Sancho fagnaði með því að biðja um réttlæti | Samúel ekki í leikmannahóp Paderborn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. maí 2020 18:00 Sancho sést hér fagna fyrra marki sínu í dag. Lars Baron/Getty Images Borussia Dortmund vann öruggan 6-1 útisigur á Paderborn 07 í síðari leik dagsins í þýsku úrvalsdeildinni. Samúel Kári Friðjónsson var ekki í leikmannahópi Paderborn 07 í dag. Jadon Sancho skoraði þrennu í leiknum og fagnaði fyrsta marki sínu með því að fara úr búningnum og sýna skilaboð sem hann hafði skrifað á innanundir treyju sína. Hafði hann skrifað „Justice for George Floyd“ eða „réttlæti fyrir George Floyd.“ Jadon Sancho reveals a 'Justice for George Floyd' shirt after his goal for Dortmund. pic.twitter.com/a3fP7dpnap— B/R Football (@brfootball) May 31, 2020 Fékk hann gult spjald fyrir það að fara úr treyjunni. Dortmund tapaði fyrir Bayern Munich í síðustu umferð og þurfti nauðsynlega á sigri að halda til að eiga einhvern möguleika á að ná Bæjurum. Eftir markalausan fyrri hálfleik þá kom Thorgan Hazard gestunum yfir í upphafi síðari hálfleiks. Það var svo á 57. mínútu leiksins sem Sancho skoraði fyrra mark sitt og reif sig úr treyjunni. Sendi hann þar með sömu skilaboð og Weston McKennie, fyrirliði Schalke 04, og Marcus Thuram, leikmaður Borussia Mönchengladbach. Uwe Huenemeier minnkaði muninn fyrir Paderborn 07 með marki úr vítaspyrnu á 72. mínútu leiksins en Sancho tryggði Dortmund sigurinn með öðru marki sínu og þriðja marki gestanna aðeins tveimur mínútum síðar. Vængbakvörðurinn Achraf Hakimi skoraði fjórða mark gestanna eftir sendingu Marcel Schmelzer, sem var í hinum vængbakverðinum, þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en gestirnir voru hvergi nærri hættir. Hakimi fór sömu leið og Sancho þegar kom að fagna marki sínu. Achraf Hakimi and Jadon Sancho both revealed 'Justice For George Floyd' shirts in Dortmund's 6-1 win over Paderborn. pic.twitter.com/k9vx4etswj— B/R Football (@brfootball) May 31, 2020 Schmelzer bætti við marki undir lok venjulegs leiktíma og í uppbótartíma gulltryggði Sancho þrennu sína. Lokatölur því 6-1 í hreint út sagt ótrúlegum síðari hálfleik. Dortmund er nú með 60 stig í 2. sæti, sjö stigum á eftir toppliði Bayern. Paderborn 07 er sem fyrr á botni deildarinnar með 19 stig, níu stigum frá öruggu sæti. Fótbolti Þýski boltinn Dauði George Floyd Tengdar fréttir Fagnaði með því að „taka hné“ | Gladbach aðeins stigi á eftir Dortmund Einn markaskorara Mönchengladbach fagnaði með því að „taka hné.“ 31. maí 2020 15:35 Fyrirliði Schalke 04 vill réttlæti í máli George Floyd Weston McKennie, fyrirliði Schalke 04, í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu vill réttlæti fyrir George Floyd sem var myrtur af lögreglunni í Minneapolis í Bandaríkjunum á dögunum. 30. maí 2020 20:45 Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Sjá meira
Borussia Dortmund vann öruggan 6-1 útisigur á Paderborn 07 í síðari leik dagsins í þýsku úrvalsdeildinni. Samúel Kári Friðjónsson var ekki í leikmannahópi Paderborn 07 í dag. Jadon Sancho skoraði þrennu í leiknum og fagnaði fyrsta marki sínu með því að fara úr búningnum og sýna skilaboð sem hann hafði skrifað á innanundir treyju sína. Hafði hann skrifað „Justice for George Floyd“ eða „réttlæti fyrir George Floyd.“ Jadon Sancho reveals a 'Justice for George Floyd' shirt after his goal for Dortmund. pic.twitter.com/a3fP7dpnap— B/R Football (@brfootball) May 31, 2020 Fékk hann gult spjald fyrir það að fara úr treyjunni. Dortmund tapaði fyrir Bayern Munich í síðustu umferð og þurfti nauðsynlega á sigri að halda til að eiga einhvern möguleika á að ná Bæjurum. Eftir markalausan fyrri hálfleik þá kom Thorgan Hazard gestunum yfir í upphafi síðari hálfleiks. Það var svo á 57. mínútu leiksins sem Sancho skoraði fyrra mark sitt og reif sig úr treyjunni. Sendi hann þar með sömu skilaboð og Weston McKennie, fyrirliði Schalke 04, og Marcus Thuram, leikmaður Borussia Mönchengladbach. Uwe Huenemeier minnkaði muninn fyrir Paderborn 07 með marki úr vítaspyrnu á 72. mínútu leiksins en Sancho tryggði Dortmund sigurinn með öðru marki sínu og þriðja marki gestanna aðeins tveimur mínútum síðar. Vængbakvörðurinn Achraf Hakimi skoraði fjórða mark gestanna eftir sendingu Marcel Schmelzer, sem var í hinum vængbakverðinum, þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en gestirnir voru hvergi nærri hættir. Hakimi fór sömu leið og Sancho þegar kom að fagna marki sínu. Achraf Hakimi and Jadon Sancho both revealed 'Justice For George Floyd' shirts in Dortmund's 6-1 win over Paderborn. pic.twitter.com/k9vx4etswj— B/R Football (@brfootball) May 31, 2020 Schmelzer bætti við marki undir lok venjulegs leiktíma og í uppbótartíma gulltryggði Sancho þrennu sína. Lokatölur því 6-1 í hreint út sagt ótrúlegum síðari hálfleik. Dortmund er nú með 60 stig í 2. sæti, sjö stigum á eftir toppliði Bayern. Paderborn 07 er sem fyrr á botni deildarinnar með 19 stig, níu stigum frá öruggu sæti.
Fótbolti Þýski boltinn Dauði George Floyd Tengdar fréttir Fagnaði með því að „taka hné“ | Gladbach aðeins stigi á eftir Dortmund Einn markaskorara Mönchengladbach fagnaði með því að „taka hné.“ 31. maí 2020 15:35 Fyrirliði Schalke 04 vill réttlæti í máli George Floyd Weston McKennie, fyrirliði Schalke 04, í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu vill réttlæti fyrir George Floyd sem var myrtur af lögreglunni í Minneapolis í Bandaríkjunum á dögunum. 30. maí 2020 20:45 Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Sjá meira
Fagnaði með því að „taka hné“ | Gladbach aðeins stigi á eftir Dortmund Einn markaskorara Mönchengladbach fagnaði með því að „taka hné.“ 31. maí 2020 15:35
Fyrirliði Schalke 04 vill réttlæti í máli George Floyd Weston McKennie, fyrirliði Schalke 04, í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu vill réttlæti fyrir George Floyd sem var myrtur af lögreglunni í Minneapolis í Bandaríkjunum á dögunum. 30. maí 2020 20:45