Ennio Morricone er látinn Atli Ísleifsson skrifar 6. júlí 2020 07:16 Ennio Morricone á verðlaunahátíð í Mílanó á Ítalíu á síðasta ári. Getty Ítalska tónskáldið Ennio Morricone er látinn, 91 árs að aldri. Morricone er fyrst og fremst þekktur fyrir að hafa samið tónlista við fjölda kvikmynda og vann hann til Óskarsverðlauna árið 2016 fyrir tónlistina við The Hateful Eight, kvikmynd Quentin Tarantino, eftir að hafa verið tilnefndur til verðlaunanna fimm sinnum áður. Varð hann þá elsti maðurinn til að vinna til Óskarsverðlauna í „keppnisflokki“, það er þar sem verðlaun fyrir ævistarf eru undanskilin. Áður hafði hann verið tilnefndur fyrir tónlistina í kvikmyndunum Days of Heaven, The Mission, The Untouchables, Bugsy og Malena, og jafnframt hlotið heiðursverðlaun fyrir ævistarf árið 2007. Morricone er mögulega þekktastur fyrir tónlistina í spagettívestrum Sergio Leone, þ.á.m. svokallaðri Dollaratrílógíu, þ.e. A Fistful of Dollars frá árinu 1964, For a Few Dollars More frá árinu 1965 og The Good, the Bad and the Ugly frá árinu 1966. Allar skörtuðu þær Clint Eastwood í aðalhlutverki sem „Nafnlausi maðurinn“. Einnig er tónlist hans úr spagettívestranum Once Upon a Time in the West úr smiðju sama leikstjóra víðþekkt. Leone sagði tónlist Morricone „ómissandi“ og fékk hann iðulega til að semja hana áður en upptökur hófust til að geta útfært upptökurnar út frá framlagi tónskáldsins. Í Róm, heimabæ Morricone, var hann einfaldlega þekktur sem „Maestro“. Hann samdi tónlist fyrir rúmlega 500 kvikmyndir á ferlinum, þar má til dæmis nefna Cinema Paradiso, The Battle of Algiers, The Thing, The Mission, The Untouchables, Mission to Mars, Bugsy, In the Line of Fire, Ripley's Game og svo The Hateful Eight. Hér að neðan má heyra lag sem Morricone gerði í samstarfi við Joan Baez árið 1971 fyrir kvikmyndina Sacco & Vanzetti, ásamt fleiri vel þekktum lögum eftir tónskáldið. Bíó og sjónvarp Ítalía Andlát Menning Tónlist Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Ítalska tónskáldið Ennio Morricone er látinn, 91 árs að aldri. Morricone er fyrst og fremst þekktur fyrir að hafa samið tónlista við fjölda kvikmynda og vann hann til Óskarsverðlauna árið 2016 fyrir tónlistina við The Hateful Eight, kvikmynd Quentin Tarantino, eftir að hafa verið tilnefndur til verðlaunanna fimm sinnum áður. Varð hann þá elsti maðurinn til að vinna til Óskarsverðlauna í „keppnisflokki“, það er þar sem verðlaun fyrir ævistarf eru undanskilin. Áður hafði hann verið tilnefndur fyrir tónlistina í kvikmyndunum Days of Heaven, The Mission, The Untouchables, Bugsy og Malena, og jafnframt hlotið heiðursverðlaun fyrir ævistarf árið 2007. Morricone er mögulega þekktastur fyrir tónlistina í spagettívestrum Sergio Leone, þ.á.m. svokallaðri Dollaratrílógíu, þ.e. A Fistful of Dollars frá árinu 1964, For a Few Dollars More frá árinu 1965 og The Good, the Bad and the Ugly frá árinu 1966. Allar skörtuðu þær Clint Eastwood í aðalhlutverki sem „Nafnlausi maðurinn“. Einnig er tónlist hans úr spagettívestranum Once Upon a Time in the West úr smiðju sama leikstjóra víðþekkt. Leone sagði tónlist Morricone „ómissandi“ og fékk hann iðulega til að semja hana áður en upptökur hófust til að geta útfært upptökurnar út frá framlagi tónskáldsins. Í Róm, heimabæ Morricone, var hann einfaldlega þekktur sem „Maestro“. Hann samdi tónlist fyrir rúmlega 500 kvikmyndir á ferlinum, þar má til dæmis nefna Cinema Paradiso, The Battle of Algiers, The Thing, The Mission, The Untouchables, Mission to Mars, Bugsy, In the Line of Fire, Ripley's Game og svo The Hateful Eight. Hér að neðan má heyra lag sem Morricone gerði í samstarfi við Joan Baez árið 1971 fyrir kvikmyndina Sacco & Vanzetti, ásamt fleiri vel þekktum lögum eftir tónskáldið.
Bíó og sjónvarp Ítalía Andlát Menning Tónlist Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira