Lætur ekki íslensk stjórnvöld stjórna lund sinni Jakob Bjarnar skrifar 3. júní 2020 14:05 Helgi segir að til tíðinda hafi dregið í Samherjamálinu í Namibíu í morgun en hann, ásamt Aðalsteini Kjartanssyni og Stefáni Drengssyni hlutu alþjóðlega viðurkenningu í dag fyrir umfjöllun sína um málið sem dregið hefur dilk á eftir sér. Í Namibíu en rólegra er yfir því hér á Íslandi. Blaðamennirnir Helgi Seljan og Aðalsteinn Kjartansson auk Stefáns Drengssonar framleiðanda hlutu nýverið sérstök heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi umfjöllun í máli sem á Íslandi hefur gengið undir nafninu Samherjaskjölin. Að auki hlaut Fisayo Soyombo, sem skrifar frá Namibíu, verðlaun af sama tilefni. Um er að ræða hin virtu WJP Anthony Lewis-verðlaun. Helgi Seljan, segir í samtali við Vísi, þetta afar ánægjulegt fyrir þá. „Fínn hópur að tilheyra. Svona verðlaun og viðurkenningar eru auðvitað óskaplegt hjóm, svona þar til maður fær þau sjálfur. Þá eru þau hvatning,“ segir Helgi. Namibísk yfirvöld óska eftir aðstoð Interpol Um er að ræða verðlaun sem veitt eru sérstaklega fyrir umfjöllun um lögfræðileg álitaefni. „Já eða málefni sem varða lögbrot og það að lögum æ fylgt,“ segir Helgi. En Lewis-verðlaunin snúa að umfjöllun um málefni sem varða lög í tengslum við mannréttindi, aðgengi að lögfræðilegri úrlausn í málum er varða spillingu stjórnvalda og sjálfstæði dómsstóla svo fátt eitt sé nefnt. Helgi og Aðalsteinn. Umfjöllun þeirra um umsvif Samherja í Namibíu hafa vakið mikla athygli og lof víða á bæjum.visir/vilhelm Verðlaunin verða hugsanlega til að stugga við því máli sem opnað var upp á gátt í umfjöllun um Samherjaskjölin af þeim Helga, Aðalsteini og Stefáni. En, það virðist reyndar sofnað svefninum langa. Eða hvað? „Það er auðvitað á sinni leið - í það minnsta í Namibíu,“ segir Helgi og bendir til að mynda á umfjöllun Informanté í Namibíu í morgun. Síðast í morgun var lausn sjömenninganna sem sitja þar inni, vegna ásakana um spillt viðskiptasamband sitt við Samherja, hafnað. Bréfið sem Helga barst þar sem tilkynnt var um að þeir félagar hlytu sérstök heiðursverðlaun fyrir umfjöllun sína. Þar kom ennfremur fram að namibísk yfirvöld hefðu óskað formlegrar atbeina Interpol að málinu, sem sagt er teygja sig til níu þjóðlanda. Hér er rannsóknin, eftir því sem mér skilst, í gangi, en skemur á veg komin.“ Réttlætinu úthlutað eftir torkennilegum leiðum En, fátt að frétta á Íslandi? „Það er svo alltaf fátt að frétta af svona rannsóknum, þar til dregur til tíðinda. Og það hlýtur að styttast í það.“ Nú má segja að tragedían í blaðamennsku sé sú að menn keppast við að afhjúpa skandala og svínarí samviskusamlega, leggja allt undir en svo gerist ekki neitt. Er þetta eitthvað sem þú hefur mátt eiga við, depurð sem fylgir slíkri stöðu? „Ég hef vissulega reglulega glímt við depurð. En aldrei verið svo illa fyrir mér komið að láta lund mína stjórnast af úthlutun íslenskra stjórnvalda á réttlæti, hvað þá því hvernig þessu réttlæti er úthlutað milli mismunandi manna. Svo nei.“ Fjölmiðlar Samherjaskjölin Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Blaðamennirnir Helgi Seljan og Aðalsteinn Kjartansson auk Stefáns Drengssonar framleiðanda hlutu nýverið sérstök heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi umfjöllun í máli sem á Íslandi hefur gengið undir nafninu Samherjaskjölin. Að auki hlaut Fisayo Soyombo, sem skrifar frá Namibíu, verðlaun af sama tilefni. Um er að ræða hin virtu WJP Anthony Lewis-verðlaun. Helgi Seljan, segir í samtali við Vísi, þetta afar ánægjulegt fyrir þá. „Fínn hópur að tilheyra. Svona verðlaun og viðurkenningar eru auðvitað óskaplegt hjóm, svona þar til maður fær þau sjálfur. Þá eru þau hvatning,“ segir Helgi. Namibísk yfirvöld óska eftir aðstoð Interpol Um er að ræða verðlaun sem veitt eru sérstaklega fyrir umfjöllun um lögfræðileg álitaefni. „Já eða málefni sem varða lögbrot og það að lögum æ fylgt,“ segir Helgi. En Lewis-verðlaunin snúa að umfjöllun um málefni sem varða lög í tengslum við mannréttindi, aðgengi að lögfræðilegri úrlausn í málum er varða spillingu stjórnvalda og sjálfstæði dómsstóla svo fátt eitt sé nefnt. Helgi og Aðalsteinn. Umfjöllun þeirra um umsvif Samherja í Namibíu hafa vakið mikla athygli og lof víða á bæjum.visir/vilhelm Verðlaunin verða hugsanlega til að stugga við því máli sem opnað var upp á gátt í umfjöllun um Samherjaskjölin af þeim Helga, Aðalsteini og Stefáni. En, það virðist reyndar sofnað svefninum langa. Eða hvað? „Það er auðvitað á sinni leið - í það minnsta í Namibíu,“ segir Helgi og bendir til að mynda á umfjöllun Informanté í Namibíu í morgun. Síðast í morgun var lausn sjömenninganna sem sitja þar inni, vegna ásakana um spillt viðskiptasamband sitt við Samherja, hafnað. Bréfið sem Helga barst þar sem tilkynnt var um að þeir félagar hlytu sérstök heiðursverðlaun fyrir umfjöllun sína. Þar kom ennfremur fram að namibísk yfirvöld hefðu óskað formlegrar atbeina Interpol að málinu, sem sagt er teygja sig til níu þjóðlanda. Hér er rannsóknin, eftir því sem mér skilst, í gangi, en skemur á veg komin.“ Réttlætinu úthlutað eftir torkennilegum leiðum En, fátt að frétta á Íslandi? „Það er svo alltaf fátt að frétta af svona rannsóknum, þar til dregur til tíðinda. Og það hlýtur að styttast í það.“ Nú má segja að tragedían í blaðamennsku sé sú að menn keppast við að afhjúpa skandala og svínarí samviskusamlega, leggja allt undir en svo gerist ekki neitt. Er þetta eitthvað sem þú hefur mátt eiga við, depurð sem fylgir slíkri stöðu? „Ég hef vissulega reglulega glímt við depurð. En aldrei verið svo illa fyrir mér komið að láta lund mína stjórnast af úthlutun íslenskra stjórnvalda á réttlæti, hvað þá því hvernig þessu réttlæti er úthlutað milli mismunandi manna. Svo nei.“
Fjölmiðlar Samherjaskjölin Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira