Ennio Morricone er látinn Atli Ísleifsson skrifar 6. júlí 2020 07:16 Ennio Morricone á verðlaunahátíð í Mílanó á Ítalíu á síðasta ári. Getty Ítalska tónskáldið Ennio Morricone er látinn, 91 árs að aldri. Morricone er fyrst og fremst þekktur fyrir að hafa samið tónlista við fjölda kvikmynda og vann hann til Óskarsverðlauna árið 2016 fyrir tónlistina við The Hateful Eight, kvikmynd Quentin Tarantino, eftir að hafa verið tilnefndur til verðlaunanna fimm sinnum áður. Varð hann þá elsti maðurinn til að vinna til Óskarsverðlauna í „keppnisflokki“, það er þar sem verðlaun fyrir ævistarf eru undanskilin. Áður hafði hann verið tilnefndur fyrir tónlistina í kvikmyndunum Days of Heaven, The Mission, The Untouchables, Bugsy og Malena, og jafnframt hlotið heiðursverðlaun fyrir ævistarf árið 2007. Morricone er mögulega þekktastur fyrir tónlistina í spagettívestrum Sergio Leone, þ.á.m. svokallaðri Dollaratrílógíu, þ.e. A Fistful of Dollars frá árinu 1964, For a Few Dollars More frá árinu 1965 og The Good, the Bad and the Ugly frá árinu 1966. Allar skörtuðu þær Clint Eastwood í aðalhlutverki sem „Nafnlausi maðurinn“. Einnig er tónlist hans úr spagettívestranum Once Upon a Time in the West úr smiðju sama leikstjóra víðþekkt. Leone sagði tónlist Morricone „ómissandi“ og fékk hann iðulega til að semja hana áður en upptökur hófust til að geta útfært upptökurnar út frá framlagi tónskáldsins. Í Róm, heimabæ Morricone, var hann einfaldlega þekktur sem „Maestro“. Hann samdi tónlist fyrir rúmlega 500 kvikmyndir á ferlinum, þar má til dæmis nefna Cinema Paradiso, The Battle of Algiers, The Thing, The Mission, The Untouchables, Mission to Mars, Bugsy, In the Line of Fire, Ripley's Game og svo The Hateful Eight. Hér að neðan má heyra lag sem Morricone gerði í samstarfi við Joan Baez árið 1971 fyrir kvikmyndina Sacco & Vanzetti, ásamt fleiri vel þekktum lögum eftir tónskáldið. Bíó og sjónvarp Ítalía Andlát Menning Tónlist Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Sjá meira
Ítalska tónskáldið Ennio Morricone er látinn, 91 árs að aldri. Morricone er fyrst og fremst þekktur fyrir að hafa samið tónlista við fjölda kvikmynda og vann hann til Óskarsverðlauna árið 2016 fyrir tónlistina við The Hateful Eight, kvikmynd Quentin Tarantino, eftir að hafa verið tilnefndur til verðlaunanna fimm sinnum áður. Varð hann þá elsti maðurinn til að vinna til Óskarsverðlauna í „keppnisflokki“, það er þar sem verðlaun fyrir ævistarf eru undanskilin. Áður hafði hann verið tilnefndur fyrir tónlistina í kvikmyndunum Days of Heaven, The Mission, The Untouchables, Bugsy og Malena, og jafnframt hlotið heiðursverðlaun fyrir ævistarf árið 2007. Morricone er mögulega þekktastur fyrir tónlistina í spagettívestrum Sergio Leone, þ.á.m. svokallaðri Dollaratrílógíu, þ.e. A Fistful of Dollars frá árinu 1964, For a Few Dollars More frá árinu 1965 og The Good, the Bad and the Ugly frá árinu 1966. Allar skörtuðu þær Clint Eastwood í aðalhlutverki sem „Nafnlausi maðurinn“. Einnig er tónlist hans úr spagettívestranum Once Upon a Time in the West úr smiðju sama leikstjóra víðþekkt. Leone sagði tónlist Morricone „ómissandi“ og fékk hann iðulega til að semja hana áður en upptökur hófust til að geta útfært upptökurnar út frá framlagi tónskáldsins. Í Róm, heimabæ Morricone, var hann einfaldlega þekktur sem „Maestro“. Hann samdi tónlist fyrir rúmlega 500 kvikmyndir á ferlinum, þar má til dæmis nefna Cinema Paradiso, The Battle of Algiers, The Thing, The Mission, The Untouchables, Mission to Mars, Bugsy, In the Line of Fire, Ripley's Game og svo The Hateful Eight. Hér að neðan má heyra lag sem Morricone gerði í samstarfi við Joan Baez árið 1971 fyrir kvikmyndina Sacco & Vanzetti, ásamt fleiri vel þekktum lögum eftir tónskáldið.
Bíó og sjónvarp Ítalía Andlát Menning Tónlist Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Sjá meira