Enski boltinn

Svipti Danann fyrir­liða­bandinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Højbjerg ber ekki fyrirliðabandið áfram hjá Southampton á næstunni.
Højbjerg ber ekki fyrirliðabandið áfram hjá Southampton á næstunni. vísir/getty

Pierre-Emile Højberg hefur verið sviptur fyrirliðabandinu hjá Southampton en þetta staðfesti Ralph Hasenhüttl, stjóri Southampton, á blaðamannafundi í dag.

Daninn hefur verið mikið orðaður burt frá félaginu en hann gæti verið á förum í sumar. Hann hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning og nú hefur þýski stjórinn gripið til þeirra ráða að svipta hann bandinu.

James Ward Prowse verður því fyrirliði út leiktíðina en Højberg hefur verið í herbúðum Southampton frá því árið 2016. Hann kom til félagsins frá Bayern Munchen en samningur hans við félagið rennur út eftir rúmt ár.

Southampton mætir Norwich á föstudagskvöldið í sínum fyrsta leik eftir kórónuveiruhléið en liðið er í 14. sæti deildarinnar og siglir lygnan sjó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×