„Allir helstu fýlupúkar landsins eru búnir að segja að þetta sé ömurlegt myndband“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júlí 2020 11:35 Hér má sjá Sindra (í gulu) fagna Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu 2019 með KR, þáverandi félagsliði sínu. Hann leikur nú fyrir KV. Vísir/Daniel Thor Sindri Snær Jensson, knattspyrnumaður og eigandi Húrra Reykjavíkur, segist gríðarlega ánægður með kynningu Knattspyrnusambands Íslands á nýjum búningum landsliða Íslands, sem og búninginn sjálfan. Hann gefur lítið fyrir háværa gagnrýni á framsetningu KSÍ á kynningarefni í kringum nýtt útlit landsliðanna. Þetta kom fram í viðtali við Sindra í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Kynning KSÍ á nýju merki sambandsins hefur verið fremur umdeild, en margir hafa sett fram sjónarmið um að bragur myndbandsins sé heldur þjóðrembingslegur, og jafnvel fasískur. Sjálfur gefur Sindri Snær lítið fyrir tengingar við fasisma og annað. Honum finnist myndbandið frábært, og kallar það „gæsahúðarmyndband.“ „Auðvitað er verið að færa í stílinn. Það er aðeins verið að gera eitthvað extra og dramatík. Allir helstu fýlupúkar landsins eru búnir að segja að þetta sé ömurlegt myndband. Þannig að ég held að þetta sé bara frábært myndband,“ segir Sindri. Gæti selt búninginn í Húrra Sindri er sem fyrr segir eigandi Húrra Reykjavíkur, og rekur tvær verslanir undir því nafni í miðbæ Reykjavíkur. Hann segir margt af því nýja sem KSÍ var að kynna, aukahluti og varning vera það flott, að það væri hægt að selja í verslununum, sem selja þann tískufatnað sem þykir móðins hverju sinni. Það hafi ekki áður átt við um varning undir merkjum KSÍ. „Við hefðum getað selt frönsku treyjuna sem var svört með hvítu, og Nígeríutreyjuna sem var græn og öll í munstri. En þetta gætum við alveg selt í Húrra, ekki spurning.“ Sjálfur gefur Sindri heildarpakkanum, búningnum, varningnum og kynningarefni KSÍ, níu í einkunn. „Ég er virkilega ánægður að sjá þetta hjá KSÍ.“ Fótbolti KSÍ Tíska og hönnun Íslenski boltinn Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Sindri Snær Jensson, knattspyrnumaður og eigandi Húrra Reykjavíkur, segist gríðarlega ánægður með kynningu Knattspyrnusambands Íslands á nýjum búningum landsliða Íslands, sem og búninginn sjálfan. Hann gefur lítið fyrir háværa gagnrýni á framsetningu KSÍ á kynningarefni í kringum nýtt útlit landsliðanna. Þetta kom fram í viðtali við Sindra í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Kynning KSÍ á nýju merki sambandsins hefur verið fremur umdeild, en margir hafa sett fram sjónarmið um að bragur myndbandsins sé heldur þjóðrembingslegur, og jafnvel fasískur. Sjálfur gefur Sindri Snær lítið fyrir tengingar við fasisma og annað. Honum finnist myndbandið frábært, og kallar það „gæsahúðarmyndband.“ „Auðvitað er verið að færa í stílinn. Það er aðeins verið að gera eitthvað extra og dramatík. Allir helstu fýlupúkar landsins eru búnir að segja að þetta sé ömurlegt myndband. Þannig að ég held að þetta sé bara frábært myndband,“ segir Sindri. Gæti selt búninginn í Húrra Sindri er sem fyrr segir eigandi Húrra Reykjavíkur, og rekur tvær verslanir undir því nafni í miðbæ Reykjavíkur. Hann segir margt af því nýja sem KSÍ var að kynna, aukahluti og varning vera það flott, að það væri hægt að selja í verslununum, sem selja þann tískufatnað sem þykir móðins hverju sinni. Það hafi ekki áður átt við um varning undir merkjum KSÍ. „Við hefðum getað selt frönsku treyjuna sem var svört með hvítu, og Nígeríutreyjuna sem var græn og öll í munstri. En þetta gætum við alveg selt í Húrra, ekki spurning.“ Sjálfur gefur Sindri heildarpakkanum, búningnum, varningnum og kynningarefni KSÍ, níu í einkunn. „Ég er virkilega ánægður að sjá þetta hjá KSÍ.“
Fótbolti KSÍ Tíska og hönnun Íslenski boltinn Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira