That '70s Show stjarna ákærð fyrir þrjár nauðganir Sylvía Hall skrifar 17. júní 2020 22:59 Danny Masterson er þekktastur fyrir hlutverk sitt í That '70s Show. Vísir/Getty Leikarinn Danny Masterson hefur verið ákærður fyrir þrjár nauðganir sem áttu sér stað á árunum 2001 til 2003. Konurnar voru allar á þrítugsaldri; tvær 23 ára og ein 28 ára. Masterson á yfir höfði sér 45 ára fangelsi verði hann fundinn sekur, en hann er 44 ára gamall. Hann var handtekinn á miðvikudagsmorgun en sleppt gegn 3,3 milljón dala tryggingu, sem samsvarar um tæplega 450 milljónum íslenskra króna. Rannsókn á brotum Masterson hófst árið 2016 og var leikarinn rekinn úr þáttunum The Ranch ári seinna. Framleiðendur létu skrifa hann út úr þáttunum en Masterson fordæmdi þá ákvörðun og sagðist vera vonsvikinn. Tvö önnur mál voru til rannsóknar en ákæra var ekki gefin út vegna skorts á sönnunargögnum annars vegar og fyrningar hins vegar. Þá kærðu fjórar konur Masterson og Vísindakirkjuna í ágúst árið 2019 fyrir áreiti, en Masterson er meðlimur kirkjunnar. Lögmaður Masterson hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann segir skjólstæðing sinn vera saklausan. Hann sé sannfærður að leikarinn verði sýknaður þegar þeir fá tækifæri til þess að leggja fram sönnunargögn og taka skýrslur af vitnum. „Augljóslega eru herra Masterson og eiginkona hans í algjöru áfalli, sérstaklega í ljósi þess að þessar tuttugu ára gömlu ásakanir eru að leiða til ákæru. Þau og þeirra fjölskylda hugga sig við það að sannleikurinn muni koma í ljós. Fólk sem þekkir herra Masterson vita hvaða mann hann hefur að geyma og að þessar ásakanir séu rangar.“ MeToo Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mál Danny Masterson Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Leikarinn Danny Masterson hefur verið ákærður fyrir þrjár nauðganir sem áttu sér stað á árunum 2001 til 2003. Konurnar voru allar á þrítugsaldri; tvær 23 ára og ein 28 ára. Masterson á yfir höfði sér 45 ára fangelsi verði hann fundinn sekur, en hann er 44 ára gamall. Hann var handtekinn á miðvikudagsmorgun en sleppt gegn 3,3 milljón dala tryggingu, sem samsvarar um tæplega 450 milljónum íslenskra króna. Rannsókn á brotum Masterson hófst árið 2016 og var leikarinn rekinn úr þáttunum The Ranch ári seinna. Framleiðendur létu skrifa hann út úr þáttunum en Masterson fordæmdi þá ákvörðun og sagðist vera vonsvikinn. Tvö önnur mál voru til rannsóknar en ákæra var ekki gefin út vegna skorts á sönnunargögnum annars vegar og fyrningar hins vegar. Þá kærðu fjórar konur Masterson og Vísindakirkjuna í ágúst árið 2019 fyrir áreiti, en Masterson er meðlimur kirkjunnar. Lögmaður Masterson hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann segir skjólstæðing sinn vera saklausan. Hann sé sannfærður að leikarinn verði sýknaður þegar þeir fá tækifæri til þess að leggja fram sönnunargögn og taka skýrslur af vitnum. „Augljóslega eru herra Masterson og eiginkona hans í algjöru áfalli, sérstaklega í ljósi þess að þessar tuttugu ára gömlu ásakanir eru að leiða til ákæru. Þau og þeirra fjölskylda hugga sig við það að sannleikurinn muni koma í ljós. Fólk sem þekkir herra Masterson vita hvaða mann hann hefur að geyma og að þessar ásakanir séu rangar.“
MeToo Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mál Danny Masterson Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira