Tripical-deilan komin á borð lögmanna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. júní 2020 21:00 Elísabet Agnarsdóttir er eigandi Tripical. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical er ósammála um að henni beri skylda að endurgreiða nemendum Menntaskólans á Akureyri útskriftarferð þeirra. Málið er komið í hendur lögmanna og foreldri skoðar að höfða dómsmál. Í gær sendi Tripical póst á útskriftarnema við MA þar sem fram kom að þeir hefðu sólarhring til að ákveða hvort þeir væru reiðubúnir til að fara í áætlaða útskriftaferð til Ítalíu næstkomandi mánudag. Nemendurnir höfðu ekki gert ráð fyrir öðru en að hætt yrði við ferðina vegna kórónuveirufaraldursins. Í nóvember bókuðu og greiddu hátt í 180 nemendur skólans útskriftarferð til Ítalíu þann 8. júní í gegnum Tripical. Greiddi hver og einn nemandi 200 þúsund krónur fyrir. Davíð Rúnar Gunnarsson er foreldri nemanda í Menntaskólanum á AkureyriSKJÁSKOT ÚR FRÉTT „Þarna erum við að tala um krakka sem eru jafnvel búnir að spara fram og til baka í allan vetur. Eru í aukavinnu og öðru. Þegar heimsfaraldurinn stóð sem hæst þá sá maður að ekki yrði farið í þessa ferð,“ sagði Davíð Rúnar Gunnarsson, foreldri nemanda Menntaskólans á Akureyri. Í pósti sem Tripical sendi útskriftarnemum í dag kemur fram að ferðaskrifstofunni sé mögulegt að efna samninginn með brottför á morgun sé það vilji hópsins. Póstur sem Tripical sendi á nemendur Menntaskólans á Akureyri í dag.SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Eigandi Tripical segir ljóst eftir daginn að það sé ekki vilji hópsins að fara í ferðina. Því bjóði Tripical upp á aðra kosti, m.a. inneign. „Á meðan við getum efnt okkar samninga þá getum við ekki og erum við ekki að fara að endurgreiða,“ sagði Elísabet Agnarsdóttir, eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical. Þau telja að það sé skýlaus réttur til endurgreiðslu, ert þú ósammála því? „Við erum ósammála því. Okkar lögmenn eru ósammála því. Á meðan við getum efnt ferðina,“ sagði Elísabet. Elísabet segir að MA sé ekki eini skólinn sem á bókaða útskriftarferð í gegnum ferðaskrifstofuna. Gæti þurfi hagsmuna allra. Ef endurgreiða ætti öllum nemendum færi ferðaskrifstofan í þrot. „Það eru tveir ef ekki þrír lögfræingar sem eru búnir að hafa samband við okkur og vilja taka málið að sér,“ sagði Davíð. Þú segist klár í slaginn. Kemur til greina að höfða dómmál? „Að sjálfsögðu,“ sagði Davíð. Hilmar Garðar Þorsteinsson, lögmaður á Málsvara Lögmannsstofu hefur tekið að sér að endurheimta greiðslur fyrir hönd systkina í skólanum. Hefur hann sent út stefnuviðvörun. Ef ekki verður endurgreitt verður málinu stefnt fyrir dóm. „Við þurfum bara að taka því. Ég skil þessa foreldra vel. Dómstólar eða lögmenn verða bara að finna út úr því,“ sagði Elísabet. Akureyri Ferðamennska á Íslandi Neytendur Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Tripical mun ekki endurgreiða nemendum MA vegna útskriftarferðar Ferðaskrifstofan Tripical mun ekki endurgreiða nemendum Menntaskólans á Akureyri vegna útskriftarferðar sem raskaðist vegna heimsfaraldurs. Formaður neytendasamtakanna segir að ferðaskrifstofunni beri að endurgreiða nemendum ferðina. Ferðafélag Menntaskólans á Akureyri hefur sett sig í samband við lögfræðing. 5. júní 2020 12:04 Fá minna en sólarhring til að ákveða hvort þau vilji fara í útskriftarferð til Ítalíu á mánudag Ferðaskrifstofan Tripical hefur gefið útskriftarnemendum við Menntaskólann á Akureyri minna en sólarhring til að ákveða hvort þau séu reiðubúinn til þess að fara í áætlaða útskriftaferð til Ítalíu næstkomandi mánudag 4. júní 2020 21:18 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical er ósammála um að henni beri skylda að endurgreiða nemendum Menntaskólans á Akureyri útskriftarferð þeirra. Málið er komið í hendur lögmanna og foreldri skoðar að höfða dómsmál. Í gær sendi Tripical póst á útskriftarnema við MA þar sem fram kom að þeir hefðu sólarhring til að ákveða hvort þeir væru reiðubúnir til að fara í áætlaða útskriftaferð til Ítalíu næstkomandi mánudag. Nemendurnir höfðu ekki gert ráð fyrir öðru en að hætt yrði við ferðina vegna kórónuveirufaraldursins. Í nóvember bókuðu og greiddu hátt í 180 nemendur skólans útskriftarferð til Ítalíu þann 8. júní í gegnum Tripical. Greiddi hver og einn nemandi 200 þúsund krónur fyrir. Davíð Rúnar Gunnarsson er foreldri nemanda í Menntaskólanum á AkureyriSKJÁSKOT ÚR FRÉTT „Þarna erum við að tala um krakka sem eru jafnvel búnir að spara fram og til baka í allan vetur. Eru í aukavinnu og öðru. Þegar heimsfaraldurinn stóð sem hæst þá sá maður að ekki yrði farið í þessa ferð,“ sagði Davíð Rúnar Gunnarsson, foreldri nemanda Menntaskólans á Akureyri. Í pósti sem Tripical sendi útskriftarnemum í dag kemur fram að ferðaskrifstofunni sé mögulegt að efna samninginn með brottför á morgun sé það vilji hópsins. Póstur sem Tripical sendi á nemendur Menntaskólans á Akureyri í dag.SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Eigandi Tripical segir ljóst eftir daginn að það sé ekki vilji hópsins að fara í ferðina. Því bjóði Tripical upp á aðra kosti, m.a. inneign. „Á meðan við getum efnt okkar samninga þá getum við ekki og erum við ekki að fara að endurgreiða,“ sagði Elísabet Agnarsdóttir, eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical. Þau telja að það sé skýlaus réttur til endurgreiðslu, ert þú ósammála því? „Við erum ósammála því. Okkar lögmenn eru ósammála því. Á meðan við getum efnt ferðina,“ sagði Elísabet. Elísabet segir að MA sé ekki eini skólinn sem á bókaða útskriftarferð í gegnum ferðaskrifstofuna. Gæti þurfi hagsmuna allra. Ef endurgreiða ætti öllum nemendum færi ferðaskrifstofan í þrot. „Það eru tveir ef ekki þrír lögfræingar sem eru búnir að hafa samband við okkur og vilja taka málið að sér,“ sagði Davíð. Þú segist klár í slaginn. Kemur til greina að höfða dómmál? „Að sjálfsögðu,“ sagði Davíð. Hilmar Garðar Þorsteinsson, lögmaður á Málsvara Lögmannsstofu hefur tekið að sér að endurheimta greiðslur fyrir hönd systkina í skólanum. Hefur hann sent út stefnuviðvörun. Ef ekki verður endurgreitt verður málinu stefnt fyrir dóm. „Við þurfum bara að taka því. Ég skil þessa foreldra vel. Dómstólar eða lögmenn verða bara að finna út úr því,“ sagði Elísabet.
Akureyri Ferðamennska á Íslandi Neytendur Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Tripical mun ekki endurgreiða nemendum MA vegna útskriftarferðar Ferðaskrifstofan Tripical mun ekki endurgreiða nemendum Menntaskólans á Akureyri vegna útskriftarferðar sem raskaðist vegna heimsfaraldurs. Formaður neytendasamtakanna segir að ferðaskrifstofunni beri að endurgreiða nemendum ferðina. Ferðafélag Menntaskólans á Akureyri hefur sett sig í samband við lögfræðing. 5. júní 2020 12:04 Fá minna en sólarhring til að ákveða hvort þau vilji fara í útskriftarferð til Ítalíu á mánudag Ferðaskrifstofan Tripical hefur gefið útskriftarnemendum við Menntaskólann á Akureyri minna en sólarhring til að ákveða hvort þau séu reiðubúinn til þess að fara í áætlaða útskriftaferð til Ítalíu næstkomandi mánudag 4. júní 2020 21:18 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tripical mun ekki endurgreiða nemendum MA vegna útskriftarferðar Ferðaskrifstofan Tripical mun ekki endurgreiða nemendum Menntaskólans á Akureyri vegna útskriftarferðar sem raskaðist vegna heimsfaraldurs. Formaður neytendasamtakanna segir að ferðaskrifstofunni beri að endurgreiða nemendum ferðina. Ferðafélag Menntaskólans á Akureyri hefur sett sig í samband við lögfræðing. 5. júní 2020 12:04
Fá minna en sólarhring til að ákveða hvort þau vilji fara í útskriftarferð til Ítalíu á mánudag Ferðaskrifstofan Tripical hefur gefið útskriftarnemendum við Menntaskólann á Akureyri minna en sólarhring til að ákveða hvort þau séu reiðubúinn til þess að fara í áætlaða útskriftaferð til Ítalíu næstkomandi mánudag 4. júní 2020 21:18
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“