Frestar fundi G7 aftur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. maí 2020 11:03 Donald Trump Bandaríkjaforseti vill gjarnan bjóða Rússa aftur velkomna í hóp G7 ríkjanna auk Indlands, Suður-Kóreu og Ástralíu. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í morgun að hann myndi þrátt fyrir allt fresta fundi G7 ríkjanna í ár fram í september. Trump sagði í síðustu viku að líklegast yrði fundurinn haldinn í Washington, þar sem leiðtogarnir myndu hittast augliti til auglits. Þá segist hann jafnan vilja bjóða fleiri ríkjum að taka þátt í fundinum. G7 fundur þessa árs hefur verið umtalaður en í fyrra, þegar undirbúningur fundarins hófst, vildi forsetinn halda hann í húsnæði golfklúbbsins National Doral Miami, klúbbs í hans eigu. Hann var harðlega gagnrýndur fyrir að ætla að halda fundinn þar og sögðu margir gagnrýnendur mjög óeðlilegt að forsetinn myndi hagnast persónulega á embættisstörfum sínum. Þá var fundinum frestað í byrjun þessa árs eftir að kórónuveirufaraldurinn breiddist út en í síðustu viku kom fram að stefnt væri að því að halda fundinn á Camp David, sumarbústað forsetans rétt fyrir utan Washington borg í lok júní þessa árs. Leiðtogarnir áttu bókaðan fjarfund í júní en Trump telur mikilvægt að þeir hittist augliti til auglits. Angela Merkel Þýskalandsforseti afþakkaði boð forsetans til Bandaríkjanna í ljósi kórónuveirufaraldursins og Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, sagðist tilbúinn að koma til Washington ef aðstæður í ljósi Covid breyttust. Þá sagðist Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sammála Trump með það að mikilvægt væri að leiðtogar G7 ríkjanna hittust augliti til auglits í náinni framtíð. Það verður þó ekki eins og staðan er nú. Löndin sjö sem taka þátt í fundinum eru Bandaríkin, Kanada, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Japan og Bretland en þau eru sjö stærstu hagkerfin í heiminum. Trump segist gjarnan vilja að Rússland, Suður-Kórea, Ástralía og Indland bætist í hópinn. Trump hefur áður lýst því yfir að hann vilji bjóða Rússa aftur velkomna í hópinn en Rússar voru í hópnum, sem þá var kallaður G8, til ársins 2014 en þeim var vísað úr honum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu. Donald Trump Bretland Bandaríkin Kanada Frakkland Þýskaland Japan Ítalía Rússland Indland Ástralía Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í morgun að hann myndi þrátt fyrir allt fresta fundi G7 ríkjanna í ár fram í september. Trump sagði í síðustu viku að líklegast yrði fundurinn haldinn í Washington, þar sem leiðtogarnir myndu hittast augliti til auglits. Þá segist hann jafnan vilja bjóða fleiri ríkjum að taka þátt í fundinum. G7 fundur þessa árs hefur verið umtalaður en í fyrra, þegar undirbúningur fundarins hófst, vildi forsetinn halda hann í húsnæði golfklúbbsins National Doral Miami, klúbbs í hans eigu. Hann var harðlega gagnrýndur fyrir að ætla að halda fundinn þar og sögðu margir gagnrýnendur mjög óeðlilegt að forsetinn myndi hagnast persónulega á embættisstörfum sínum. Þá var fundinum frestað í byrjun þessa árs eftir að kórónuveirufaraldurinn breiddist út en í síðustu viku kom fram að stefnt væri að því að halda fundinn á Camp David, sumarbústað forsetans rétt fyrir utan Washington borg í lok júní þessa árs. Leiðtogarnir áttu bókaðan fjarfund í júní en Trump telur mikilvægt að þeir hittist augliti til auglits. Angela Merkel Þýskalandsforseti afþakkaði boð forsetans til Bandaríkjanna í ljósi kórónuveirufaraldursins og Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, sagðist tilbúinn að koma til Washington ef aðstæður í ljósi Covid breyttust. Þá sagðist Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sammála Trump með það að mikilvægt væri að leiðtogar G7 ríkjanna hittust augliti til auglits í náinni framtíð. Það verður þó ekki eins og staðan er nú. Löndin sjö sem taka þátt í fundinum eru Bandaríkin, Kanada, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Japan og Bretland en þau eru sjö stærstu hagkerfin í heiminum. Trump segist gjarnan vilja að Rússland, Suður-Kórea, Ástralía og Indland bætist í hópinn. Trump hefur áður lýst því yfir að hann vilji bjóða Rússa aftur velkomna í hópinn en Rússar voru í hópnum, sem þá var kallaður G8, til ársins 2014 en þeim var vísað úr honum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu.
Donald Trump Bretland Bandaríkin Kanada Frakkland Þýskaland Japan Ítalía Rússland Indland Ástralía Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira