Jadon Sancho skoraði þrennu í stórsigri Borussia Dortmund á Paderborn 07 í þýsku úrvalsdeildinni í gær. Hann naut þó ekki augnabliksins eins og hann vildi. Eftir markalausan fyrri hálfleik þá settu Dortmund einfaldlega í fluggírinn í síðari hálfleik og skoruðu sex mörk.
„Fyrsta þrennan sem atvinnumaður. Súrsætt augnablik persónulega þar sem það eru mikilvægari hlutir í gangi í heiminum sem við verðum að horfast í augu við og reyna að breyta. Við höfum farið í gegnum svo mikið saman og barist fyrir jafnrétti. Við erum sterkari saman,“ sagði Sancho á Twitter-síðu sinni.
First professional hat trick . A bittersweet moment personally as there are more important things going on in the world today that we must address and help make a change. We have to come together as one & fight for justice. We are stronger together! #JusticeForGeorgeFloyd pic.twitter.com/ntOtwOySCO
— Jadon Sancho (@Sanchooo10) May 31, 2020
Sancho hefur átt frábært tímabil í liði Dortmund en þessi tvítugi leikmaður hefur skorað sautján mörk ásamt því að leggja upp önnur sextán. Aðeins Ciro Immobile, leikmaður Lazio, hefur komið að fleiri mörkum en Sancho í stærstu fimm deildum Evrópu á tímabilinu.