Dómarar, Blikar og KR-ingar í sóttkví en ekki Selfyssingar Sindri Sverrisson skrifar 25. júní 2020 19:52 Leikmenn Breiðabliks eru komnir í sóttkví. VÍSIR/BÁRA Dómarar, leikmenn og þjálfarar í leik Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta síðasta þriðjudag þurfa að fara í sóttkví eftir að leikmaður Breiðabliks greindist með kórónuveirusmit í dag. Leikmaðurinn kom til landsins 17. júní og lék gegn Selfossi degi síðar, sem og gegn KR á þriðjudag, en samkvæmt því sem Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði í íþróttafréttum RÚV í kvöld þurfa Selfyssingar ekki að fara í sóttkví að svo stöddu. „Nei, ekki samkvæmt skoðun okkar í augnablikinu,“ sagði Víðir. Til að byrja með fara öll sem komu að leiknum á þriðjudag í sóttkví en Víðir segir hugsanlegt að hægt verði að losa einhver úr hinni venjulegu 14 daga sóttkví eftir nánari rannsókn: „Smitrakning teygir sig aftur í leikinn á þriðjudaginn, og aðeins aftar en það, þannig að það eru ansi margir sem eru að fara í sóttkví á meðan að við erum að ná utan um þetta. Við sjáum aðeins til eftir einhverja daga, þegar við vitum nákvæmlega hvernig samskiptin voru, hvort að allir þurfa að vera í sóttkví eða hvort hægt sá að losa einhverja úr sóttkví. Við verðum að bíða og sjá til,“ sagði Víðir við Kristjönu Arnarsdóttur í íþróttafréttum RÚV. Smitið greindist ekki við sýnatöku þegar leikmaðurinn kom til landsins frá Bandaríkjunum. Það greindist svo við aðra sýnatöku sem leikmaðurinn fór í eftir að í ljós kom að hann hefði verið innan um smitaðan einstakling í Bandaríkjunum. „Þetta virðist vera smitandi og okkar viðbrögð miðast við það. Þetta er eins og við höfum sagt allan tímann, að það er ekkert hundrað prósent þó að fólk mælist neikvætt við landamærin. Þetta er áminning fyrir okkur um að halda því á lofti hvernig við þurfum að umgangast þessa pest,“ sagði Víðir. Important! https://t.co/6cWveXLtNI— Víðir Reynisson (@VidirReynisson) June 25, 2020 Bríet Bragadóttir dæmdi leikinn á þriðjudag og er því komin í sóttkví sem og aðstoðardómarar leiksins. Enginn dómaranna hefur dæmt leik í meistaraflokki frá því á þriðjudaginn. „Við höfðum samband við KSÍ þegar þetta kom upp í dag og upplýstum sambandið um að starfsmenn þess, dómararnir, þyrftu að fara í sóttkví. Við gerum ráð fyrir að KSÍ hafi sett sig í samband við þá. En ef að þeir eru einkennalausir og mælast ekki jákvæðir þá þarf enginn að fara í sóttkví út af þeim,“ sagði Víðir. KSÍ mun nú skoða næstu skref og gefa út viðeigandi tilkynningu um framvindu mótsins eins fljótt og mögulegt er https://t.co/nEq7syLH3Y— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 25, 2020 Pepsi Max-deild kvenna KR Breiðablik KSÍ Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
Dómarar, leikmenn og þjálfarar í leik Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta síðasta þriðjudag þurfa að fara í sóttkví eftir að leikmaður Breiðabliks greindist með kórónuveirusmit í dag. Leikmaðurinn kom til landsins 17. júní og lék gegn Selfossi degi síðar, sem og gegn KR á þriðjudag, en samkvæmt því sem Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði í íþróttafréttum RÚV í kvöld þurfa Selfyssingar ekki að fara í sóttkví að svo stöddu. „Nei, ekki samkvæmt skoðun okkar í augnablikinu,“ sagði Víðir. Til að byrja með fara öll sem komu að leiknum á þriðjudag í sóttkví en Víðir segir hugsanlegt að hægt verði að losa einhver úr hinni venjulegu 14 daga sóttkví eftir nánari rannsókn: „Smitrakning teygir sig aftur í leikinn á þriðjudaginn, og aðeins aftar en það, þannig að það eru ansi margir sem eru að fara í sóttkví á meðan að við erum að ná utan um þetta. Við sjáum aðeins til eftir einhverja daga, þegar við vitum nákvæmlega hvernig samskiptin voru, hvort að allir þurfa að vera í sóttkví eða hvort hægt sá að losa einhverja úr sóttkví. Við verðum að bíða og sjá til,“ sagði Víðir við Kristjönu Arnarsdóttur í íþróttafréttum RÚV. Smitið greindist ekki við sýnatöku þegar leikmaðurinn kom til landsins frá Bandaríkjunum. Það greindist svo við aðra sýnatöku sem leikmaðurinn fór í eftir að í ljós kom að hann hefði verið innan um smitaðan einstakling í Bandaríkjunum. „Þetta virðist vera smitandi og okkar viðbrögð miðast við það. Þetta er eins og við höfum sagt allan tímann, að það er ekkert hundrað prósent þó að fólk mælist neikvætt við landamærin. Þetta er áminning fyrir okkur um að halda því á lofti hvernig við þurfum að umgangast þessa pest,“ sagði Víðir. Important! https://t.co/6cWveXLtNI— Víðir Reynisson (@VidirReynisson) June 25, 2020 Bríet Bragadóttir dæmdi leikinn á þriðjudag og er því komin í sóttkví sem og aðstoðardómarar leiksins. Enginn dómaranna hefur dæmt leik í meistaraflokki frá því á þriðjudaginn. „Við höfðum samband við KSÍ þegar þetta kom upp í dag og upplýstum sambandið um að starfsmenn þess, dómararnir, þyrftu að fara í sóttkví. Við gerum ráð fyrir að KSÍ hafi sett sig í samband við þá. En ef að þeir eru einkennalausir og mælast ekki jákvæðir þá þarf enginn að fara í sóttkví út af þeim,“ sagði Víðir. KSÍ mun nú skoða næstu skref og gefa út viðeigandi tilkynningu um framvindu mótsins eins fljótt og mögulegt er https://t.co/nEq7syLH3Y— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 25, 2020
Pepsi Max-deild kvenna KR Breiðablik KSÍ Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira