Átök komu upp milli strætóbílstjóra og farþega klukkan rétt rúmlega sjö í gærkvöldi. Lögregla var kölluð á staðin og var rætt við báða aðila með réttarstöðu sakbornings en meiðslin voru minniháttar samkvæmt upplýsingum úr dagbók lögreglu.
Þá voru flest þeirra brota sem höfð voru afskipti af í nótt í tengslum við ölvun við akstur eða akstur undir áhrifum fíkniefna en sjö voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum. Einn þeirra hafði valdið umferðaróhappi og var hann vistaður í fangageymslu fram að skýrslutöku.
Óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna þjófnaðar úr verslun á tíunda tímanum í gær. Málið var afgreitt á vettvangi. Þá voru afskipti höfð af þremur vegna vörslu fíkniefna laust eftir miðnætti í nótt. Allir voru yngri en átján ára og voru foreldrar því boðaðir á lögreglustöðinna þar sem málinu var lokið með skýrslutöku. Einnig voru afskipti höfð af manni sem var að selja áfengi.