Bjóða enska boltann á þúsund krónur í kjölfar úrskurðar Samkeppniseftirlitsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. júní 2020 09:01 Sýn kvartaði til Samkeppniseftirlitsins vegna verðlagningar símans vorið 2019. Vísir/Samsett Vodafone hefur brugðist við úrskurði Samkeppniseftirlitsins, þar sem Síminn var sektaður um 500 milljónir króna fyrir brot gegn skilyrði í sáttum við eftirlitið, með því að bjóða viðskiptavinum sínum upp á Enska boltann á 1000 krónur á mánuði út yfirstandandi keppnistímabil. Samkeppniseftirlitið taldi að með því að bjóða Heimilispakkann (með margvíslegri fjarskiptaþjónustu) og Símann Sport/Enska boltann (línulegt áskriftarsjónvarp) með miklum verðmun og ólíkum viðskiptakjörum, eftir því hvort umrædd þjónusta og þá sérstaklega Enski boltinn var seld saman eða sitt í hvoru lagi, hafi Síminn brotið gegn áðurnefndri 3. gr. sáttar Samkeppniseftirlitsins frá 15. apríl 2015.“ Síminn bauð þannig Enska boltann á mun betri kjörum fyrir þá sem þegar voru í viðskiptum við fyrirtækið. Sýn kvartaði til Samkeppniseftirlitsins vorið 2019. Í kvörtuninni var því haldið fram að verðlagning, kynning og skilmálar á fjarskipta- og sjónvarpsþjónustu Símans, einkum enska boltanum, hafi falið í sér mjög alvarlegar samkeppnishömlur. Í tilkynningu frá Vodafone, sem send var út í morgun, kemur fram að nú verði Enski boltinn einnig á 1000 krónur fyrir viðskiptavini fyrirtækisins. Eins hefur verið óskað eftir því að Síminn breyti verðlagningu sinni þannig að hægt verði að bjóða neytendum Enska boltann á 1000 krónur á mánuði á næsta keppnistímabili. „Það skal tekið fram að verð Símans á þjónustunni sem hluti af eigin vöruframboði er mun lægra en núgildandi heildsöluverð til Vodafone. Hefur Samkeppniseftirlitið komist að þeirri niðurstöðu að þetta leggi stein í götu keppinauta Símans. Af þeim sökum hefur Vodafone óskað eftir því að Síminn breyti heildsöluverðlagningu sinni þannig að unnt verði að bjóða neytendum Enska boltann á kr. 1000 á mánuði einnig á næsta keppnistímabili án þess að umtalsvert tap hljótist af,“ segir í tilkynningunni. Vert er að taka fram að bæði Vodafone og Vísir eru í eigu sama fyrirtækis, Sýnar hf. Samkeppnismál Fjarskipti Fjölmiðlar Enski boltinn Neytendur Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir vegna enska boltans Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að sekta Símann um 500 milljónir króna fyrir brot gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur gert við eftirlitið á undanförnum árum. 28. maí 2020 20:15 Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Sjá meira
Vodafone hefur brugðist við úrskurði Samkeppniseftirlitsins, þar sem Síminn var sektaður um 500 milljónir króna fyrir brot gegn skilyrði í sáttum við eftirlitið, með því að bjóða viðskiptavinum sínum upp á Enska boltann á 1000 krónur á mánuði út yfirstandandi keppnistímabil. Samkeppniseftirlitið taldi að með því að bjóða Heimilispakkann (með margvíslegri fjarskiptaþjónustu) og Símann Sport/Enska boltann (línulegt áskriftarsjónvarp) með miklum verðmun og ólíkum viðskiptakjörum, eftir því hvort umrædd þjónusta og þá sérstaklega Enski boltinn var seld saman eða sitt í hvoru lagi, hafi Síminn brotið gegn áðurnefndri 3. gr. sáttar Samkeppniseftirlitsins frá 15. apríl 2015.“ Síminn bauð þannig Enska boltann á mun betri kjörum fyrir þá sem þegar voru í viðskiptum við fyrirtækið. Sýn kvartaði til Samkeppniseftirlitsins vorið 2019. Í kvörtuninni var því haldið fram að verðlagning, kynning og skilmálar á fjarskipta- og sjónvarpsþjónustu Símans, einkum enska boltanum, hafi falið í sér mjög alvarlegar samkeppnishömlur. Í tilkynningu frá Vodafone, sem send var út í morgun, kemur fram að nú verði Enski boltinn einnig á 1000 krónur fyrir viðskiptavini fyrirtækisins. Eins hefur verið óskað eftir því að Síminn breyti verðlagningu sinni þannig að hægt verði að bjóða neytendum Enska boltann á 1000 krónur á mánuði á næsta keppnistímabili. „Það skal tekið fram að verð Símans á þjónustunni sem hluti af eigin vöruframboði er mun lægra en núgildandi heildsöluverð til Vodafone. Hefur Samkeppniseftirlitið komist að þeirri niðurstöðu að þetta leggi stein í götu keppinauta Símans. Af þeim sökum hefur Vodafone óskað eftir því að Síminn breyti heildsöluverðlagningu sinni þannig að unnt verði að bjóða neytendum Enska boltann á kr. 1000 á mánuði einnig á næsta keppnistímabili án þess að umtalsvert tap hljótist af,“ segir í tilkynningunni. Vert er að taka fram að bæði Vodafone og Vísir eru í eigu sama fyrirtækis, Sýnar hf.
Samkeppnismál Fjarskipti Fjölmiðlar Enski boltinn Neytendur Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir vegna enska boltans Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að sekta Símann um 500 milljónir króna fyrir brot gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur gert við eftirlitið á undanförnum árum. 28. maí 2020 20:15 Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Sjá meira
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir vegna enska boltans Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að sekta Símann um 500 milljónir króna fyrir brot gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur gert við eftirlitið á undanförnum árum. 28. maí 2020 20:15