Hallgrímur mögulega með slitið krossband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. júní 2020 14:50 Hallgrímur mun að öllum líkindum ekki spila meira með KA á þessu ári. Vísir/Kaffið Í gær mættust KA og Leiknir Reykjavík á Greifavellinum á Akureyri í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. KA vann leikinn örugglega 6-0 en Leiknismenn fengu tvö rauð spjöld á sömu mínútunni þegar hálftími var liðinn. Eftir það var þetta leikur kattarins að músinni. KA menn eru þó ekki hoppandi kátir með sigurinn enda slasaðist Hallgrímur Jónasson þegar rúmar tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum og óttast þessi sterki varnarmaður að krossband í hné sé slitið. „Ég stóð í fótinn þegar hann lendir á mér og hnéið fór í yfirréttu. Hann rann á mig og straujaði mig mig svona ofarlega. Það eru allar líkur á því að krossbandið sé slitið en ég fæ það staðfest eftir að ég kemst í segulómun,“ sagði Hallgrímur í viðtali við Mbl.is. Leikmaðurinn sem lenti á Hallgrími var Sólon Breki Leifsson. Hann fékk gult spjald fyrir brotið og svo annað fyrir samskonar brot tæpum tíu mínútum síðar. Þá rann hann einnig er hann ætlaði að pressa Kristijan Jajalo, markvörð KA. Einkar klaufaleg brot hjá Sóloni Breka og svo virðist sem tímabilinu sé lokið hjá Hallgrími. Hallgrímur Jónasson kom heim úr atvinnumennsku síðla árs 2017 og hefur leikið með KA síðan. Hefur hann glímt við meiðsli frá því hann kom heim en sumarið 2018 lék hann 14 deildarleiki og á síðasta tímabili náði hann aðeins 12 leikjum. Ef Hallgrímur hefur rétt fyrir sér með krossbandið er ljóst að leikirnir verða aðeins tveir á þessu tímabili. Hinn 34 ára gamli Hallgrímur var atvinnumaður til fjölda ára. Alls hefur hann leikið 16 leiki með A-landsliði Íslands og gert í þeim þrjú mörk. Þar á meðal tvö í frægu 5-3 tapi Íslands í Portúgal árið 2011. Íslenski boltinn Fótbolti Mjólkurbikarinn KA Tengdar fréttir Níu leikmenn Leiknis áttu aldrei möguleika gegn KA | Sjáðu rauðu spjöldin | HK marði Magna á Grenivík Tveimur leikjum er nú lokið í Mjólkurbikar karla af þeim átta sem fara fram í kvöld. KA valtaði yfir Leikni, HK marði Magna og þá þurfti að framlengja hjá Þór Akureyri og Reyni Sandgerði. 24. júní 2020 20:00 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Sjá meira
Í gær mættust KA og Leiknir Reykjavík á Greifavellinum á Akureyri í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. KA vann leikinn örugglega 6-0 en Leiknismenn fengu tvö rauð spjöld á sömu mínútunni þegar hálftími var liðinn. Eftir það var þetta leikur kattarins að músinni. KA menn eru þó ekki hoppandi kátir með sigurinn enda slasaðist Hallgrímur Jónasson þegar rúmar tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum og óttast þessi sterki varnarmaður að krossband í hné sé slitið. „Ég stóð í fótinn þegar hann lendir á mér og hnéið fór í yfirréttu. Hann rann á mig og straujaði mig mig svona ofarlega. Það eru allar líkur á því að krossbandið sé slitið en ég fæ það staðfest eftir að ég kemst í segulómun,“ sagði Hallgrímur í viðtali við Mbl.is. Leikmaðurinn sem lenti á Hallgrími var Sólon Breki Leifsson. Hann fékk gult spjald fyrir brotið og svo annað fyrir samskonar brot tæpum tíu mínútum síðar. Þá rann hann einnig er hann ætlaði að pressa Kristijan Jajalo, markvörð KA. Einkar klaufaleg brot hjá Sóloni Breka og svo virðist sem tímabilinu sé lokið hjá Hallgrími. Hallgrímur Jónasson kom heim úr atvinnumennsku síðla árs 2017 og hefur leikið með KA síðan. Hefur hann glímt við meiðsli frá því hann kom heim en sumarið 2018 lék hann 14 deildarleiki og á síðasta tímabili náði hann aðeins 12 leikjum. Ef Hallgrímur hefur rétt fyrir sér með krossbandið er ljóst að leikirnir verða aðeins tveir á þessu tímabili. Hinn 34 ára gamli Hallgrímur var atvinnumaður til fjölda ára. Alls hefur hann leikið 16 leiki með A-landsliði Íslands og gert í þeim þrjú mörk. Þar á meðal tvö í frægu 5-3 tapi Íslands í Portúgal árið 2011.
Íslenski boltinn Fótbolti Mjólkurbikarinn KA Tengdar fréttir Níu leikmenn Leiknis áttu aldrei möguleika gegn KA | Sjáðu rauðu spjöldin | HK marði Magna á Grenivík Tveimur leikjum er nú lokið í Mjólkurbikar karla af þeim átta sem fara fram í kvöld. KA valtaði yfir Leikni, HK marði Magna og þá þurfti að framlengja hjá Þór Akureyri og Reyni Sandgerði. 24. júní 2020 20:00 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Sjá meira
Níu leikmenn Leiknis áttu aldrei möguleika gegn KA | Sjáðu rauðu spjöldin | HK marði Magna á Grenivík Tveimur leikjum er nú lokið í Mjólkurbikar karla af þeim átta sem fara fram í kvöld. KA valtaði yfir Leikni, HK marði Magna og þá þurfti að framlengja hjá Þór Akureyri og Reyni Sandgerði. 24. júní 2020 20:00