Frestar fundi G7 aftur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. maí 2020 11:03 Donald Trump Bandaríkjaforseti vill gjarnan bjóða Rússa aftur velkomna í hóp G7 ríkjanna auk Indlands, Suður-Kóreu og Ástralíu. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í morgun að hann myndi þrátt fyrir allt fresta fundi G7 ríkjanna í ár fram í september. Trump sagði í síðustu viku að líklegast yrði fundurinn haldinn í Washington, þar sem leiðtogarnir myndu hittast augliti til auglits. Þá segist hann jafnan vilja bjóða fleiri ríkjum að taka þátt í fundinum. G7 fundur þessa árs hefur verið umtalaður en í fyrra, þegar undirbúningur fundarins hófst, vildi forsetinn halda hann í húsnæði golfklúbbsins National Doral Miami, klúbbs í hans eigu. Hann var harðlega gagnrýndur fyrir að ætla að halda fundinn þar og sögðu margir gagnrýnendur mjög óeðlilegt að forsetinn myndi hagnast persónulega á embættisstörfum sínum. Þá var fundinum frestað í byrjun þessa árs eftir að kórónuveirufaraldurinn breiddist út en í síðustu viku kom fram að stefnt væri að því að halda fundinn á Camp David, sumarbústað forsetans rétt fyrir utan Washington borg í lok júní þessa árs. Leiðtogarnir áttu bókaðan fjarfund í júní en Trump telur mikilvægt að þeir hittist augliti til auglits. Angela Merkel Þýskalandsforseti afþakkaði boð forsetans til Bandaríkjanna í ljósi kórónuveirufaraldursins og Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, sagðist tilbúinn að koma til Washington ef aðstæður í ljósi Covid breyttust. Þá sagðist Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sammála Trump með það að mikilvægt væri að leiðtogar G7 ríkjanna hittust augliti til auglits í náinni framtíð. Það verður þó ekki eins og staðan er nú. Löndin sjö sem taka þátt í fundinum eru Bandaríkin, Kanada, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Japan og Bretland en þau eru sjö stærstu hagkerfin í heiminum. Trump segist gjarnan vilja að Rússland, Suður-Kórea, Ástralía og Indland bætist í hópinn. Trump hefur áður lýst því yfir að hann vilji bjóða Rússa aftur velkomna í hópinn en Rússar voru í hópnum, sem þá var kallaður G8, til ársins 2014 en þeim var vísað úr honum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu. Donald Trump Bretland Bandaríkin Kanada Frakkland Þýskaland Japan Ítalía Rússland Indland Ástralía Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í morgun að hann myndi þrátt fyrir allt fresta fundi G7 ríkjanna í ár fram í september. Trump sagði í síðustu viku að líklegast yrði fundurinn haldinn í Washington, þar sem leiðtogarnir myndu hittast augliti til auglits. Þá segist hann jafnan vilja bjóða fleiri ríkjum að taka þátt í fundinum. G7 fundur þessa árs hefur verið umtalaður en í fyrra, þegar undirbúningur fundarins hófst, vildi forsetinn halda hann í húsnæði golfklúbbsins National Doral Miami, klúbbs í hans eigu. Hann var harðlega gagnrýndur fyrir að ætla að halda fundinn þar og sögðu margir gagnrýnendur mjög óeðlilegt að forsetinn myndi hagnast persónulega á embættisstörfum sínum. Þá var fundinum frestað í byrjun þessa árs eftir að kórónuveirufaraldurinn breiddist út en í síðustu viku kom fram að stefnt væri að því að halda fundinn á Camp David, sumarbústað forsetans rétt fyrir utan Washington borg í lok júní þessa árs. Leiðtogarnir áttu bókaðan fjarfund í júní en Trump telur mikilvægt að þeir hittist augliti til auglits. Angela Merkel Þýskalandsforseti afþakkaði boð forsetans til Bandaríkjanna í ljósi kórónuveirufaraldursins og Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, sagðist tilbúinn að koma til Washington ef aðstæður í ljósi Covid breyttust. Þá sagðist Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sammála Trump með það að mikilvægt væri að leiðtogar G7 ríkjanna hittust augliti til auglits í náinni framtíð. Það verður þó ekki eins og staðan er nú. Löndin sjö sem taka þátt í fundinum eru Bandaríkin, Kanada, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Japan og Bretland en þau eru sjö stærstu hagkerfin í heiminum. Trump segist gjarnan vilja að Rússland, Suður-Kórea, Ástralía og Indland bætist í hópinn. Trump hefur áður lýst því yfir að hann vilji bjóða Rússa aftur velkomna í hópinn en Rússar voru í hópnum, sem þá var kallaður G8, til ársins 2014 en þeim var vísað úr honum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu.
Donald Trump Bretland Bandaríkin Kanada Frakkland Þýskaland Japan Ítalía Rússland Indland Ástralía Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Sjá meira