Aston Villa og Sheffield United gerðu markalaust jafntefli er þeir mættust í fyrsta leiknum eftir kórónuveiruhléið en nýliðarnir áttust bak við luktar dyr á Villa Park.
Gestirnir komust næst því að skora. Á 42. mínútu virtist Oliver Norwood vera koma Sheffield United en Michael Oliver dæmdi ekki mark. Hann benti á úrið sitt og sagði að marklínutæknin hafi ekki sagt að hann væri inni.
Gestirnir voru allt annað en sáttir með þessa ákvörðun því boltinn virtist langt yfir línuna. Oliver studdist þó, eðlilega, við marklínutæknina og dæmdi ekki mark. Ekkert mark var annars skorað í leiknum og lokatölur 0-0.
Niðurstaðan er að marklínutæknin er bara mannleg
— Gummi Ben (@GummiBen) June 17, 2020
Aston Villa er í 19. sæti deildarinnar með 26 stig, stigi frá öruggu sæti, en Sheffield United er í 6. sæti deildarinnar með 44 stig, fjórum stigum frá Meistaradeildarsæti. Ólíkt gengi nýliðanna.
FT Aston Villa 0-0 Sheffield United
— BBC Sport (@BBCSport) June 17, 2020
Goal-line technology will grab the headlines as the Premier League's first game back proves controversial.
REACTION
Listen: https://t.co/B0PYRrbnB9
Follow: https://t.co/OKmeR7YncD #AVLSHU pic.twitter.com/4ng1wB16fS