Tvöfalt fleiri rafskútuóhöpp á borði lögreglu Kristín Ólafsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 6. júlí 2020 15:41 Rafhlaupahjól njóta mikilla vinsælda um þessar mundir. Vísir/vilhelm Fjöldi óhappa sem tengjast rafmagnshlaupahjólum sem komið hafa til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur tvöfaldast frá því í fyrra. Aðalvarðstjóri brýnir fyrir almenningi að fara varlega en nokkuð hefur borið á því að fólk fari ekki að reglum. Rafknúin hlaupahjól njóta aukinna vinsælda og hefur notkun þeirra farið vaxandi milli ára. Samhliða aukinni notkun hefur slysum einnig farið fjölgandi að sögn Árna Friðleifssonar, aðalvarðstjóra hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta eru í sjálfu sér ekki mörg tilvik en ef þannig er horft á það er þetta alveg helmingsaukning á óhöppum sem eru tilkynnt til lögreglu. Við vorum með í fyrra samkvæmt lögreglukerfunum eitthvað í kringum sjö óhöpp og nú eru þau þegar komin upp í 15, 16. Þannig að það er meira um þetta og svo vitum við af því að það er ekki allt sem ratar inn á borð til lögreglu. Fólk er að falla af þessu og hljóta smá skrámur, og það kemur ekki inn á borð okkar.“ Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Skjáskot/Stöð 2 Síðast í gær kom þó eitt tilfellifelli inn á borð lögreglunnar. „Það var rafhlaupahjól sem lendir á ungu barni.“ Hann brýnir fyrir fólki að fara varlega og hvetur fullorðna til að sýna gott fordæmi. „Þetta eru samkvæmt umferðarlögum reiðhjól í C-flokki og það má ekki nota þau á götu, það má eingöngu vera á gangstéttum og göngustígum. En við erum aftur á móti sjá fólk notandi þessi hjól á götum og það er því miður í flestum tilvikum fullorðið fólk sem er að nota þetta, og notar þetta á götum,“ segir Árni. Þrátt fyrir að rafmagnshlaupahjólin geti haft hættu í för með sér bendir Árni á að almennt sé aukin notkun þessa umhverfisvæna ferðamáta af hinu góða. „Í svona góðu veðri þá er þetta mjög kærkomin búbót fyrir samgöngur hér á höfuðborgarsvæðinu. Það er ákveðið regluverk í kringum þessi rafhlaupahjól og við verðum að vona að bæði eigendur og þeir sem leigja svona, að þeir fari eftir því. Það er til dæmis eitt sem ég vil benda á að það er bannað að vera með farþega á þessu en við erum að sjá tvo, jafnvel þrjá á svona rafhlaupahjólum og það kann ekki góðri lukku að stýra,“ segir Árni. Samgöngur Lögreglumál Samgönguslys Umferðaröryggi Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Tíu ára stúlka missti meðvitund í árekstri við rafmagnshlaupahjól Piltur á rafmagnshlaupahjóli ók á tíu ára stúlku í Keflavík í vikunni með þeim afleiðingum að hún skall með höfuðið í jörðina og missti meðvitund. 18. júní 2020 10:22 Ók rafmagnshlaupahjóli á tvo ferðamenn Lögreglan segist hafa þurft að aðstoða tvo erlenda ferðamenn eftir rafmagnshlaupahjólaslys í gærkvöld. 13. mars 2020 06:05 Þýtur um á rafhlaupahjóli framhjá umferðarteppunni Læknanemi sem hafði enga trú á rafhlaupahjólum þýtur nú framhjá umferðarteppunni á morgnana og hefur losað sig við einkabílinn. Rafhlaupahjólin njóta síaukinna vinsælda hér á landi. Reykjavíkurborg hefur sett reglur sem taka mið af vandræðum sem hafa skapast vegna rafhlaupahjólaleiga erlendis. 30. september 2019 20:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Fjöldi óhappa sem tengjast rafmagnshlaupahjólum sem komið hafa til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur tvöfaldast frá því í fyrra. Aðalvarðstjóri brýnir fyrir almenningi að fara varlega en nokkuð hefur borið á því að fólk fari ekki að reglum. Rafknúin hlaupahjól njóta aukinna vinsælda og hefur notkun þeirra farið vaxandi milli ára. Samhliða aukinni notkun hefur slysum einnig farið fjölgandi að sögn Árna Friðleifssonar, aðalvarðstjóra hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta eru í sjálfu sér ekki mörg tilvik en ef þannig er horft á það er þetta alveg helmingsaukning á óhöppum sem eru tilkynnt til lögreglu. Við vorum með í fyrra samkvæmt lögreglukerfunum eitthvað í kringum sjö óhöpp og nú eru þau þegar komin upp í 15, 16. Þannig að það er meira um þetta og svo vitum við af því að það er ekki allt sem ratar inn á borð til lögreglu. Fólk er að falla af þessu og hljóta smá skrámur, og það kemur ekki inn á borð okkar.“ Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Skjáskot/Stöð 2 Síðast í gær kom þó eitt tilfellifelli inn á borð lögreglunnar. „Það var rafhlaupahjól sem lendir á ungu barni.“ Hann brýnir fyrir fólki að fara varlega og hvetur fullorðna til að sýna gott fordæmi. „Þetta eru samkvæmt umferðarlögum reiðhjól í C-flokki og það má ekki nota þau á götu, það má eingöngu vera á gangstéttum og göngustígum. En við erum aftur á móti sjá fólk notandi þessi hjól á götum og það er því miður í flestum tilvikum fullorðið fólk sem er að nota þetta, og notar þetta á götum,“ segir Árni. Þrátt fyrir að rafmagnshlaupahjólin geti haft hættu í för með sér bendir Árni á að almennt sé aukin notkun þessa umhverfisvæna ferðamáta af hinu góða. „Í svona góðu veðri þá er þetta mjög kærkomin búbót fyrir samgöngur hér á höfuðborgarsvæðinu. Það er ákveðið regluverk í kringum þessi rafhlaupahjól og við verðum að vona að bæði eigendur og þeir sem leigja svona, að þeir fari eftir því. Það er til dæmis eitt sem ég vil benda á að það er bannað að vera með farþega á þessu en við erum að sjá tvo, jafnvel þrjá á svona rafhlaupahjólum og það kann ekki góðri lukku að stýra,“ segir Árni.
Samgöngur Lögreglumál Samgönguslys Umferðaröryggi Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Tíu ára stúlka missti meðvitund í árekstri við rafmagnshlaupahjól Piltur á rafmagnshlaupahjóli ók á tíu ára stúlku í Keflavík í vikunni með þeim afleiðingum að hún skall með höfuðið í jörðina og missti meðvitund. 18. júní 2020 10:22 Ók rafmagnshlaupahjóli á tvo ferðamenn Lögreglan segist hafa þurft að aðstoða tvo erlenda ferðamenn eftir rafmagnshlaupahjólaslys í gærkvöld. 13. mars 2020 06:05 Þýtur um á rafhlaupahjóli framhjá umferðarteppunni Læknanemi sem hafði enga trú á rafhlaupahjólum þýtur nú framhjá umferðarteppunni á morgnana og hefur losað sig við einkabílinn. Rafhlaupahjólin njóta síaukinna vinsælda hér á landi. Reykjavíkurborg hefur sett reglur sem taka mið af vandræðum sem hafa skapast vegna rafhlaupahjólaleiga erlendis. 30. september 2019 20:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Tíu ára stúlka missti meðvitund í árekstri við rafmagnshlaupahjól Piltur á rafmagnshlaupahjóli ók á tíu ára stúlku í Keflavík í vikunni með þeim afleiðingum að hún skall með höfuðið í jörðina og missti meðvitund. 18. júní 2020 10:22
Ók rafmagnshlaupahjóli á tvo ferðamenn Lögreglan segist hafa þurft að aðstoða tvo erlenda ferðamenn eftir rafmagnshlaupahjólaslys í gærkvöld. 13. mars 2020 06:05
Þýtur um á rafhlaupahjóli framhjá umferðarteppunni Læknanemi sem hafði enga trú á rafhlaupahjólum þýtur nú framhjá umferðarteppunni á morgnana og hefur losað sig við einkabílinn. Rafhlaupahjólin njóta síaukinna vinsælda hér á landi. Reykjavíkurborg hefur sett reglur sem taka mið af vandræðum sem hafa skapast vegna rafhlaupahjólaleiga erlendis. 30. september 2019 20:00