Lögregla á Ítalíu hefur lagt hald á 14 tonn af amfetamíni sem framleitt var af liðsmönnum hryðjuverkasamtakanna ISIS.
Lögregla segir að aldrei áður hafi verið lagt hald á jafnmikið magn af afmetamíni í heiminum.
Í yfirlýsingu frá ítölsku lögreglunni segir að hald hafi verið lagt á 84 milljónir taflna og er markaðsvirði efnisins vera um milljarður evra, eða 156 milljarðar íslenskra króna á núverandi gengi.
Talið er að efnin hafi verið framleidd af liðsmönnum ISIS í Sýrlandi.
Efnin fundust í þremur gámum á hafnarsvæði Salerno, suður af Napoli.