Pétur Tyrfingsson telur Víði Sigrúnarson geðlækni á hálum ís með ásökunum á hendur Þórarni Jakob Bjarnar skrifar 29. júní 2020 10:54 Meðal þeirra sem fær að finna fyrir beittum penna Péturs er Víðir Sigrúnarson geðlæknir. Pétur Tyrfingsson hefur skrifað mikla grein sem hann birtir á Vísi þar sem hann fjallar vítt og breitt um formannsslag í SÁÁ; rangfærslur sem og vafasaman og gífuryrtan málflutning sem þar hefur verið hafður í frammi að hans mati og beinist gegn Þórarni Tyrfingssyni fyrrverandi yfirlækni SÁÁ. Píslarvætti sálfræðinganna Á morgun kemur stjórn 48 manna stjórn SÁÁ saman og kýs formann. Tveir eru í framboði: Einar Hermannsson og Þórarinn Tyrfingsson. Pétur er bróðir Þórarins en segir það ekki hafa neitt með þau sjónarmið sem hann vilji dragi fram. Málið snúist um annað og meira. Pétur er meðal annars sálfræðingur á geðsviði Landspítalans en eitt af því sem hefur valdið verulegri ólgu eru uppsagnir sálfræðinga innan vébanda SÁÁ. Pétur var formaður Sálfræðingafélags Íslands 2007-2013. „Sálfræðingum er stillt hér upp eins og píslarvottum í þessari deilu og rennur það mér til rifja eins og gefur að skilja,“ segir Pétur í grein sinni. Pétur fer um víðan völl, hann gagnrýnir afstöðu Einars og segir hana mótsagnakennda. Þá beinir hann sjónum sínum að Víði Sigrúnarsyni geðlækni sem Pétur segir hafa haft í frammi gífuryrði um Þórarinn, gamla yfirlækninn Þórarinn Tyrfingsson, sem hann hafi aldrei unnið með og viti nákvæmlega ekkert um. Alvarlegar ásakanir „Tal hans um yfirgang og einelti eru því ekki annað en bergmál. Hitt er alvarlegra þegar hann segir frá þeim ótta sínum að meðferðin hverfi þrjá áratugi aftur í tímann verði gamli yfirlæknirinn dubbaður upp í formennsku. Með öðrum orðum til ársins 1990. Hann telur sér trú um að gamli yfirlæknirinn sé kominn á vettvang til að brjóta allt niður sem hann hafði sjálfur forystu um að byggja upp í heilan aldarfjórðung. Ekki ber þetta vott um djúpt innsæi í sálarlíf og hvatir mannfólksins,“ skrifar Pétur. Hann bætir því við að Víðir telji sér trú um að formaður SÁÁ geti hlutast til um fagleg málefni á sjúkrastofnunum SÁÁ. Það telur Pétur ekki vísbendingu um þekkingu á valdastiga og boðleiðum hjá SÁÁ. „Hitt er sínu alvarlegra þegar einn læknir sakar annan um það vísvitandi að vilja brjóta niður uppbyggingu til 25 ára. Þetta er ákæra um að annar læknir vilji endurreisa gömul og úrelt vinnubrögð ef ekki fúsk. Maður sem áttar sig ekki á því hve alvarleg ásökun þetta er hefur lítið lært um siðfræði heilbrigðisstétta almennt og lækna sérstaklega. Verður hann að teljast ómerkur orða sinna fyrir vikið,“ segir Pétur meðal annars í grein sinni. Ólga innan SÁÁ Heilbrigðismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Átök og erjur í SÁÁ Pétur Tyrfingsson fer hér ítarlega yfir þau mál, þau ágreiningsefni og misskilning, sem undir eru í átökum innan SÁÁ að hans mati. 29. júní 2020 10:16 57 starfsmenn SÁÁ vilja ekki Þórarin aftur og lýsa yfir stuðningi við Einar 57 starfsmenn meðferðarsviðs SÁÁ hafa sent fjölmiðlum yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við Einar Hermansson í formannskjöri SÁÁ sem haldið verður 30. júní. 22. júní 2020 08:45 Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Innlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Sjá meira
Pétur Tyrfingsson hefur skrifað mikla grein sem hann birtir á Vísi þar sem hann fjallar vítt og breitt um formannsslag í SÁÁ; rangfærslur sem og vafasaman og gífuryrtan málflutning sem þar hefur verið hafður í frammi að hans mati og beinist gegn Þórarni Tyrfingssyni fyrrverandi yfirlækni SÁÁ. Píslarvætti sálfræðinganna Á morgun kemur stjórn 48 manna stjórn SÁÁ saman og kýs formann. Tveir eru í framboði: Einar Hermannsson og Þórarinn Tyrfingsson. Pétur er bróðir Þórarins en segir það ekki hafa neitt með þau sjónarmið sem hann vilji dragi fram. Málið snúist um annað og meira. Pétur er meðal annars sálfræðingur á geðsviði Landspítalans en eitt af því sem hefur valdið verulegri ólgu eru uppsagnir sálfræðinga innan vébanda SÁÁ. Pétur var formaður Sálfræðingafélags Íslands 2007-2013. „Sálfræðingum er stillt hér upp eins og píslarvottum í þessari deilu og rennur það mér til rifja eins og gefur að skilja,“ segir Pétur í grein sinni. Pétur fer um víðan völl, hann gagnrýnir afstöðu Einars og segir hana mótsagnakennda. Þá beinir hann sjónum sínum að Víði Sigrúnarsyni geðlækni sem Pétur segir hafa haft í frammi gífuryrði um Þórarinn, gamla yfirlækninn Þórarinn Tyrfingsson, sem hann hafi aldrei unnið með og viti nákvæmlega ekkert um. Alvarlegar ásakanir „Tal hans um yfirgang og einelti eru því ekki annað en bergmál. Hitt er alvarlegra þegar hann segir frá þeim ótta sínum að meðferðin hverfi þrjá áratugi aftur í tímann verði gamli yfirlæknirinn dubbaður upp í formennsku. Með öðrum orðum til ársins 1990. Hann telur sér trú um að gamli yfirlæknirinn sé kominn á vettvang til að brjóta allt niður sem hann hafði sjálfur forystu um að byggja upp í heilan aldarfjórðung. Ekki ber þetta vott um djúpt innsæi í sálarlíf og hvatir mannfólksins,“ skrifar Pétur. Hann bætir því við að Víðir telji sér trú um að formaður SÁÁ geti hlutast til um fagleg málefni á sjúkrastofnunum SÁÁ. Það telur Pétur ekki vísbendingu um þekkingu á valdastiga og boðleiðum hjá SÁÁ. „Hitt er sínu alvarlegra þegar einn læknir sakar annan um það vísvitandi að vilja brjóta niður uppbyggingu til 25 ára. Þetta er ákæra um að annar læknir vilji endurreisa gömul og úrelt vinnubrögð ef ekki fúsk. Maður sem áttar sig ekki á því hve alvarleg ásökun þetta er hefur lítið lært um siðfræði heilbrigðisstétta almennt og lækna sérstaklega. Verður hann að teljast ómerkur orða sinna fyrir vikið,“ segir Pétur meðal annars í grein sinni.
Ólga innan SÁÁ Heilbrigðismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Átök og erjur í SÁÁ Pétur Tyrfingsson fer hér ítarlega yfir þau mál, þau ágreiningsefni og misskilning, sem undir eru í átökum innan SÁÁ að hans mati. 29. júní 2020 10:16 57 starfsmenn SÁÁ vilja ekki Þórarin aftur og lýsa yfir stuðningi við Einar 57 starfsmenn meðferðarsviðs SÁÁ hafa sent fjölmiðlum yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við Einar Hermansson í formannskjöri SÁÁ sem haldið verður 30. júní. 22. júní 2020 08:45 Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Innlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Sjá meira
Átök og erjur í SÁÁ Pétur Tyrfingsson fer hér ítarlega yfir þau mál, þau ágreiningsefni og misskilning, sem undir eru í átökum innan SÁÁ að hans mati. 29. júní 2020 10:16
57 starfsmenn SÁÁ vilja ekki Þórarin aftur og lýsa yfir stuðningi við Einar 57 starfsmenn meðferðarsviðs SÁÁ hafa sent fjölmiðlum yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við Einar Hermansson í formannskjöri SÁÁ sem haldið verður 30. júní. 22. júní 2020 08:45