Víkingar sakna Guðmundar: „Hver getur skorað þarna annar en Óttar?“ Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2020 09:30 Guðmundur Andri Tryggvason var Víkingum afar mikilvægur í fyrra. VÍSIR/VILHELM „Hver getur skorað þarna annar en Óttar?“ spurðu sérfræðingarnir sig í Pepsi Max stúkunni, þegar þeir ræddu um sóknarleik Víkings eftir að liðið varð að sætta sig við 1-1 jafntefli við nýliða Fjölnis í gærkvöld. „Ég get alveg viðurkennt það að ég bjóst við Víkingssigri, sérstaklega þegar þeir skoruðu frekar snemma, klaufalegt mark. Þá hugsaði ég með mér að Víkingarnir tækju þetta nokkuð þægilega. Ég bjóst alveg við að þetta yrði svipaður leikur og Breiðablik-Grótta varð,“ sagði Hjörvar Hafliðason en innslagið má sjá hér neðst í greininni. Klippa: Víkingur - Fjölnir 1-0 Klippa: Víkingur - Fjölnir 1-1 Víkingar komust yfir með marki Óttars Magnúsar Karlssonar úr aukaspyrnu en Arnór Breki Ásþórsson jafnaði metin snemma í seinni hálfleik. Arnar Gunnlaugsson skipti þremur mönnum inn á í kjölfarið, á 60. mínútu, þegar sóknarmennirnir Helgi Guðjónsson og Nikolaj Hansen komu inn á, sem og bakvörðurinn Dofri Snorrason. Kristall Máni Ingason kom svo inn á korteri fyrir leikslok. Enginn af þeim er kantmaður og Davíð Þór Viðarsson sagði augljóst að þar vantaði upp á hjá Víkingum: Vantar náttúrulega vængmenn „Arnar er svo sem búinn að tala um það sjálfur, að hann er ekki með neina náttúrulega vængmenn. Í svona leik, þar sem að þú ert mjög mikið með boltann, að þá er rosalega mikilvægt að vera með smá breidd. Auðvitað ertu með bakverðina sem geta komið fram, en hann tekur Loga út af og setur Dofra inn á. Dofri er ekki að fara að gefa þér breiddina vinstra megin. Davíð Örn Atlason er mjög góður hægri bakvörður en það voru nokkrar fyrirgjafir frá honum sem fóru bara í handboltahöllina þarna. Þetta er eitthvað sem þeir þurfa að finna lausn við. Þeir verða að fá þessa breidd því það er bara auðvelt að verjast, hvort sem það eru fjórir framherjar eða tveir framherjar og tveir framliggjandi miðjumenn, ef þeir eru allir á sama svæðinu,“ sagði Davíð. Guðmundur Andri hélt sóknarleiknum uppi Sérfræðingarnir voru sammála um að fyrir utan Óttar gæti Nikolaj Hansen helst skorað mörk fyrir Víkinga en erfitt væri að sjá hver fyllti skarðið sem að Guðmundur Andri Tryggvason skildi eftir sig þegar hann fór aftur til Noregs. Guðmundur Andri skoraði sjö mörk í 16 deildarleikjum í fyrra. „Helgi á eitt ár í Fram þar sem hann skoraði. Hinir hafa ekkert skorað. Ágúst Hlynsson er hrikalega góður í fótbolta en hann á enga sögu um mörk. Það er enginn þarna til að skora. Þegar þetta fór að tikka, þetta Víkingsbatterí, í ágúst og september í fyrra þá var það auðvitað Guðmundur Andri sem hélt uppi sóknarleik liðsins. Hann var feykilega mikilvægur,“ sagði Hjörvar. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um sóknarleik Víkings Víkingur Reykjavík Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Arnar: Það vantaði svolítið leiðtoga inn á Þjálfari Víkings var að vonum svekktari af þjálfurunum eftir úrslit leiksins fyrr í kvöld þegar Víkingur og Fjölnir mættust í Víkinni. 15. júní 2020 20:33 Sjáðu aukaspyrnumark Óttars og jöfnunarmark Arnórs Bikarmeistara Víkings og nýliðar Fjölnis gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í fyrstu umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 15. júní 2020 20:04 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Fjölnir 1-1 | Nýliðarnir náðu í stig gegn bikarmeisturunum Víkingar taka á móti nýliðum Fjölnis á Víkingsvellinum í 1. umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta. Fjölnisliðinu er spáð falli en Víkingum er spáð mun betra gengi í sumar. 15. júní 2020 20:50 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
„Hver getur skorað þarna annar en Óttar?“ spurðu sérfræðingarnir sig í Pepsi Max stúkunni, þegar þeir ræddu um sóknarleik Víkings eftir að liðið varð að sætta sig við 1-1 jafntefli við nýliða Fjölnis í gærkvöld. „Ég get alveg viðurkennt það að ég bjóst við Víkingssigri, sérstaklega þegar þeir skoruðu frekar snemma, klaufalegt mark. Þá hugsaði ég með mér að Víkingarnir tækju þetta nokkuð þægilega. Ég bjóst alveg við að þetta yrði svipaður leikur og Breiðablik-Grótta varð,“ sagði Hjörvar Hafliðason en innslagið má sjá hér neðst í greininni. Klippa: Víkingur - Fjölnir 1-0 Klippa: Víkingur - Fjölnir 1-1 Víkingar komust yfir með marki Óttars Magnúsar Karlssonar úr aukaspyrnu en Arnór Breki Ásþórsson jafnaði metin snemma í seinni hálfleik. Arnar Gunnlaugsson skipti þremur mönnum inn á í kjölfarið, á 60. mínútu, þegar sóknarmennirnir Helgi Guðjónsson og Nikolaj Hansen komu inn á, sem og bakvörðurinn Dofri Snorrason. Kristall Máni Ingason kom svo inn á korteri fyrir leikslok. Enginn af þeim er kantmaður og Davíð Þór Viðarsson sagði augljóst að þar vantaði upp á hjá Víkingum: Vantar náttúrulega vængmenn „Arnar er svo sem búinn að tala um það sjálfur, að hann er ekki með neina náttúrulega vængmenn. Í svona leik, þar sem að þú ert mjög mikið með boltann, að þá er rosalega mikilvægt að vera með smá breidd. Auðvitað ertu með bakverðina sem geta komið fram, en hann tekur Loga út af og setur Dofra inn á. Dofri er ekki að fara að gefa þér breiddina vinstra megin. Davíð Örn Atlason er mjög góður hægri bakvörður en það voru nokkrar fyrirgjafir frá honum sem fóru bara í handboltahöllina þarna. Þetta er eitthvað sem þeir þurfa að finna lausn við. Þeir verða að fá þessa breidd því það er bara auðvelt að verjast, hvort sem það eru fjórir framherjar eða tveir framherjar og tveir framliggjandi miðjumenn, ef þeir eru allir á sama svæðinu,“ sagði Davíð. Guðmundur Andri hélt sóknarleiknum uppi Sérfræðingarnir voru sammála um að fyrir utan Óttar gæti Nikolaj Hansen helst skorað mörk fyrir Víkinga en erfitt væri að sjá hver fyllti skarðið sem að Guðmundur Andri Tryggvason skildi eftir sig þegar hann fór aftur til Noregs. Guðmundur Andri skoraði sjö mörk í 16 deildarleikjum í fyrra. „Helgi á eitt ár í Fram þar sem hann skoraði. Hinir hafa ekkert skorað. Ágúst Hlynsson er hrikalega góður í fótbolta en hann á enga sögu um mörk. Það er enginn þarna til að skora. Þegar þetta fór að tikka, þetta Víkingsbatterí, í ágúst og september í fyrra þá var það auðvitað Guðmundur Andri sem hélt uppi sóknarleik liðsins. Hann var feykilega mikilvægur,“ sagði Hjörvar. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um sóknarleik Víkings
Víkingur Reykjavík Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Arnar: Það vantaði svolítið leiðtoga inn á Þjálfari Víkings var að vonum svekktari af þjálfurunum eftir úrslit leiksins fyrr í kvöld þegar Víkingur og Fjölnir mættust í Víkinni. 15. júní 2020 20:33 Sjáðu aukaspyrnumark Óttars og jöfnunarmark Arnórs Bikarmeistara Víkings og nýliðar Fjölnis gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í fyrstu umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 15. júní 2020 20:04 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Fjölnir 1-1 | Nýliðarnir náðu í stig gegn bikarmeisturunum Víkingar taka á móti nýliðum Fjölnis á Víkingsvellinum í 1. umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta. Fjölnisliðinu er spáð falli en Víkingum er spáð mun betra gengi í sumar. 15. júní 2020 20:50 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
Arnar: Það vantaði svolítið leiðtoga inn á Þjálfari Víkings var að vonum svekktari af þjálfurunum eftir úrslit leiksins fyrr í kvöld þegar Víkingur og Fjölnir mættust í Víkinni. 15. júní 2020 20:33
Sjáðu aukaspyrnumark Óttars og jöfnunarmark Arnórs Bikarmeistara Víkings og nýliðar Fjölnis gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í fyrstu umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 15. júní 2020 20:04
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Fjölnir 1-1 | Nýliðarnir náðu í stig gegn bikarmeisturunum Víkingar taka á móti nýliðum Fjölnis á Víkingsvellinum í 1. umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta. Fjölnisliðinu er spáð falli en Víkingum er spáð mun betra gengi í sumar. 15. júní 2020 20:50
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti