danmerkur hefði tilkynnt honum í gær að Danir hygðust opna landamæri sín fyrir Íslendingum þann 15. júní. „Við auðvitað gleðjumst yfir því,“ sagði Guðlaugur sem bætti við að íslensk stjórnvöld hefðu kallað eftir nánu samstarfi við þau dönsku varðandi alla undirbúningsvinnu við opnun landamæra. „Þó það sé ekki alveg nákvæmlega í því uppleggi sem við lögðum upp með þá liggur það fyrir að það er verið að opna og þar með talið fyrir okkur.“ Frétt DR um ferðalög Dana í sumar.Skjáskot Skimunaráform höfðu ekki áhrif Auk þess sem Danir bjóða Íslendinga velkomna um miðjan júní tilkynnti Guðlaugur að Færeyingar hygðust bjóða landsmenn velkomna á sama tíma. Þá munu Eistar opna landamæri sín gagnvart Íslendingum 1. júní. Aðspurður um hvort skimunaráform Íslendinga á landamærunum hafi sett strik í reikninginn í samræðum utanríkisþjónustunnar við kollega sína erlendis segir Guðlaugur Þór svo ekki vera. „Annars vegar höfum við náð góðum árangri í þessum efnum eins og við þekkjum, við höfum haldið því á lofti og vakið athygli annarra þjóða á því sem er mjög mikilvægt. Það er sömuleiðis mikilvægt að vera í nánu samtali og það höfum við lagt áherslu á í utanríkisþjónustunni. Þannig að þegar fara loksins að opnast flugleiðir og landamæri fara opnast að við séum inni í þeirri mynd,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.vísir/vilhelm Í viðræðum við Norðmenn Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, greindi frá því á blaðamannafundi sínum í hádeginu að landamæri Danmerkur verði opnuð aftur fyrir ferðamönnum frá ákveðnum löndum í júní. Ísland væri á meðal þeirra ríkja sem Danir opna landamæri sín fyrir frá og með 15. júní. Sömuleiðis munu Danir opna á ferðir Þjóðverja til landsins um miðjan júní. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hélt einnig blaðamannafund í hádeginu. Greindi hún frá því að samkomulag hafi náðst milli Dana og Norðmanna um ferðir milli ríkjanna í sumar. „Samkomulagið milli Danmerkur og Noregs felur í sér að danskir ferðann geti komið til Noregs og norskir ferðamenn geti ferðast til Danmerkur,“ sagði Solberg. Hún sagði ennfremur að norsk stjórnvöld eigi enn í viðræðum við stjórnvöld á Íslandi, Finnlandi og Svíþjóð um að hægt verði að koma á sambærilegu fyrirkomulagi milli ríkjanna og eigi nú við um Danmörk og Noreg. Lagði Solberg áherslu á að ferðamenn verði að hlíta þeim reglum sem komið hefur verið á í hverju landi fyrir sig. Sömu reglur eigi ekki endilega við. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Íslendingar erlendis Ferðalög Eistland Færeyjar Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira