Innlent

Engar tilkynningar um tjón eða slys

Andri Eysteinsson skrifar
Frá Siglufirði en fjöldi skjálfta hafa átt upptök sín út af firðinum síðustu 24 tímana.
Frá Siglufirði en fjöldi skjálfta hafa átt upptök sín út af firðinum síðustu 24 tímana. Vísir/Egill

Engar tilkynningar um tjón eða slys á fólki hafa borist á borð Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra eftir að jarðskjálfti að stærð 5,6 reið yfir landið á áttunda tímanum í kvöld.

Skjálftinn fannst víða um land og hafa fréttastofu borist ábendingar um að áhrifa hans hafi gætt vestur á Ísafirði. Í tilkynningu frá Almannavarnadeild segir að vart hafi verið við grjóthrun í kjölfar skjálftans og er sérstaklega varað við hættunni sem af því getur skapast.





Þá segir í tilkynningunni að eftir að jarðskjálftahrinan úti fyrir Norðurlandi hófst hafi nærri 800 jarðskjálftar mælst og þar af 56 stærri en 3,0. Stærstur var skjálftinn klukkan 19:26 sem mældist eins og áður segir 5,6 að stærð. Fyrr í dag reið minni skjálfti yfir en hann mældist 5,3.





Lögreglustjórinn á Norðurlandi og almannavarnardeild hvetja þá sem búa á virkum jarðskjálftasvæðum að gera viðeigandi ráðstafanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×