Hallgrímur mögulega með slitið krossband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. júní 2020 14:50 Hallgrímur mun að öllum líkindum ekki spila meira með KA á þessu ári. Vísir/Kaffið Í gær mættust KA og Leiknir Reykjavík á Greifavellinum á Akureyri í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. KA vann leikinn örugglega 6-0 en Leiknismenn fengu tvö rauð spjöld á sömu mínútunni þegar hálftími var liðinn. Eftir það var þetta leikur kattarins að músinni. KA menn eru þó ekki hoppandi kátir með sigurinn enda slasaðist Hallgrímur Jónasson þegar rúmar tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum og óttast þessi sterki varnarmaður að krossband í hné sé slitið. „Ég stóð í fótinn þegar hann lendir á mér og hnéið fór í yfirréttu. Hann rann á mig og straujaði mig mig svona ofarlega. Það eru allar líkur á því að krossbandið sé slitið en ég fæ það staðfest eftir að ég kemst í segulómun,“ sagði Hallgrímur í viðtali við Mbl.is. Leikmaðurinn sem lenti á Hallgrími var Sólon Breki Leifsson. Hann fékk gult spjald fyrir brotið og svo annað fyrir samskonar brot tæpum tíu mínútum síðar. Þá rann hann einnig er hann ætlaði að pressa Kristijan Jajalo, markvörð KA. Einkar klaufaleg brot hjá Sóloni Breka og svo virðist sem tímabilinu sé lokið hjá Hallgrími. Hallgrímur Jónasson kom heim úr atvinnumennsku síðla árs 2017 og hefur leikið með KA síðan. Hefur hann glímt við meiðsli frá því hann kom heim en sumarið 2018 lék hann 14 deildarleiki og á síðasta tímabili náði hann aðeins 12 leikjum. Ef Hallgrímur hefur rétt fyrir sér með krossbandið er ljóst að leikirnir verða aðeins tveir á þessu tímabili. Hinn 34 ára gamli Hallgrímur var atvinnumaður til fjölda ára. Alls hefur hann leikið 16 leiki með A-landsliði Íslands og gert í þeim þrjú mörk. Þar á meðal tvö í frægu 5-3 tapi Íslands í Portúgal árið 2011. Íslenski boltinn Fótbolti Mjólkurbikarinn KA Tengdar fréttir Níu leikmenn Leiknis áttu aldrei möguleika gegn KA | Sjáðu rauðu spjöldin | HK marði Magna á Grenivík Tveimur leikjum er nú lokið í Mjólkurbikar karla af þeim átta sem fara fram í kvöld. KA valtaði yfir Leikni, HK marði Magna og þá þurfti að framlengja hjá Þór Akureyri og Reyni Sandgerði. 24. júní 2020 20:00 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Í gær mættust KA og Leiknir Reykjavík á Greifavellinum á Akureyri í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. KA vann leikinn örugglega 6-0 en Leiknismenn fengu tvö rauð spjöld á sömu mínútunni þegar hálftími var liðinn. Eftir það var þetta leikur kattarins að músinni. KA menn eru þó ekki hoppandi kátir með sigurinn enda slasaðist Hallgrímur Jónasson þegar rúmar tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum og óttast þessi sterki varnarmaður að krossband í hné sé slitið. „Ég stóð í fótinn þegar hann lendir á mér og hnéið fór í yfirréttu. Hann rann á mig og straujaði mig mig svona ofarlega. Það eru allar líkur á því að krossbandið sé slitið en ég fæ það staðfest eftir að ég kemst í segulómun,“ sagði Hallgrímur í viðtali við Mbl.is. Leikmaðurinn sem lenti á Hallgrími var Sólon Breki Leifsson. Hann fékk gult spjald fyrir brotið og svo annað fyrir samskonar brot tæpum tíu mínútum síðar. Þá rann hann einnig er hann ætlaði að pressa Kristijan Jajalo, markvörð KA. Einkar klaufaleg brot hjá Sóloni Breka og svo virðist sem tímabilinu sé lokið hjá Hallgrími. Hallgrímur Jónasson kom heim úr atvinnumennsku síðla árs 2017 og hefur leikið með KA síðan. Hefur hann glímt við meiðsli frá því hann kom heim en sumarið 2018 lék hann 14 deildarleiki og á síðasta tímabili náði hann aðeins 12 leikjum. Ef Hallgrímur hefur rétt fyrir sér með krossbandið er ljóst að leikirnir verða aðeins tveir á þessu tímabili. Hinn 34 ára gamli Hallgrímur var atvinnumaður til fjölda ára. Alls hefur hann leikið 16 leiki með A-landsliði Íslands og gert í þeim þrjú mörk. Þar á meðal tvö í frægu 5-3 tapi Íslands í Portúgal árið 2011.
Íslenski boltinn Fótbolti Mjólkurbikarinn KA Tengdar fréttir Níu leikmenn Leiknis áttu aldrei möguleika gegn KA | Sjáðu rauðu spjöldin | HK marði Magna á Grenivík Tveimur leikjum er nú lokið í Mjólkurbikar karla af þeim átta sem fara fram í kvöld. KA valtaði yfir Leikni, HK marði Magna og þá þurfti að framlengja hjá Þór Akureyri og Reyni Sandgerði. 24. júní 2020 20:00 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Níu leikmenn Leiknis áttu aldrei möguleika gegn KA | Sjáðu rauðu spjöldin | HK marði Magna á Grenivík Tveimur leikjum er nú lokið í Mjólkurbikar karla af þeim átta sem fara fram í kvöld. KA valtaði yfir Leikni, HK marði Magna og þá þurfti að framlengja hjá Þór Akureyri og Reyni Sandgerði. 24. júní 2020 20:00