Heimir: Hefðum mátt gera betur í að finna þetta drápseðli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júní 2020 21:45 Heimir var sáttur með sína menn í kvöld. Mynd/Stöð 2 Sport Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var sáttur með 4-0 sigur sinna manna á HK í Kórnum í 3. umferð Pepsi Max deildarinnar. Honum fannst þó að liðið hefði mátt gera betur í síðari hálfleik en HK missti mann af velli í þeim fyrri. „Frábært að fá þrjú stig á erfiðum útivelli. HK-liðið er gríðarlega öflugt að mínu mati og vel skipulagt eins og við sáum á móti KR. Þess vegna er fínt að koma hérna og fá þrjú stig,“ sagði Heimir um leik kvöldsins. „Í byrjun fyrri hálfleiks fannst mér við kannski í vandræðum með boltann en náðum góðum tökum á leiknum. Spiluðum á löngum köflum vel en seinni hálfleikurinn var vonbrigði. Töluðum um það í hálfleik að detta ekki niður en gerðum það, hægðum á þessu og hefðum mátt gera betur í seinni hálfleik og finna þetta drápseðli.“ „Þeir hafa verið flottir. Þeir hafa æft vel og tekið vel leiðsögn og við sjáum framfarir en auðvitað er þetta þannig að þeir þurfa að halda áfram að vera duglegir á æfingasvæðinu og þá verða meiri framfarir,“ sagði Heimir um frammistöðu ungu leikmanna vals en Valgeir Lundal byrjaði leikinn og lagði upp fyrsta markið. Þá kom Birkir Heimisson inn af bekknum og skoraði. „Það var fínn leikur á móti Gróttu og aftur hérna þó svo að seinni hálfleikurinn hafi verið vonbrigði. Þetta er alltaf það sama, næst er erfiður leikur á móti ÍA og við þurfum að nýta æfingavikuna vel og vera klárir næsta föstudag,“ sagði Heimir um góða leiki Valsmanna undanfarið eftir tap gegn KR í fyrstu umferð. Liðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð – að meðtöldum sigri á SR í bikarnum – og skorað 11 mörk án þess að fá á sig eitt. „Auðvitað hefur maður alltaf áhyggjur en menn þurfa að passa sig, vera klókir og henda ekki í einhverjar veislur,“ sagði Heimir að lokum um mögulegar áhyggjur varðandi það að deildinni verði frestað vegna þess að kórónusmit eru aftur komin upp. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sjá meira
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var sáttur með 4-0 sigur sinna manna á HK í Kórnum í 3. umferð Pepsi Max deildarinnar. Honum fannst þó að liðið hefði mátt gera betur í síðari hálfleik en HK missti mann af velli í þeim fyrri. „Frábært að fá þrjú stig á erfiðum útivelli. HK-liðið er gríðarlega öflugt að mínu mati og vel skipulagt eins og við sáum á móti KR. Þess vegna er fínt að koma hérna og fá þrjú stig,“ sagði Heimir um leik kvöldsins. „Í byrjun fyrri hálfleiks fannst mér við kannski í vandræðum með boltann en náðum góðum tökum á leiknum. Spiluðum á löngum köflum vel en seinni hálfleikurinn var vonbrigði. Töluðum um það í hálfleik að detta ekki niður en gerðum það, hægðum á þessu og hefðum mátt gera betur í seinni hálfleik og finna þetta drápseðli.“ „Þeir hafa verið flottir. Þeir hafa æft vel og tekið vel leiðsögn og við sjáum framfarir en auðvitað er þetta þannig að þeir þurfa að halda áfram að vera duglegir á æfingasvæðinu og þá verða meiri framfarir,“ sagði Heimir um frammistöðu ungu leikmanna vals en Valgeir Lundal byrjaði leikinn og lagði upp fyrsta markið. Þá kom Birkir Heimisson inn af bekknum og skoraði. „Það var fínn leikur á móti Gróttu og aftur hérna þó svo að seinni hálfleikurinn hafi verið vonbrigði. Þetta er alltaf það sama, næst er erfiður leikur á móti ÍA og við þurfum að nýta æfingavikuna vel og vera klárir næsta föstudag,“ sagði Heimir um góða leiki Valsmanna undanfarið eftir tap gegn KR í fyrstu umferð. Liðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð – að meðtöldum sigri á SR í bikarnum – og skorað 11 mörk án þess að fá á sig eitt. „Auðvitað hefur maður alltaf áhyggjur en menn þurfa að passa sig, vera klókir og henda ekki í einhverjar veislur,“ sagði Heimir að lokum um mögulegar áhyggjur varðandi það að deildinni verði frestað vegna þess að kórónusmit eru aftur komin upp.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sjá meira