Fótbolti

Ragnar ekki valinn í fyrsta hóp eftir hlé

Sindri Sverrisson skrifar
Ragnar Sigurðsson hefur verið einn af lykilmönnum íslenska landsliðsins um langt árabil. Hann sneri aftur til FC Köbenhavn í janúar.
Ragnar Sigurðsson hefur verið einn af lykilmönnum íslenska landsliðsins um langt árabil. Hann sneri aftur til FC Köbenhavn í janúar. vísir/Getty

Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson var ekki valinn í fyrsta leikmannahóp FC Köbenhavn í dönsku úrvalsdeildinni eftir hléið vegna kórónuveirufaraldursins.

FCK mætir Lyngby á morgun í sínum fyrsta alvöru leik síðan 12. mars en Ragnar var ekki valinn í átján manna leikmannahóp þjálfarans Ståle Solbakken. Samkvæmt bold.dk er ekki um meiðsli að ræða en þar segir að fjórir leikmenn FCK séu frá keppni vegna meiðsla, og auk þeirra verði Ragnar og Stephan Andersen utan hóps á morgun.

FCK tilkynnti það síðasta þriðjudag að samningurinn sem Ragnar gerði við félagið í janúar, sem renna átti út 30. júní, hefði verið framlengdur til 31. júlí vegna stöðunnar sem kórónuveirufaraldurinn olli.


Tengdar fréttir

„Kannski les hann þá Playboy?“

Liðsfélagar Ragnars Sigurðssonar hjá FC Köbenhavn virðast ekki hafa mikla trú á því að íslenski landsliðsmiðvörðurinn sé lestrarhestur.

Ragnar og fé­lagar taka á sig 20% launa­lækkun

Ragnar Sigurðsson og félagar í danska meistaraliðinu FC Kaupmannahöfn hafa eins og mörg önnur lið í heiminum ákveðið að taka á sig launalækkun vegna kórónuveirunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×