Gat ekki sagt nei við besta lið heims: „Finn að ég þrái meira“ Sindri Sverrisson skrifar 1. júlí 2020 15:38 Sara Björk Gunnarsdóttir hefur náð lengra en nokkur íslensk knattspyrnukona. VÍSIR/BÁRA „Það er auðvitað ótrúlega mikill heiður að besta lið í heimi hafi sýnt manni svona mikinn áhuga,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, sem skrifað hefur undir samning til tveggja ára við Evrópu- og Frakklandsmeistara Lyon. „Þetta er staðfesting á því að ég hef staðið mig vel í Þýskalandi í öðru liði sem er á meðal þriggja bestu í heimi,“ segir Sara sem orðið hefur Þýskalandsmeistari öll fjögur ár sín með Wolfsburg, og gæti orðið þýskur bikarmeistari í fjórða sinn á laugardaginn. Sara missir reyndar af þeim leik vegna vistaskipta sinna, en tímabilið í Þýskalandi dróst á langinn vegna kórónuveirufaraldursins. Sara var í vetur einnig orðuð við spænska stórveldið Barcelona og sá möguleiki kom vissulega til greina að hún færi til Katalóníu. „Það voru einhverjar viðræður en ég var á þeim tímapunkti orðin alveg ákveðin í því að semja við Lyon. Ég veit ekki hvernig þetta fór svona langt í fjölmiðlum,“ segir Sara en í spænskum fjölmiðlum var fullyrt að hún yrði leikmaður Barcelona. Sara Björk hefur haft ófá tilefni til að opna kampavínsflöskur á árum sínum með Wolfsburg enda liðið unnið tvöfalt á hverju tímabili.VÍSIR/GETTY Sara kemur inn í ógnarsterkan leikmannahóp hjá Lyon, eftir að hafa náð að festa sig í sessi í stóru hlutverki í Wolfsburg. Lyon hefur orðið Evrópumeistari fjögur ár í röð og Frakklandsmeistari heil 14 ár í röð. Til stóð að Dzsenifer Marozsán og markmaðurinn Sarah Bouhaddi hyrfu á brott til Bandaríkjanna í sumar en þær hafa nú gert nýja samninga við Lyon og ljóst að ekkert verður slakað á kröfunum hjá þessu besta félagsliði heims síðustu ár. Þetta lið og þessi deild í einstökum gæðaflokki „Ég skoðaði alveg aðra möguleika sem ég hafði. Eins og ég hef sagt þá finnst mér spænska og enska deildin mjög spennandi. En mér finnst samt að þetta lið og þessi deild sé í öðrum gæðaflokki á þessum tímapunkti, þó að hinar deildirnar hafi verið á mikilli uppleið. Ég er búin að vera fjögur ár í Wolfsburg, í svakalega góðu liði, þar sem við höfum barist við Lyon um að vinna Meistaradeildina á meðan að önnur lið hafa kannski ekki átt mikinn séns.“ Sara Björk hefur mætt Lyon nokkrum sinnum í gegnum tíðina og fagnar hér marki gegn franska liðinu, sem þó hafði betur á endanum, í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fyrra.VÍSIR/GETTY Lyon hafði fyrst samband fyrir tveimur árum Og áhugi Lyon hefur varað lengi. Sara hefur mætt liðinu nokkrum sinnum í gegnum árin, til að mynda í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Kiev árið 2018 þar sem Sara átti mjög góðan leik þar til að hún varð að fara af velli vegna meiðsla. „Lyon hafði fyrst samband við mig fyrir tveimur árum. Á þeim tímapunkti fannst mér ekki alveg rétti tíminn til að breyta til. Ég vildi klára minn samning við Wolfsburg og fannst ég ekki hafa lokið mínu verkefni þar. Núna var svo samningurinn að renna út og ég gat ekki sleppt tækifærinu til að segja já við eitt besta lið í heiminum. Ég er aftur tilbúin núna að fara í nýtt og krefjandi verkefni. Ég veit að þó að ég hafi verið búin að vinna mér inn sterka stöðu hjá Wolfsburg þá verður það krefjandi að gera slíkt hið sama hjá Lyon. Það verður mikil samkeppni, en ég þrífst í þannig umhverfi. Ég er ekki komin á þann stað að vilja slaka eitthvað á. Ég finn að ég þrái meira,“ segir Sara, þó að hún sé vissulega þreytt eftir langt og strangt tímabil. View this post on Instagram It s been something else ! Coming to Germany was a big step and new adventure. I m thankful for the experience. For all the success with the team and to be playing with one of the best team with world class players in! I m grateful for the journey which gave me the opportunity to reach success in my carrier and to be able to reach my goals as a player! But first of all I