Var sex ára þegar hún sá Kötlugos 1918 og fagnar 108 ára afmæli í dag Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. júlí 2020 20:00 Dóra Ólafsdóttir er elsti núlifandi Íslendingurinn en hún á 108 ára afmæli í dag. Vísir/Baldur Dóra Ólafsdóttir, elsti núlifandi Íslendingurinn, fagnar 108 ára afmæli í dag. Hún man vel eftir Kötlugosinu 1918 og rámar einnig í tíma spænsku veikinnar á Íslandi. Hún segir margt skrýtið í nútímanum og hvetur Íslendinga til að standa í lappirnar. Það var flaggað við hjúkrunarheimilið Skjól þar sem Dóra býr í tilefni dagsins en hún flutti suður til Reykjavíkur frá Akureyri þegar hún var hundrað ára. Dóra starfaði lengi vel hjá Landsímanum fyrir norðan. Hún er elsti núlifandi Íslendingurinn, fædd 6. júlí árið 1912 í Grýtubakkahreppi. Dóra er við ágætis heilsu en heyrnin er farin að gefa sig. „Ég reyni að prjóna svolítið og svo les ég með stækkunarglerinu,“ segir Dóra í samtali við fréttastofu. Dóra fylgist vel með málefnum líðandi stundar, les blöðin og hlustar á útvarpið. „Ef maður les gamla tímann og ber það saman við nýja tímann, það er mikil breyting. Kannski ekki allt til batnaðar en mikið. En mér finnst mikill óþarfi í þessu,“ segir Dóra og nefndir sem dæmi að henni hugnist ekki allir nýrri straumar tískunnar. Áskell sonur Dóru er á meðal þeirra sem heimsóttu Dóru í tilefni dagsins en hún fagnar því að mega aftur fá gesti sem ekki var hægt á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð hæst. „Eitthvað rámar mig nú í það,“ segir Dóra, spurð hvort hún muni eitthvað eftir spænsku veikinni svokölluðu árið 1918, en þá var Dóra sex ára. Betur man hún eftir Kötlugosinu það sama ár. „Þá var ég í Höfða að passa lítinn krakka og leit svona út um gluggann,“ segir Dóra. „Ég eiginlega vissi nú ekki hvað var að ske en ég sá þetta gos. En svo kom aska þarna í garðinn um nóttina.“ Aðspurð segist Dóra ekki treysta sér til að spá fyrir um hversu háum aldri hún muni ná. „Það veit nú bara guð almáttugur, ég spái ekkert í það. Ég bara tek því sem að höndum ber og stíg vel í fæturna,“ segir Dóra. „Ég segi alltaf við þá sem ég er aðspjalla við eitthvað; Standið nú vel í lappirnar fyrir land og þjóð.“ Tímamót Katla Reykjavík Akureyri Grýtubakkahreppur Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Sjá meira
Dóra Ólafsdóttir, elsti núlifandi Íslendingurinn, fagnar 108 ára afmæli í dag. Hún man vel eftir Kötlugosinu 1918 og rámar einnig í tíma spænsku veikinnar á Íslandi. Hún segir margt skrýtið í nútímanum og hvetur Íslendinga til að standa í lappirnar. Það var flaggað við hjúkrunarheimilið Skjól þar sem Dóra býr í tilefni dagsins en hún flutti suður til Reykjavíkur frá Akureyri þegar hún var hundrað ára. Dóra starfaði lengi vel hjá Landsímanum fyrir norðan. Hún er elsti núlifandi Íslendingurinn, fædd 6. júlí árið 1912 í Grýtubakkahreppi. Dóra er við ágætis heilsu en heyrnin er farin að gefa sig. „Ég reyni að prjóna svolítið og svo les ég með stækkunarglerinu,“ segir Dóra í samtali við fréttastofu. Dóra fylgist vel með málefnum líðandi stundar, les blöðin og hlustar á útvarpið. „Ef maður les gamla tímann og ber það saman við nýja tímann, það er mikil breyting. Kannski ekki allt til batnaðar en mikið. En mér finnst mikill óþarfi í þessu,“ segir Dóra og nefndir sem dæmi að henni hugnist ekki allir nýrri straumar tískunnar. Áskell sonur Dóru er á meðal þeirra sem heimsóttu Dóru í tilefni dagsins en hún fagnar því að mega aftur fá gesti sem ekki var hægt á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð hæst. „Eitthvað rámar mig nú í það,“ segir Dóra, spurð hvort hún muni eitthvað eftir spænsku veikinni svokölluðu árið 1918, en þá var Dóra sex ára. Betur man hún eftir Kötlugosinu það sama ár. „Þá var ég í Höfða að passa lítinn krakka og leit svona út um gluggann,“ segir Dóra. „Ég eiginlega vissi nú ekki hvað var að ske en ég sá þetta gos. En svo kom aska þarna í garðinn um nóttina.“ Aðspurð segist Dóra ekki treysta sér til að spá fyrir um hversu háum aldri hún muni ná. „Það veit nú bara guð almáttugur, ég spái ekkert í það. Ég bara tek því sem að höndum ber og stíg vel í fæturna,“ segir Dóra. „Ég segi alltaf við þá sem ég er aðspjalla við eitthvað; Standið nú vel í lappirnar fyrir land og þjóð.“
Tímamót Katla Reykjavík Akureyri Grýtubakkahreppur Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Sjá meira