Einar Hermannsson bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri SÁÁ Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júní 2020 20:23 Einar Hermannsson ásamt Valgerði Rúnarsdóttur, yfirlækni á Vogi. Aðsend Listi Einars Hermannssonar var nú rétt í þessu kjörinn í stjórn SÁÁ á aðalfundi samtakanna á Hilton Nordica í Reykjavík. Mikil ólga hefur verið innan SÁÁ í aðdraganda stjórnarkosninganna og hafa fylkingar beggja frambjóðenda haft sig mjög frammi í fjölmiðlum síðustu daga. Boðað var til aðalfundarins klukkan fimm nú síðdegis en hann hófst ekki fyrr en klukkan var langt gengin í sex. Fundarsókn var mikil og löng biðröð myndaðist fyrir utan fundarsalinn. Stjórnarkjör fór fram rafrænt og hófst skömmu fyrir klukkan átta. Einar Hermannsson og Þórarinn Tyrfingsson buðu fram lista, auk eins framboð til viðbótar. 490 atkvæði voru greidd á fundinum og fengu Einar og frambjóðendur hans um 280 atkvæði. Einar er þó ekki orðinn formaður en valið verður í stöðuna á fundi aðalstjórnar nú í kvöld. Þórarinn sækist einnig eftir formannsembættinu. Fjölmennt var á fundinum á hótel Nordica í kvöld.Aðsend Titringurinn innan SÁÁ á sér nokkuð langan aðdraganda. Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs og framkvæmdastjóri lækninga, sagði upp störfum í mars til að mótmæla því að öllum sálfræðingum og lýðheilsufræðingi hefði verið sagt upp við stofnunina án samráðs við hana. Hún dró uppsögn sína þó til baka og í framhaldinu voru hinar uppsagnirnar einnig dregnar til baka. Valgerður studdi Einar í formannskjörinu og þá lýstu 57 starfsmenn meðferðarsviðs SÁÁ við stuðningi við Einar í síðustu viku. Þá hefur einnig verið fjallað um fjárhagsvandræði SÁÁ, ekki síst vegna kórónuveirufaraldursins en SÁÁ hefur líkt og aðrir fundið fyrir tekjusamdrætti að undanförnu. Starfsmennirnir 57 sögðu þó í yfirlýsingu sinni í liðinni viku að vandi SÁÁ snúist ekki um peninga heldur „um yfirgengilegt ofbeldi í samskiptum, vanvirðingu, undirróður og valdabaráttu manna sem geta ekki sleppt tökunum á gömlum tímum.“ Pétur Tyrfingsson, sálfræðingur og bróðir Þórarins, fjallaði ítarlega formannsslag í SÁÁ, í grein sem hann birti á Vísi í gær. Hann sagði rangfærslur sem og vafasaman og gífuryrtan málflutning einkenna þann málflutning sem þar hefur verið hafður í frammi að hans mati og beindist gegn Þórarni, sem er fyrrverandi yfirlæknir SÁÁ. Í fyrstu útgáfu fréttarinnar kom fram að Einar hefði borið sigur úr býtum í formannskosningu SÁÁ. Það er ekki rétt heldur náði listi hans kjöri í stjórn SÁÁ. Formannskjör fer fram á fundi aðalstjórnar í kvöld. Ólga innan SÁÁ Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Sjá meira
Listi Einars Hermannssonar var nú rétt í þessu kjörinn í stjórn SÁÁ á aðalfundi samtakanna á Hilton Nordica í Reykjavík. Mikil ólga hefur verið innan SÁÁ í aðdraganda stjórnarkosninganna og hafa fylkingar beggja frambjóðenda haft sig mjög frammi í fjölmiðlum síðustu daga. Boðað var til aðalfundarins klukkan fimm nú síðdegis en hann hófst ekki fyrr en klukkan var langt gengin í sex. Fundarsókn var mikil og löng biðröð myndaðist fyrir utan fundarsalinn. Stjórnarkjör fór fram rafrænt og hófst skömmu fyrir klukkan átta. Einar Hermannsson og Þórarinn Tyrfingsson buðu fram lista, auk eins framboð til viðbótar. 490 atkvæði voru greidd á fundinum og fengu Einar og frambjóðendur hans um 280 atkvæði. Einar er þó ekki orðinn formaður en valið verður í stöðuna á fundi aðalstjórnar nú í kvöld. Þórarinn sækist einnig eftir formannsembættinu. Fjölmennt var á fundinum á hótel Nordica í kvöld.Aðsend Titringurinn innan SÁÁ á sér nokkuð langan aðdraganda. Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs og framkvæmdastjóri lækninga, sagði upp störfum í mars til að mótmæla því að öllum sálfræðingum og lýðheilsufræðingi hefði verið sagt upp við stofnunina án samráðs við hana. Hún dró uppsögn sína þó til baka og í framhaldinu voru hinar uppsagnirnar einnig dregnar til baka. Valgerður studdi Einar í formannskjörinu og þá lýstu 57 starfsmenn meðferðarsviðs SÁÁ við stuðningi við Einar í síðustu viku. Þá hefur einnig verið fjallað um fjárhagsvandræði SÁÁ, ekki síst vegna kórónuveirufaraldursins en SÁÁ hefur líkt og aðrir fundið fyrir tekjusamdrætti að undanförnu. Starfsmennirnir 57 sögðu þó í yfirlýsingu sinni í liðinni viku að vandi SÁÁ snúist ekki um peninga heldur „um yfirgengilegt ofbeldi í samskiptum, vanvirðingu, undirróður og valdabaráttu manna sem geta ekki sleppt tökunum á gömlum tímum.“ Pétur Tyrfingsson, sálfræðingur og bróðir Þórarins, fjallaði ítarlega formannsslag í SÁÁ, í grein sem hann birti á Vísi í gær. Hann sagði rangfærslur sem og vafasaman og gífuryrtan málflutning einkenna þann málflutning sem þar hefur verið hafður í frammi að hans mati og beindist gegn Þórarni, sem er fyrrverandi yfirlæknir SÁÁ. Í fyrstu útgáfu fréttarinnar kom fram að Einar hefði borið sigur úr býtum í formannskosningu SÁÁ. Það er ekki rétt heldur náði listi hans kjöri í stjórn SÁÁ. Formannskjör fer fram á fundi aðalstjórnar í kvöld.
Ólga innan SÁÁ Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Sjá meira