Teymið að baki QuizUp gefur út nýjan spurningaleik Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júní 2020 15:45 Stofnendur Teatime. Frá vinstri: Ýmir Örn Finnbogason, Þorsteinn B. Friðriksson, Jóhann Þorvaldur Bergþórsson og Gunnar Hólmsteinsson. Teatime Íslenska tæknifyrirtækið Teatime, sem var stofnað af frumkvöðlunum sem stóðu að Plain Vanilla, sem gaf út spurningaleikinn QuizUp, hefur gefið út sinn fyrsta spurningaleik frá því að QuizUp fór sigurför um heiminn. Nýi leikurinn ber heitið Trivia Royale og er í formi smáforrits fyrir snjalltæki. Í samtali við Vísi segir Þorsteinn B. Friðriksson, einn stofnenda Teatime, að fyrirtækið hafi síðastliðin þrjú árið unnið að þróun tækni sem geri fólki kleift að spila leiki saman og eiga í persónulegri samskiptum hvort við annað en áður hefur sést. Þorsteinn er einn fjögurra stofnenda Teatime, fyrirtækisins sem stendur að baki leiknum.Teatime „Við höfum fengið til liðs við okkur ótrúlega mikið af góðu fólki og frábæra fjárfesta og höfum verið að þróa þetta. Við ákváðum að gera spurningaleik. Við höfum náttúrulega mjög mikla reynslu af því, QuizUp gekk til dæmis ótrúlega vel.“ Þorsteinn segir að eftir að Plain Vanilla seldi QuizUp hafi hann, samkvæmt samningi, ekki mátt gera spurningaleiki í nokkur ár. Sá tími sé nú liðinn og því hafi þeim hjá Teatime þótt prýðileg hugmynd að ráðast í gerð slíks leiks. Lengi dreymt um persónulegri leik Í leiknum, sem eins og áður sagði ber heitið Trivia Royale, búa notendur sér til svokallaðan „avatar,“ sem er einskonar birtingarmynd hvers spilara í leiknum. Þá geta notendur notað til þess að sýna viðbrögð sín og andlitshreyfingar meðan spilað er, með hjálp myndavéla þeirra snjalltækja sem spilað er á. „Það er búið að vera draumur minn lengi að gera leikina persónulegri svo maður virkilega finni að maður sé að spila við alvöru manneskju,“ segir Þorsteinn. Hann segir að teymið að baki leiknum hafi tekið mikla reynslu úr þróun QuizUp-leiksins með sér inn í verkefnið. „Við bætum inn í það þessar nýju tækni okkar til þess að gera leikina svona ,manneskju við manneskju.‘ Svo bætum við líka við hlut sem er mjög vinsæll núna, sem er svokallað Royale mót,“ segir Þorsteinn. Skjáskot úr leiknum.Teatime Þetta fyrirkomulag sem Þorsteinn nefnir gengur í grófum dráttum út á það að ákveðnum fjölda leikmanna er spyrnt saman, þar sem einstaklingar eða fámenn lið keppa á móti öllum öðrum leikmönnum, uns aðeins einn leikmaður eða lið stendur uppi sem sigurvegari. „Það er það sem Trivia Royale gengur út á. Þú ferð inn í leikinn og býrð til þinn karakter, ferð svo inn í Trivia Royale og þá ertu settur í hóp með þúsund öðrum spilurum út um allan heim. Þetta er svona eins og útsláttarkeppni, einn á móti einum. Ef þú vinnur fyrsta leikinn eru 500 eftir, og ef þú nærð að vinna alla og nærð að vera ,the last one standing,‘ eins og við köllum það, þá ertu Royale.“ Viðtökurnar með besta móti Þorsteinn segir að þrátt fyrir að leikurinn hafi komið út fyrir nokkrum dögum sé hann strax farinn að ná nokkru flugi og að viðtökurnar séu almennt góðar. Leikurinn er í fyrsta sæti yfir spurningaleiki á App-store, smáforritatorgi Apple, í Bretlandi, og 10. sæti yfir alla leiki þar í landi. Sömuleiðis er leikurinn í 17. sæti yfir smáforritaleiki í App-store í Bandaríkjunum. Þá hefur verið fjallað um Trivia Royale á erlendum fjölmiðlum. Til að mynda hafa vefsíður á borð við TechCrunch, VentureBeat og Yahoo fjallað um útgáfu leiksins. Smáforritið er til fyrir Apple-snjalltæki sem og Android, en Þorsteinn segir þó að meiri áhersla hafi hingað til verið lögð á þróun forritsins fyrir Apple-vörur. Um hundrað þúsund manns hafa nú sótt leikinn, að sögn Þorsteins. Eins og áður sagði er Þorsteinn einn stofnenda Teatime. Aðrir stofnendur fyrirtækisins eru þeir Jóhann Þorvaldur Bergþórsson, Ýmir Örn Finnbogason Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson. Í heildina starfa um 20 manns hjá fyrirtækinu. Tækni Apple Leikjavísir Nýsköpun Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Íslenska tæknifyrirtækið Teatime, sem var stofnað af frumkvöðlunum sem stóðu að Plain Vanilla, sem gaf út spurningaleikinn QuizUp, hefur gefið út sinn fyrsta spurningaleik frá því að QuizUp fór sigurför um heiminn. Nýi leikurinn ber heitið Trivia Royale og er í formi smáforrits fyrir snjalltæki. Í samtali við Vísi segir Þorsteinn B. Friðriksson, einn stofnenda Teatime, að fyrirtækið hafi síðastliðin þrjú árið unnið að þróun tækni sem geri fólki kleift að spila leiki saman og eiga í persónulegri samskiptum hvort við annað en áður hefur sést. Þorsteinn er einn fjögurra stofnenda Teatime, fyrirtækisins sem stendur að baki leiknum.Teatime „Við höfum fengið til liðs við okkur ótrúlega mikið af góðu fólki og frábæra fjárfesta og höfum verið að þróa þetta. Við ákváðum að gera spurningaleik. Við höfum náttúrulega mjög mikla reynslu af því, QuizUp gekk til dæmis ótrúlega vel.“ Þorsteinn segir að eftir að Plain Vanilla seldi QuizUp hafi hann, samkvæmt samningi, ekki mátt gera spurningaleiki í nokkur ár. Sá tími sé nú liðinn og því hafi þeim hjá Teatime þótt prýðileg hugmynd að ráðast í gerð slíks leiks. Lengi dreymt um persónulegri leik Í leiknum, sem eins og áður sagði ber heitið Trivia Royale, búa notendur sér til svokallaðan „avatar,“ sem er einskonar birtingarmynd hvers spilara í leiknum. Þá geta notendur notað til þess að sýna viðbrögð sín og andlitshreyfingar meðan spilað er, með hjálp myndavéla þeirra snjalltækja sem spilað er á. „Það er búið að vera draumur minn lengi að gera leikina persónulegri svo maður virkilega finni að maður sé að spila við alvöru manneskju,“ segir Þorsteinn. Hann segir að teymið að baki leiknum hafi tekið mikla reynslu úr þróun QuizUp-leiksins með sér inn í verkefnið. „Við bætum inn í það þessar nýju tækni okkar til þess að gera leikina svona ,manneskju við manneskju.‘ Svo bætum við líka við hlut sem er mjög vinsæll núna, sem er svokallað Royale mót,“ segir Þorsteinn. Skjáskot úr leiknum.Teatime Þetta fyrirkomulag sem Þorsteinn nefnir gengur í grófum dráttum út á það að ákveðnum fjölda leikmanna er spyrnt saman, þar sem einstaklingar eða fámenn lið keppa á móti öllum öðrum leikmönnum, uns aðeins einn leikmaður eða lið stendur uppi sem sigurvegari. „Það er það sem Trivia Royale gengur út á. Þú ferð inn í leikinn og býrð til þinn karakter, ferð svo inn í Trivia Royale og þá ertu settur í hóp með þúsund öðrum spilurum út um allan heim. Þetta er svona eins og útsláttarkeppni, einn á móti einum. Ef þú vinnur fyrsta leikinn eru 500 eftir, og ef þú nærð að vinna alla og nærð að vera ,the last one standing,‘ eins og við köllum það, þá ertu Royale.“ Viðtökurnar með besta móti Þorsteinn segir að þrátt fyrir að leikurinn hafi komið út fyrir nokkrum dögum sé hann strax farinn að ná nokkru flugi og að viðtökurnar séu almennt góðar. Leikurinn er í fyrsta sæti yfir spurningaleiki á App-store, smáforritatorgi Apple, í Bretlandi, og 10. sæti yfir alla leiki þar í landi. Sömuleiðis er leikurinn í 17. sæti yfir smáforritaleiki í App-store í Bandaríkjunum. Þá hefur verið fjallað um Trivia Royale á erlendum fjölmiðlum. Til að mynda hafa vefsíður á borð við TechCrunch, VentureBeat og Yahoo fjallað um útgáfu leiksins. Smáforritið er til fyrir Apple-snjalltæki sem og Android, en Þorsteinn segir þó að meiri áhersla hafi hingað til verið lögð á þróun forritsins fyrir Apple-vörur. Um hundrað þúsund manns hafa nú sótt leikinn, að sögn Þorsteins. Eins og áður sagði er Þorsteinn einn stofnenda Teatime. Aðrir stofnendur fyrirtækisins eru þeir Jóhann Þorvaldur Bergþórsson, Ýmir Örn Finnbogason Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson. Í heildina starfa um 20 manns hjá fyrirtækinu.
Tækni Apple Leikjavísir Nýsköpun Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira