Töluverðar skemmdir urðu í kjarnorkustöð Írana Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2020 22:41 Ummerki um eldinn sem kom upp í kjarnorkustöðinni í Natanz á fimmtudag. Írönsk stjórnvöld reyndu í fyrstu að gera lítið úr atvikinu en viðurkenna nú að ný skilvinda hafi verið á meðal þess sem skemmdist. Vísir/EPA Írönsk yfirvöld viðurkenna að verulegar skemmdir hafi orðið á kjarnorkustöð þeirra í Natanz þegar eldur braust út þar á fimmtudag. Eldurinn er meðal annars sagður hafa valdið skemmdum á nýrri skilvindu sem var í smíðum þar. Engan sakaði þegar eldur kviknaði í kjarnorkustöðinni þar sem Íranar auðga úran. Stjórnvöld í Teheran fullyrða að þau viti hvað olli eldinum en hafa ekki viljað greina frá orsökunum af „öryggisástæðum“. Þau hafa ýjað að því að um tölvuárás hafi verið ræða, mögulega runnin undan rifjum Ísraela. Varnarmálaráðherra Ísraels gerði lítið úr þeim vangaveltum í dag án þess þó að hafna ábyrgð með berum orðum. „Ekki hafa allar uppákomur sem verða í Íran endilega eitthvað að gera með okkur,“ sagði Benny Gantz og gaf í skyn að Íranar kynnu ekki á flókin kerfi í dag. Talsmaður kjarnorkustofnunar Írans segir að nýr og fullkomnari búnaður komi í staðinn fyrir þann sem skemmdist í eldinum í síðustu viku. Uppákoman gæti þó hægt að þróun og framleiðslu á skilvindum sem eru notaðar til að auðga úran, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Íranar hófu þróun á nýjum og fullkomnari skilvindum eftir að Bandaríkjastjórn ákvað einhliða að rifta kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við Íran árið 2015. Samningurinn kvað á um að heimsveldin afléttu refsiaðgerðum gegn Íran gegn því að landið takmarkaði kjarnorkuáætlun sína. Íranar hafa lengi haldið því fram að áætlunin sé aðeins í friðsamlegum tilgangi og sé ekki ætlað að þróa kjarnavopn. Íran Ísrael Tengdar fréttir Rekja slys í íranskri kjarnorkustöð til mögulegs tölvuinnbrots Írönsk yfirvöld ýja að því að slys sem varð í neðanjarðarstöð þar sem úran er auðgað í gær megi rekja til tölvuinnbrots. Almannavarnir landsins segir að Íran muni ná sér niður á ríkjum sem reyna að brjótast inn í tölvukerfi auðgunarstöðva. 3. júlí 2020 15:24 „Atvik“ í úranauðgunarstöð í Íran Kjarnorkustofnun Írans segir að „atvik“ hafi átt sér stað í Natanz-úranauðgunarstöðinni en að enginn mannskaði hafi orðið og að ekki sé hætta á mengun. Slökkviliðs- og björgunarmenn voru sendir í stöðina. 2. júlí 2020 13:16 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Írönsk yfirvöld viðurkenna að verulegar skemmdir hafi orðið á kjarnorkustöð þeirra í Natanz þegar eldur braust út þar á fimmtudag. Eldurinn er meðal annars sagður hafa valdið skemmdum á nýrri skilvindu sem var í smíðum þar. Engan sakaði þegar eldur kviknaði í kjarnorkustöðinni þar sem Íranar auðga úran. Stjórnvöld í Teheran fullyrða að þau viti hvað olli eldinum en hafa ekki viljað greina frá orsökunum af „öryggisástæðum“. Þau hafa ýjað að því að um tölvuárás hafi verið ræða, mögulega runnin undan rifjum Ísraela. Varnarmálaráðherra Ísraels gerði lítið úr þeim vangaveltum í dag án þess þó að hafna ábyrgð með berum orðum. „Ekki hafa allar uppákomur sem verða í Íran endilega eitthvað að gera með okkur,“ sagði Benny Gantz og gaf í skyn að Íranar kynnu ekki á flókin kerfi í dag. Talsmaður kjarnorkustofnunar Írans segir að nýr og fullkomnari búnaður komi í staðinn fyrir þann sem skemmdist í eldinum í síðustu viku. Uppákoman gæti þó hægt að þróun og framleiðslu á skilvindum sem eru notaðar til að auðga úran, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Íranar hófu þróun á nýjum og fullkomnari skilvindum eftir að Bandaríkjastjórn ákvað einhliða að rifta kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við Íran árið 2015. Samningurinn kvað á um að heimsveldin afléttu refsiaðgerðum gegn Íran gegn því að landið takmarkaði kjarnorkuáætlun sína. Íranar hafa lengi haldið því fram að áætlunin sé aðeins í friðsamlegum tilgangi og sé ekki ætlað að þróa kjarnavopn.
Íran Ísrael Tengdar fréttir Rekja slys í íranskri kjarnorkustöð til mögulegs tölvuinnbrots Írönsk yfirvöld ýja að því að slys sem varð í neðanjarðarstöð þar sem úran er auðgað í gær megi rekja til tölvuinnbrots. Almannavarnir landsins segir að Íran muni ná sér niður á ríkjum sem reyna að brjótast inn í tölvukerfi auðgunarstöðva. 3. júlí 2020 15:24 „Atvik“ í úranauðgunarstöð í Íran Kjarnorkustofnun Írans segir að „atvik“ hafi átt sér stað í Natanz-úranauðgunarstöðinni en að enginn mannskaði hafi orðið og að ekki sé hætta á mengun. Slökkviliðs- og björgunarmenn voru sendir í stöðina. 2. júlí 2020 13:16 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Rekja slys í íranskri kjarnorkustöð til mögulegs tölvuinnbrots Írönsk yfirvöld ýja að því að slys sem varð í neðanjarðarstöð þar sem úran er auðgað í gær megi rekja til tölvuinnbrots. Almannavarnir landsins segir að Íran muni ná sér niður á ríkjum sem reyna að brjótast inn í tölvukerfi auðgunarstöðva. 3. júlí 2020 15:24
„Atvik“ í úranauðgunarstöð í Íran Kjarnorkustofnun Írans segir að „atvik“ hafi átt sér stað í Natanz-úranauðgunarstöðinni en að enginn mannskaði hafi orðið og að ekki sé hætta á mengun. Slökkviliðs- og björgunarmenn voru sendir í stöðina. 2. júlí 2020 13:16