Fótbolti

Búið spil hjá Kristali og FCK

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kristall Ingason í treyju Íslands en hann hefur leikið fjölmarga leiki fyrir yngri landslið Íslands.
Kristall Ingason í treyju Íslands en hann hefur leikið fjölmarga leiki fyrir yngri landslið Íslands. vísir/getty

Kristall Máni Ingason mun ekki spila fleiri leiki fyrir danska stórliðið FCK ef marka má fréttir danskra miðla.

FCK leigði í síðustu viku Kristal til Íslands þar sem hann mun spila með bikarmeisturum Víkings í Pepsi Max-deildinni út leiktíðia.

Danskir miðlar segja frá því að þetta marki þar með endalok Kristals á sínum ferli hjá FCK en núverandi samningur hans við félagið rennur út í desember á þessu ári. Hann verður ekki framlengdur.

Hinn 18 ára gamli Kristall hefur verið fastamaður í liði U19-ára liði FCK það sem af er leiktíðinni og hefur spilað í varaliðsdeildinni en ekki náð leik með aðalliði félagsins.

Hann kom til félagsins í janúar 2018 og hefur verið notaður sem hægri bakvörður en hér á Íslandi hefur hann spilað framar á vellinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×