„Að skima fólk sem er ekki með einkenni eru ekki góð vísindi“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. maí 2020 17:24 Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum. Stöð 2 Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum, segir að það séu ekki góð vísindi að taka sýni úr einkennalausum ferðamönnum á landamærunum líkt og fyrirhugað er í júní. Hún var til viðtals í Reykjavík síðdegis. „Það að skima fólk sem er ekki með einkenni eru ekki góð vísindi. Það er mjög hátt hlutfall af falskt neikvæðum sýnum þannig að við munum hvort eð er hleypa til landsins einstaklingum sem hugsanlega eru með veiruna og eru sýktir en eru ekki með jákvætt sýni.“ Orku heilbrigðisstarfsfólks sé betur varið í annað Hún segir að gífurlega mikil orka, fjármunir og vinna hafa farið í að skoða möguleikann á að skima ferðamenn á landamærunum. Áætlanir stjórnvalda um skimun á Keflavíkurflugvelli séu ekki ráðlegar. „Ég held við ættum að íhuga þá orku okkar heilbrigðisstarfsmanna og fjármuni sem muni fara í þetta verkefni sem hugsanlega væri betur varið annars staðar vegna þess að þetta mun ekki koma í veg fyrir að veiran berist til landsins.“ Hún segir að miklar líkur séu á því að jákvæð sýni muni greinast úr einkennalausum ferðamönnum sem mögulega hafi verið veikir fyrir mánuði eða meira, komnir með mótefni og ekki smitandi. „En við þurfum þá að bera ábyrgð á að einangra þá, fæða þá og veita þeim húsnæði í fjórtán daga,“ segir Bryndís sem bendir á þann mikla kostnað sem af því hlýst. Lítið þurfi til að Landspítalinn fari aftur á neyðarstig Bryndís var spurð hvort hún hefði miklar áhyggjur af því að smitum muni taka að fjölga eftir að landið verður opnað í júní. „Það munu koma til Íslands ferðamenn og Íslendingar sem munu bera veiruna í sér. Það er óumflýjanlegt. Það er mikilvægt, finnst mér, að landsmenn átti sig á því að það þarf ekki mikið til að Landspítalinn sé settur aftur á ákveðið viðbúnaðarstig og jafnvel neyðarstig.“ Viðbúnaður á Landspítalanum þegar faraldurinn var í hámarki var gríðarlegur. „Í tvo mánuði þá snerist heilbrigðiskerfið okkar um þessa veiru og allt annað sat á hakanum. Mér finnst mikilvægt að fólk átti sig á því að þessi staða gæti komið upp aftur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir „Verðum að vera nægilega stórar manneskjur til þess að láta þetta ekki snúast um okkur“ Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kveðst ekki hafa staldrað við ummæli Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um hana sem hann lét falla í Kastljósi í gær. 28. maí 2020 18:19 „Alveg ljóst“ að ef skima eigi fleiri en 500 á dag þurfi aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar Dómsmálaráðherra segir alveg ljóst, að ef það eiga að fara fram fleiri en 500 skimanir á dag fyrir covid-19 á landamærum, þurfi aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar. 28. maí 2020 14:25 Vill að sóttvarnalæknir stýri skimunarverkefninu á Keflavíkurflugvelli Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að bæta þurfi samskipti við heilbrigðisráðuneytið. Hann telur eðlilegt að sóttvarnalæknir hafi yfirumsjón með verkefninu skimunum á Keflavíkurflugvelli. Hann eigi í engri baráttu við sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. 28. maí 2020 14:02 Kári segir líklegt að Íslensk erfðagreining hjálpi til við skimun á landamærum Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kvað það líklegt að til samstarfs Íslenkrar erfðagreiningar og yfirvöldum komi við kórónuveiruskimun á Keflavíkurflugvelli. 28. maí 2020 11:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira
Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum, segir að það séu ekki góð vísindi að taka sýni úr einkennalausum ferðamönnum á landamærunum líkt og fyrirhugað er í júní. Hún var til viðtals í Reykjavík síðdegis. „Það að skima fólk sem er ekki með einkenni eru ekki góð vísindi. Það er mjög hátt hlutfall af falskt neikvæðum sýnum þannig að við munum hvort eð er hleypa til landsins einstaklingum sem hugsanlega eru með veiruna og eru sýktir en eru ekki með jákvætt sýni.“ Orku heilbrigðisstarfsfólks sé betur varið í annað Hún segir að gífurlega mikil orka, fjármunir og vinna hafa farið í að skoða möguleikann á að skima ferðamenn á landamærunum. Áætlanir stjórnvalda um skimun á Keflavíkurflugvelli séu ekki ráðlegar. „Ég held við ættum að íhuga þá orku okkar heilbrigðisstarfsmanna og fjármuni sem muni fara í þetta verkefni sem hugsanlega væri betur varið annars staðar vegna þess að þetta mun ekki koma í veg fyrir að veiran berist til landsins.“ Hún segir að miklar líkur séu á því að jákvæð sýni muni greinast úr einkennalausum ferðamönnum sem mögulega hafi verið veikir fyrir mánuði eða meira, komnir með mótefni og ekki smitandi. „En við þurfum þá að bera ábyrgð á að einangra þá, fæða þá og veita þeim húsnæði í fjórtán daga,“ segir Bryndís sem bendir á þann mikla kostnað sem af því hlýst. Lítið þurfi til að Landspítalinn fari aftur á neyðarstig Bryndís var spurð hvort hún hefði miklar áhyggjur af því að smitum muni taka að fjölga eftir að landið verður opnað í júní. „Það munu koma til Íslands ferðamenn og Íslendingar sem munu bera veiruna í sér. Það er óumflýjanlegt. Það er mikilvægt, finnst mér, að landsmenn átti sig á því að það þarf ekki mikið til að Landspítalinn sé settur aftur á ákveðið viðbúnaðarstig og jafnvel neyðarstig.“ Viðbúnaður á Landspítalanum þegar faraldurinn var í hámarki var gríðarlegur. „Í tvo mánuði þá snerist heilbrigðiskerfið okkar um þessa veiru og allt annað sat á hakanum. Mér finnst mikilvægt að fólk átti sig á því að þessi staða gæti komið upp aftur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir „Verðum að vera nægilega stórar manneskjur til þess að láta þetta ekki snúast um okkur“ Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kveðst ekki hafa staldrað við ummæli Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um hana sem hann lét falla í Kastljósi í gær. 28. maí 2020 18:19 „Alveg ljóst“ að ef skima eigi fleiri en 500 á dag þurfi aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar Dómsmálaráðherra segir alveg ljóst, að ef það eiga að fara fram fleiri en 500 skimanir á dag fyrir covid-19 á landamærum, þurfi aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar. 28. maí 2020 14:25 Vill að sóttvarnalæknir stýri skimunarverkefninu á Keflavíkurflugvelli Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að bæta þurfi samskipti við heilbrigðisráðuneytið. Hann telur eðlilegt að sóttvarnalæknir hafi yfirumsjón með verkefninu skimunum á Keflavíkurflugvelli. Hann eigi í engri baráttu við sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. 28. maí 2020 14:02 Kári segir líklegt að Íslensk erfðagreining hjálpi til við skimun á landamærum Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kvað það líklegt að til samstarfs Íslenkrar erfðagreiningar og yfirvöldum komi við kórónuveiruskimun á Keflavíkurflugvelli. 28. maí 2020 11:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira
„Verðum að vera nægilega stórar manneskjur til þess að láta þetta ekki snúast um okkur“ Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kveðst ekki hafa staldrað við ummæli Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um hana sem hann lét falla í Kastljósi í gær. 28. maí 2020 18:19
„Alveg ljóst“ að ef skima eigi fleiri en 500 á dag þurfi aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar Dómsmálaráðherra segir alveg ljóst, að ef það eiga að fara fram fleiri en 500 skimanir á dag fyrir covid-19 á landamærum, þurfi aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar. 28. maí 2020 14:25
Vill að sóttvarnalæknir stýri skimunarverkefninu á Keflavíkurflugvelli Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að bæta þurfi samskipti við heilbrigðisráðuneytið. Hann telur eðlilegt að sóttvarnalæknir hafi yfirumsjón með verkefninu skimunum á Keflavíkurflugvelli. Hann eigi í engri baráttu við sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. 28. maí 2020 14:02
Kári segir líklegt að Íslensk erfðagreining hjálpi til við skimun á landamærum Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kvað það líklegt að til samstarfs Íslenkrar erfðagreiningar og yfirvöldum komi við kórónuveiruskimun á Keflavíkurflugvelli. 28. maí 2020 11:59