grateful for the lessons. I have pushed myself completely out of my comfort zone physically and mentally! It s been more then just success and titles. It s been physically and mentally hard, emotional, setbacks, comebacks and tears! For all those things I m thankful to experience because I feel stronger not just as player but first of all as a person. To be able to push through and make all of these things shape me into the the person and the character that I am today! I m so happy and grateful for the people I met in these four years ! I want to thank Wolfsburg, the whole team , my dear teammates, staff, physios and our fans for this experience and time together! Now time for a new challenge and a new chapter ! A post shared by Sara Björk Gunnarsdóttir (@sarabjork90) on Jun 28, 2020 at 10:19am PDT Vonast til að spila í Meistaradeildinni í ágúst Sara ætlar að koma heim til Íslands í nokkurra daga heimsókn og slaka á áður en hún fer til Frakklands, beint til æfinga. Næstu alvöru leikir Lyon eru í ágúst þegar úrslitin ráðast í Meistaradeild Evrópu, en leika á 8-liða úrslit, undanúrslit og úrslit á Spáni dagana 21.-30. ágúst. Miðað við það sem UEFA hefur gefið út hefðu félagaskipti Söru þurft að ganga í gegn í janúar til þess að hún fengi að spila þessa leiki með Lyon, en hún bindur vonir við að fá að spila: „Það er ekki alveg 100 prósent en ég vona það. Auðvitað væri ömurlegt að geta ekki klárað þessa úrslitaleiki í ágúst og eitt af stærstu markmiðum mínum er að vinna Meistaradeildina.“ Eins og fyrr segir fær Sara svo ekki að kveðja Wolfsburg með því að spila bikarúrslitaleikinn á laugardag. Sara Björk glaðbeitt með liðsfélögum sínum, Felicitas Rauch og Pernille Harder, eftir að fjórði Þýskalandsmeistaratitillinn var í höfn.VÍSIR/GETTY „Ég er auðvitað ósátt við það. Ég hefði viljað taka einn leik í viðbót fyrir liðið og maður vill spila svona úrslitaleiki. En ég veit líka að ég átti stóran þátt í að koma liðinu þangað. Maður skilur báðar hliðar. Það er erfitt fyrir Lyon að taka þá áhættu að eitthvað komi fyrir mig í leiknum, og svo hefur verið mikið álag á mér sem ég finn fyrir í hásinunum. Þess vegna má segja að þetta sé skynsamlegt,“ segir Sara. Erfið en ánægjuleg ár í Wolfsburg Hún segist skilja afskaplega sátt við Wolfsburg eftir að hafa eignast þar fjölda vina og náð frábærum árangri. En tíminn hjá þýska liðinu hefur líka verið afar krefjandi og erfiður á margan hátt. Sara hefur til að mynda glímt við kvíða en náð góðum tökum á þeirri baráttu. Þegar ég kom til Wolfsburg vissi ég að þetta yrði líkamlega erfitt. Það væru fleiri æfingar, meiri ákefð og meiri kröfur. En persónulega og andlega hefur þetta líka tekið á. Það er eitthvað sem að fólk sér ekkert. Það er bara skrifað um það þegar við vinnum titla og svona, sem er vissulega ástæðan fyrir því að maður er í þessu, en vinnan sem maður leggur á sig og leiðin að þessum titlum er ekki alveg eins og hún sýnist. Það hefur margt gengið á hjá mér á þessum fjórum árum, án þess að ég vilji fara frekar út í það, en ég finn hvað ég er sátt við þennan tíma. Vonandi verðum við bikarmeistarar og þá hef ég unnið þarna átta titla á fjórum árum. Maður biður ekki um mikið meira, þó að það hefði toppað allt að vinna einn Meistaradeildartitil. Eins og Sara fjallaði um í bók sinni sem kom út um síðustu jól fór hún að finna fyrir kvíða í Þýskalandi en hún fagnar því að hafa þurft að takast á við það. „Út úr þessu líkamlega og andlega álagi fór ég að finna fyrir kvíða, sem var eitthvað sem ég hafði ekki áður kynnst. Ég hef þurft að leita mér hjálpar við kvíðanum, það hefur verið erfitt að eiga við hann en ótrúlega þroskandi líka. Ég er sjálf mjög þakklát fyrir að hafa gengið í gegnum það. Maður fer út fyrir sinn þægindaramma til að þroskast sem manneskja. Ég skil ótrúlega sátt við félagið. Ég hef eignast þarna fullt af vinum og vinkonum – mikið af fólki sem að ég mun sakna.“ Þýski boltinn Franski boltinn Fótbolti Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Fleiri fréttir Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
„Það er auðvitað ótrúlega mikill heiður að besta lið í heimi hafi sýnt manni svona mikinn áhuga,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, sem skrifað hefur undir samning til tveggja ára við Evrópu- og Frakklandsmeistara Lyon. „Þetta er staðfesting á því að ég hef staðið mig vel í Þýskalandi í öðru liði sem er á meðal þriggja bestu í heimi,“ segir Sara sem orðið hefur Þýskalandsmeistari öll fjögur ár sín með Wolfsburg, og gæti orðið þýskur bikarmeistari í fjórða sinn á laugardaginn. Sara missir reyndar af þeim leik vegna vistaskipta sinna, en tímabilið í Þýskalandi dróst á langinn vegna kórónuveirufaraldursins. Sara var í vetur einnig orðuð við spænska stórveldið Barcelona og sá möguleiki kom vissulega til greina að hún færi til Katalóníu. „Það voru einhverjar viðræður en ég var á þeim tímapunkti orðin alveg ákveðin í því að semja við Lyon. Ég veit ekki hvernig þetta fór svona langt í fjölmiðlum,“ segir Sara en í spænskum fjölmiðlum var fullyrt að hún yrði leikmaður Barcelona. Sara Björk hefur haft ófá tilefni til að opna kampavínsflöskur á árum sínum með Wolfsburg enda liðið unnið tvöfalt á hverju tímabili.VÍSIR/GETTY Sara kemur inn í ógnarsterkan leikmannahóp hjá Lyon, eftir að hafa náð að festa sig í sessi í stóru hlutverki í Wolfsburg. Lyon hefur orðið Evrópumeistari fjögur ár í röð og Frakklandsmeistari heil 14 ár í röð. Til stóð að Dzsenifer Marozsán og markmaðurinn Sarah Bouhaddi hyrfu á brott til Bandaríkjanna í sumar en þær hafa nú gert nýja samninga við Lyon og ljóst að ekkert verður slakað á kröfunum hjá þessu besta félagsliði heims síðustu ár. Þetta lið og þessi deild í einstökum gæðaflokki „Ég skoðaði alveg aðra möguleika sem ég hafði. Eins og ég hef sagt þá finnst mér spænska og enska deildin mjög spennandi. En mér finnst samt að þetta lið og þessi deild sé í öðrum gæðaflokki á þessum tímapunkti, þó að hinar deildirnar hafi verið á mikilli uppleið. Ég er búin að vera fjögur ár í Wolfsburg, í svakalega góðu liði, þar sem við höfum barist við Lyon um að vinna Meistaradeildina á meðan að önnur lið hafa kannski ekki átt mikinn séns.“ Sara Björk hefur mætt Lyon nokkrum sinnum í gegnum tíðina og fagnar hér marki gegn franska liðinu, sem þó hafði betur á endanum, í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fyrra.VÍSIR/GETTY Lyon hafði fyrst samband fyrir tveimur árum Og áhugi Lyon hefur varað lengi. Sara hefur mætt liðinu nokkrum sinnum í gegnum árin, til að mynda í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Kiev árið 2018 þar sem Sara átti mjög góðan leik þar til að hún varð að fara af velli vegna meiðsla. „Lyon hafði fyrst samband við mig fyrir tveimur árum. Á þeim tímapunkti fannst mér ekki alveg rétti tíminn til að breyta til. Ég vildi klára minn samning við Wolfsburg og fannst ég ekki hafa lokið mínu verkefni þar. Núna var svo samningurinn að renna út og ég gat ekki sleppt tækifærinu til að segja já við eitt besta lið í heiminum. Ég er aftur tilbúin núna að fara í nýtt og krefjandi verkefni. Ég veit að þó að ég hafi verið búin að vinna mér inn sterka stöðu hjá Wolfsburg þá verður það krefjandi að gera slíkt hið sama hjá Lyon. Það verður mikil samkeppni, en ég þrífst í þannig umhverfi. Ég er ekki komin á þann stað að vilja slaka eitthvað á. Ég finn að ég þrái meira,“ segir Sara, þó að hún sé vissulega þreytt eftir langt og strangt tímabil. View this post on Instagram It s been something else ! Coming to Germany was a big step and new adventure. I m thankful for the experience. For all the success with the team and to be playing with one of the best team with world class players in! I m grateful for the journey which gave me the opportunity to reach success in my carrier and to be able to reach my goals as a player! But first of all I grateful for the lessons. I have pushed myself completely out of my comfort zone physically and mentally! It s been more then just success and titles. It s been physically and mentally hard, emotional, setbacks, comebacks and tears! For all those things I m thankful to experience because I feel stronger not just as player but first of all as a person. To be able to push through and make all of these things shape me into the the person and the character that I am today! I m so happy and grateful for the people I met in these four years ! I want to thank Wolfsburg, the whole team , my dear teammates, staff, physios and our fans for this experience and time together! Now time for a new challenge and a new chapter ! A post shared by Sara Björk Gunnarsdóttir (@sarabjork90) on Jun 28, 2020 at 10:19am PDT Vonast til að spila í Meistaradeildinni í ágúst Sara ætlar að koma heim til Íslands í nokkurra daga heimsókn og slaka á áður en hún fer til Frakklands, beint til æfinga. Næstu alvöru leikir Lyon eru í ágúst þegar úrslitin ráðast í Meistaradeild Evrópu, en leika á 8-liða úrslit, undanúrslit og úrslit á Spáni dagana 21.-30. ágúst. Miðað við það sem UEFA hefur gefið út hefðu félagaskipti Söru þurft að ganga í gegn í janúar til þess að hún fengi að spila þessa leiki með Lyon, en hún bindur vonir við að fá að spila: „Það er ekki alveg 100 prósent en ég vona það. Auðvitað væri ömurlegt að geta ekki klárað þessa úrslitaleiki í ágúst og eitt af stærstu markmiðum mínum er að vinna Meistaradeildina.“ Eins og fyrr segir fær Sara svo ekki að kveðja Wolfsburg með því að spila bikarúrslitaleikinn á laugardag. Sara Björk glaðbeitt með liðsfélögum sínum, Felicitas Rauch og Pernille Harder, eftir að fjórði Þýskalandsmeistaratitillinn var í höfn.VÍSIR/GETTY „Ég er auðvitað ósátt við það. Ég hefði viljað taka einn leik í viðbót fyrir liðið og maður vill spila svona úrslitaleiki. En ég veit líka að ég átti stóran þátt í að koma liðinu þangað. Maður skilur báðar hliðar. Það er erfitt fyrir Lyon að taka þá áhættu að eitthvað komi fyrir mig í leiknum, og svo hefur verið mikið álag á mér sem ég finn fyrir í hásinunum. Þess vegna má segja að þetta sé skynsamlegt,“ segir Sara. Erfið en ánægjuleg ár í Wolfsburg Hún segist skilja afskaplega sátt við Wolfsburg eftir að hafa eignast þar fjölda vina og náð frábærum árangri. En tíminn hjá þýska liðinu hefur líka verið afar krefjandi og erfiður á margan hátt. Sara hefur til að mynda glímt við kvíða en náð góðum tökum á þeirri baráttu. Þegar ég kom til Wolfsburg vissi ég að þetta yrði líkamlega erfitt. Það væru fleiri æfingar, meiri ákefð og meiri kröfur. En persónulega og andlega hefur þetta líka tekið á. Það er eitthvað sem að fólk sér ekkert. Það er bara skrifað um það þegar við vinnum titla og svona, sem er vissulega ástæðan fyrir því að maður er í þessu, en vinnan sem maður leggur á sig og leiðin að þessum titlum er ekki alveg eins og hún sýnist. Það hefur margt gengið á hjá mér á þessum fjórum árum, án þess að ég vilji fara frekar út í það, en ég finn hvað ég er sátt við þennan tíma. Vonandi verðum við bikarmeistarar og þá hef ég unnið þarna átta titla á fjórum árum. Maður biður ekki um mikið meira, þó að það hefði toppað allt að vinna einn Meistaradeildartitil. Eins og Sara fjallaði um í bók sinni sem kom út um síðustu jól fór hún að finna fyrir kvíða í Þýskalandi en hún fagnar því að hafa þurft að takast á við það. „Út úr þessu líkamlega og andlega álagi fór ég að finna fyrir kvíða, sem var eitthvað sem ég hafði ekki áður kynnst. Ég hef þurft að leita mér hjálpar við kvíðanum, það hefur verið erfitt að eiga við hann en ótrúlega þroskandi líka. Ég er sjálf mjög þakklát fyrir að hafa gengið í gegnum það. Maður fer út fyrir sinn þægindaramma til að þroskast sem manneskja. Ég skil ótrúlega sátt við félagið. Ég hef eignast þarna fullt af vinum og vinkonum – mikið af fólki sem að ég mun sakna.“
Þýski boltinn Franski boltinn Fótbolti Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Fleiri fréttir Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira