Dr. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, dósent og deildarforseti við sálfræðideild HR og sérfræðingur hjá Rannsóknum & greiningu, fjallar nú klukkan 12 um líðan íslenskra ungmenna í fyrirlestri í HR sem streymt verður beint hér neðst í fréttinni.
Bryndís fjallar um málið í ljósi niðurstaðna úr nýjustu Ungt fólk rannsókninni sem var lögð fyrir nemendur í efstu bekkjum grunnskóla nýverið. Hún mun í stuttu máli fara yfir þróun á einkennum þunglyndis og kvíða meðal ungmenna sem og hamingju þeirra og lífsánægju.
Þá mun hún fjalla um félagslega áhrifaþætti geðheilsu og samspil þeirra við breytingar á líðan á undanförnum árum.