Íslenski boltinn

„Skýr skilaboð að minna krafta væri ekki óskað“

Ísak Hallmundarson skrifar

Á lokadegi félagsskiptagluggans í gær gekk Guðjón Pétur Lýðsson til liðs við Stjörnuna í Pepsi Max deild karla en félagið fær hann að láni út tímabilið frá Breiðabliki. 

„Þjálfarinn (Óskar Hrafn, Breiðabliki) kemur með þessa hugmynd að ég skipti um lið og þá finnst mér eins og það séu skýr skilaboð að minna krafta sé ekki óskað,“ segir Guðjón um félagsskiptin.

Guðjón spilaði áður með Stjörnunni árin 2007 og 2008, þá í 1. deild karla. Hann varð Íslandsmeistari með Val árin 2017 og 2018 en þessi 33 ára gamli leikmaður á 304 leiki í meistaraflokki á Íslandi og hefur skorað í þeim 61 mark.

„Ég er með mín gæði og er ákveðinn karakter sem ég held að nýtist flestum liðum og legg allt mitt í hendur á liðinu og geri allt sem er hægt til að liðið vinni, vonandi hjálpar það,“ sagði hann aðspurður út í hvað hann kæmi með inn í lið Stjörnunnar. 

Allt viðtalið má sjá í spilaranum efst í fréttinni.


Tengdar fréttir

Guðjón Pétur aftur í Stjörnuna

Guðjón Pétur Lýðsson er genginn til liðs við Stjörnuna. Hann kemur á láni út tímabilið frá Breiðabliki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×