Telja Bruno lykilinn að ná því besta úr Pogba Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júní 2020 09:30 Paul Pogba er við það að snúa aftur í lið Manchester United. EPA-EFE/WILL OLIVER Enski miðillinn Dailymail greinir frá því að þeir sem öllu stjórna hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United vonist til þess að innkoma Bruno Fernandes í liðið muni ná því besta úr franska miðvallarleikmanninum Paul Pogba. Í kjölfarið vonast forráðamenn félagsins að Pogba skrifi undir nýjan samning. EXCLUSIVE: Manchester United believe Bruno Fernandes partnership could bring Paul Pogba to life...and persuade him to sign a new CONTRACT | @SamiMokbel81_DM https://t.co/RIPjmIQyD5— MailOnline Sport (@MailSport) June 4, 2020 Pogba hefur verið að glíma við meiðsli nær allt tímabilið og þurfti að fara í aðgerð á ökkla fyrr í vetur. Nú er hann loks orðinn leikfær og ætti að ná endaspretti ensku úrvalsdeildarinnar þar sem deildinni var frestað vegna kórónufaraldursins. Enska úrvalsdeildin fer af stað þann 17. júní næstkomandi og stefnt er að því að ljúka henni helgina 25. til 26. júlí. Það verður því leikið þétt. Pogba hefur verið orðaður frá Old Trafford nánast frá því hann gekk aftur í raðir félagsins frá ítalska stórliðinu Juventus sumarið 2016. Nú segja heimildir Dailymail að Portúgalinn Fernandes sé lykillinn að því að Pogba spili eins og hann best getur. Þá er talið að forráðamenn United vilji framlengja samning miðjumannsins þar sem hann rennur út sumarið 2021. United hefur þó alltaf möguleikann á að framlengja samninginn um ár. Man United er sem stendur í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 45 stig þegar 29 umferðum er lokið. Félagið var á góðu skriði áður en öllu var skellt í lás vegna kórónuveirunnar, þar spilaði Fernandes stórt hlutverk en hann hefur blómstrað í rauða hluta Manchester-borgar. Nú bíða stuðningsmenn Man Utd, allavega sumir, með vatn í munninum eftir því að sjá Bruno og Pogba leika listir sínar saman á miðju félagsins. Þá er Marcus Rashford einnig orðinn leikfær eftir meiðsli í baki og verður áhugavert að sjá hvort liðið nái að klífa upp töfluna í þeim níu umferðum sem eru eftir. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Enska úrvalsdeildin staðfestir fimm skiptingar og níu varamenn Þegar enska úrvalsdeildin fer af stað að nýju mega liðin hafa níu varamenn og skipta fimm leikmönnum inn á. 4. júní 2020 14:00 Saúl fer ekki fet | Stofnaði íþróttafélag með bræðrum sínum Knattspyrnuheimurinn beið í ofvæni eftir að Saúl tilkynnti ákvörðun sína. 3. júní 2020 15:30 Man. City hefur engar áhyggjur af áhuga Man. United á Raheem Sterling Raheem Sterling var orðaður við Manchester United í byrjun vikunnar en félagið hans í dag, Manchester City, er langt frá því að fara á taugum vegna þess. 3. júní 2020 15:00 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Sjá meira
Enski miðillinn Dailymail greinir frá því að þeir sem öllu stjórna hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United vonist til þess að innkoma Bruno Fernandes í liðið muni ná því besta úr franska miðvallarleikmanninum Paul Pogba. Í kjölfarið vonast forráðamenn félagsins að Pogba skrifi undir nýjan samning. EXCLUSIVE: Manchester United believe Bruno Fernandes partnership could bring Paul Pogba to life...and persuade him to sign a new CONTRACT | @SamiMokbel81_DM https://t.co/RIPjmIQyD5— MailOnline Sport (@MailSport) June 4, 2020 Pogba hefur verið að glíma við meiðsli nær allt tímabilið og þurfti að fara í aðgerð á ökkla fyrr í vetur. Nú er hann loks orðinn leikfær og ætti að ná endaspretti ensku úrvalsdeildarinnar þar sem deildinni var frestað vegna kórónufaraldursins. Enska úrvalsdeildin fer af stað þann 17. júní næstkomandi og stefnt er að því að ljúka henni helgina 25. til 26. júlí. Það verður því leikið þétt. Pogba hefur verið orðaður frá Old Trafford nánast frá því hann gekk aftur í raðir félagsins frá ítalska stórliðinu Juventus sumarið 2016. Nú segja heimildir Dailymail að Portúgalinn Fernandes sé lykillinn að því að Pogba spili eins og hann best getur. Þá er talið að forráðamenn United vilji framlengja samning miðjumannsins þar sem hann rennur út sumarið 2021. United hefur þó alltaf möguleikann á að framlengja samninginn um ár. Man United er sem stendur í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 45 stig þegar 29 umferðum er lokið. Félagið var á góðu skriði áður en öllu var skellt í lás vegna kórónuveirunnar, þar spilaði Fernandes stórt hlutverk en hann hefur blómstrað í rauða hluta Manchester-borgar. Nú bíða stuðningsmenn Man Utd, allavega sumir, með vatn í munninum eftir því að sjá Bruno og Pogba leika listir sínar saman á miðju félagsins. Þá er Marcus Rashford einnig orðinn leikfær eftir meiðsli í baki og verður áhugavert að sjá hvort liðið nái að klífa upp töfluna í þeim níu umferðum sem eru eftir.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Enska úrvalsdeildin staðfestir fimm skiptingar og níu varamenn Þegar enska úrvalsdeildin fer af stað að nýju mega liðin hafa níu varamenn og skipta fimm leikmönnum inn á. 4. júní 2020 14:00 Saúl fer ekki fet | Stofnaði íþróttafélag með bræðrum sínum Knattspyrnuheimurinn beið í ofvæni eftir að Saúl tilkynnti ákvörðun sína. 3. júní 2020 15:30 Man. City hefur engar áhyggjur af áhuga Man. United á Raheem Sterling Raheem Sterling var orðaður við Manchester United í byrjun vikunnar en félagið hans í dag, Manchester City, er langt frá því að fara á taugum vegna þess. 3. júní 2020 15:00 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Sjá meira
Enska úrvalsdeildin staðfestir fimm skiptingar og níu varamenn Þegar enska úrvalsdeildin fer af stað að nýju mega liðin hafa níu varamenn og skipta fimm leikmönnum inn á. 4. júní 2020 14:00
Saúl fer ekki fet | Stofnaði íþróttafélag með bræðrum sínum Knattspyrnuheimurinn beið í ofvæni eftir að Saúl tilkynnti ákvörðun sína. 3. júní 2020 15:30
Man. City hefur engar áhyggjur af áhuga Man. United á Raheem Sterling Raheem Sterling var orðaður við Manchester United í byrjun vikunnar en félagið hans í dag, Manchester City, er langt frá því að fara á taugum vegna þess. 3. júní 2020 15:00