Losun frá flugi dróst saman um meira en þriðjung Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2020 16:49 Wow air varð gjaldþrota í mars í fyrra og dróst losun íslenskra flugrekenda verulega saman í kjölfarið. Mikil útþensla í fluggeiranum árin á undan þýðir þó að losunin er nú ennþá á pari við það sem gerðist árið 2015. Vísir/Vilhelm Meira en þriðjungs samdráttur varð í losun íslenskra flugrekenda á gróðurhúsalofttegunda á milli ára eftir fall Wow air. Losun frá flugi jókst svo mikið á tímabilinu á undan að hún er enn svipuð og árið 2015 þrátt fyrir brotthvarf eins stærsta flugrekandans. Í uppgjöri íslenskra flugrekenda í viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS) kemur fram að losun þeirra dróst saman um 37,6% á milli áranna 2018 og 2019. Umhverfisstofnun rekur samdráttinn til „færri þátttakenda í kerfinu“. Wow air fór í þrot í mars í fyrra. Losunin jókst aftur á móti mikið árin 2016 til 2018. Brotthvarf Wow air hefur þannig aðeins fært losun íslenskra flugrekenda aftur til ársins 2015 og er hún nú í 596.124 tonnum af koltvísýringsígildum. Tölurnar segja þó ekki alla söguna um losun íslenskra flugrekenda á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Þær ná aðeins til losunar innan evrópska efnahagssvæðisins. Þannig er ótalin losun sem hlýst af flugferðum til Ameríku. Lítilsháttar samdráttur var í losun þeirra sjö iðnfyrirtækja sem eiga aðild að viðskiptakerfinu á milli ára, um 2,57%. Heildarlosun þeirra nam rúmum 1,8 milljónum tonna koltvísýringsígilda árið 2019. Þegar iðnaður og flugrekendur eru teknir saman dróst losun íslenskra aðila saman um rúm 10% frá 2018 til 2019. Á sama tíma dróst losun innan viðskiptakerfisins í heild saman um 8,7%. Þarf af varð 9% samdráttur í staðbundnum iðnaði en 1% aukning í losun frá flugsamgöngum. Með viðskiptakerfinu með losunarheimildir fá rekstraraðilar úthlutað ákveðnum heimildum til losunar gróðurhúsalofttegunda. Losi þeir meira en sem þeim nemur þurfa þeir að greiða fyrir heimildirnar. Kerfinu er ætlað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að fækka losunarheimildunum árlega. Loftslagsmál Fréttir af flugi Stóriðja Evrópusambandið Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Meira en þriðjungs samdráttur varð í losun íslenskra flugrekenda á gróðurhúsalofttegunda á milli ára eftir fall Wow air. Losun frá flugi jókst svo mikið á tímabilinu á undan að hún er enn svipuð og árið 2015 þrátt fyrir brotthvarf eins stærsta flugrekandans. Í uppgjöri íslenskra flugrekenda í viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS) kemur fram að losun þeirra dróst saman um 37,6% á milli áranna 2018 og 2019. Umhverfisstofnun rekur samdráttinn til „færri þátttakenda í kerfinu“. Wow air fór í þrot í mars í fyrra. Losunin jókst aftur á móti mikið árin 2016 til 2018. Brotthvarf Wow air hefur þannig aðeins fært losun íslenskra flugrekenda aftur til ársins 2015 og er hún nú í 596.124 tonnum af koltvísýringsígildum. Tölurnar segja þó ekki alla söguna um losun íslenskra flugrekenda á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Þær ná aðeins til losunar innan evrópska efnahagssvæðisins. Þannig er ótalin losun sem hlýst af flugferðum til Ameríku. Lítilsháttar samdráttur var í losun þeirra sjö iðnfyrirtækja sem eiga aðild að viðskiptakerfinu á milli ára, um 2,57%. Heildarlosun þeirra nam rúmum 1,8 milljónum tonna koltvísýringsígilda árið 2019. Þegar iðnaður og flugrekendur eru teknir saman dróst losun íslenskra aðila saman um rúm 10% frá 2018 til 2019. Á sama tíma dróst losun innan viðskiptakerfisins í heild saman um 8,7%. Þarf af varð 9% samdráttur í staðbundnum iðnaði en 1% aukning í losun frá flugsamgöngum. Með viðskiptakerfinu með losunarheimildir fá rekstraraðilar úthlutað ákveðnum heimildum til losunar gróðurhúsalofttegunda. Losi þeir meira en sem þeim nemur þurfa þeir að greiða fyrir heimildirnar. Kerfinu er ætlað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að fækka losunarheimildunum árlega.
Loftslagsmál Fréttir af flugi Stóriðja Evrópusambandið Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira