Danir, Færeyingar og Eistar bjóða Íslendinga velkomna í júní Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. maí 2020 12:30 Strikið í Kaupmannahöfn í Danmörku er vinsælt meðal ferðamanna. Getty/NurPhoto Danir, Eistar og Færeyingar hafa ákveðið að opna landamæri sín fyrir Íslendingum í júní. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir það gleðileg tíðindi að Íslendingar séu á meðal þeirra sem fá að ferðast til þessara landa. Guðlaugur Þór greindi frá því í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar að utanríkisráðherra Danmerkur hefði tilkynnt honum í gær að Danir hygðust opna landamæri sín fyrir Íslendingum þann 15. júní. „Við auðvitað gleðjumst yfir því,“ sagði Guðlaugur sem bætti við að íslensk stjórnvöld hefðu kallað eftir nánu samstarfi við þau dönsku varðandi alla undirbúningsvinnu við opnun landamæra. „Þó það sé ekki alveg nákvæmlega í því uppleggi sem við lögðum upp með þá liggur það fyrir að það er verið að opna og þar með talið fyrir okkur.“ Frétt DR um ferðalög Dana í sumar.Skjáskot Skimunaráform höfðu ekki áhrif Auk þess sem Danir bjóða Íslendinga velkomna um miðjan júní tilkynnti Guðlaugur að Færeyingar hygðust bjóða landsmenn velkomna á sama tíma. Þá munu Eistar opna landamæri sín gagnvart Íslendingum 1. júní. Aðspurður um hvort skimunaráform Íslendinga á landamærunum hafi sett strik í reikninginn í samræðum utanríkisþjónustunnar við kollega sína erlendis segir Guðlaugur Þór svo ekki vera. „Annars vegar höfum við náð góðum árangri í þessum efnum eins og við þekkjum, við höfum haldið því á lofti og vakið athygli annarra þjóða á því sem er mjög mikilvægt. Það er sömuleiðis mikilvægt að vera í nánu samtali og það höfum við lagt áherslu á í utanríkisþjónustunni. Þannig að þegar fara loksins að opnast flugleiðir og landamæri fara opnast að við séum inni í þeirri mynd,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.vísir/vilhelm Í viðræðum við Norðmenn Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, greindi frá því á blaðamannafundi sínum í hádeginu að landamæri Danmerkur verði opnuð aftur fyrir ferðamönnum frá ákveðnum löndum í júní. Ísland væri á meðal þeirra ríkja sem Danir opna landamæri sín fyrir frá og með 15. júní. Sömuleiðis munu Danir opna á ferðir Þjóðverja til landsins um miðjan júní. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hélt einnig blaðamannafund í hádeginu. Greindi hún frá því að samkomulag hafi náðst milli Dana og Norðmanna um ferðir milli ríkjanna í sumar. „Samkomulagið milli Danmerkur og Noregs felur í sér að danskir ferðann geti komið til Noregs og norskir ferðamenn geti ferðast til Danmerkur,“ sagði Solberg. Hún sagði ennfremur að norsk stjórnvöld eigi enn í viðræðum við stjórnvöld á Íslandi, Finnlandi og Svíþjóð um að hægt verði að koma á sambærilegu fyrirkomulagi milli ríkjanna og eigi nú við um Danmörk og Noreg. Lagði Solberg áherslu á að ferðamenn verði að hlíta þeim reglum sem komið hefur verið á í hverju landi fyrir sig. Sömu reglur eigi ekki endilega við. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Íslendingar erlendis Ferðalög Eistland Færeyjar Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent Fleiri fréttir „Þetta er beinlínis hryllingur“ Hildur H. Dungal nýr skrifstofustjóri hjá Ingu Sæland Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Sláandi myndskeið af meintu dýraníði og einhleypir koma saman Handtekinn grunaður um líkamsárás eftir að vitni elti hann uppi „Við viljum bara keyra hlutina í gang“ Ólafur Reynir nýr starfsmaður þingflokks Framsóknar Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Sjá meira
Danir, Eistar og Færeyingar hafa ákveðið að opna landamæri sín fyrir Íslendingum í júní. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir það gleðileg tíðindi að Íslendingar séu á meðal þeirra sem fá að ferðast til þessara landa. Guðlaugur Þór greindi frá því í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar að utanríkisráðherra Danmerkur hefði tilkynnt honum í gær að Danir hygðust opna landamæri sín fyrir Íslendingum þann 15. júní. „Við auðvitað gleðjumst yfir því,“ sagði Guðlaugur sem bætti við að íslensk stjórnvöld hefðu kallað eftir nánu samstarfi við þau dönsku varðandi alla undirbúningsvinnu við opnun landamæra. „Þó það sé ekki alveg nákvæmlega í því uppleggi sem við lögðum upp með þá liggur það fyrir að það er verið að opna og þar með talið fyrir okkur.“ Frétt DR um ferðalög Dana í sumar.Skjáskot Skimunaráform höfðu ekki áhrif Auk þess sem Danir bjóða Íslendinga velkomna um miðjan júní tilkynnti Guðlaugur að Færeyingar hygðust bjóða landsmenn velkomna á sama tíma. Þá munu Eistar opna landamæri sín gagnvart Íslendingum 1. júní. Aðspurður um hvort skimunaráform Íslendinga á landamærunum hafi sett strik í reikninginn í samræðum utanríkisþjónustunnar við kollega sína erlendis segir Guðlaugur Þór svo ekki vera. „Annars vegar höfum við náð góðum árangri í þessum efnum eins og við þekkjum, við höfum haldið því á lofti og vakið athygli annarra þjóða á því sem er mjög mikilvægt. Það er sömuleiðis mikilvægt að vera í nánu samtali og það höfum við lagt áherslu á í utanríkisþjónustunni. Þannig að þegar fara loksins að opnast flugleiðir og landamæri fara opnast að við séum inni í þeirri mynd,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.vísir/vilhelm Í viðræðum við Norðmenn Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, greindi frá því á blaðamannafundi sínum í hádeginu að landamæri Danmerkur verði opnuð aftur fyrir ferðamönnum frá ákveðnum löndum í júní. Ísland væri á meðal þeirra ríkja sem Danir opna landamæri sín fyrir frá og með 15. júní. Sömuleiðis munu Danir opna á ferðir Þjóðverja til landsins um miðjan júní. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hélt einnig blaðamannafund í hádeginu. Greindi hún frá því að samkomulag hafi náðst milli Dana og Norðmanna um ferðir milli ríkjanna í sumar. „Samkomulagið milli Danmerkur og Noregs felur í sér að danskir ferðann geti komið til Noregs og norskir ferðamenn geti ferðast til Danmerkur,“ sagði Solberg. Hún sagði ennfremur að norsk stjórnvöld eigi enn í viðræðum við stjórnvöld á Íslandi, Finnlandi og Svíþjóð um að hægt verði að koma á sambærilegu fyrirkomulagi milli ríkjanna og eigi nú við um Danmörk og Noreg. Lagði Solberg áherslu á að ferðamenn verði að hlíta þeim reglum sem komið hefur verið á í hverju landi fyrir sig. Sömu reglur eigi ekki endilega við. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Íslendingar erlendis Ferðalög Eistland Færeyjar Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent Fleiri fréttir „Þetta er beinlínis hryllingur“ Hildur H. Dungal nýr skrifstofustjóri hjá Ingu Sæland Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Sláandi myndskeið af meintu dýraníði og einhleypir koma saman Handtekinn grunaður um líkamsárás eftir að vitni elti hann uppi „Við viljum bara keyra hlutina í gang“ Ólafur Reynir nýr starfsmaður þingflokks Framsóknar Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Sjá meira