Logi harmar lokun fangelsis á Akureyri Jakob Bjarnar skrifar 6. júlí 2020 20:19 Logi, sem er einmitt frá Akureyri, segir að sér skiljist að fangelsið fyrir norðan sé til fyrirmyndar og starfsfólk hafi á sér sérstaklega gott orð. visir/vilhelm „Þetta eru hörmuleg tíðindi og ákvörðunin verður vonandi endurskoðuð,“ segir Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar á Facebooksíðu sinni nú rétt í þessu. En eins og Vísir greindi frá verður fangelsinu á Akureyri verður lokað. Hugmyndin er sú að með lokun fangelsisins verður hægt að nýta betur þá fjármuni sem renna til fangelsismála. Um átta til tíu fangar eru vistaðir að jafnaði í fangelsinu á Akureyri, sem er í sama húsnæði og embætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Kostnaður við hvert fangapláss á Litla-Hrauni og Hólmsheiði sé mun lægri en á Akureyri vegna samlegðaráhrifa við önnur fangelsi. Logi, sem er einmitt frá Akureyri, segir að sér skiljist að fangelsið fyrir norðan sé til fyrirmyndar og starfsfólk hafi á sér sérstaklega gott orð. „Það verður varla auðveldara fyrir það að flytjast suður með fjölskyldur sínar, þó það sé í boði, en starfsmenn þaðan að flytjast á starfstöðvar út á land. En það hefur iðulega verið gagnrýnt harðlega þegar slíkar hugmyndir skjóta upp kollinum.“ Logi segir að svo virðist sem ákvörðunin sé fyrst og rekstrarlegs eðlis en ekki fagleg. „Ef peningaleg sjónarmið fá ævinlega að ráða er sjálfsagt hægt að reikna út að hagkvæmt sé að skella í lás víða um land og reka eina stóra sjoppu á suðvestur horninu. Það sparar eflaust ýmsan aurinn en landið okkar verður þeim mun fátæklegra,“ segir formaður Samfylkingarinnar sem vill fara í þveröfuga átt og taka ákvörðun um markvissa uppbyggingu á Akureyri. Til að fjölga íbúum á norðausturhorninu til mótvægis, til dæmis að fyrirmynd Norðmanna. Fangelsismál Akureyri Byggðamál Reykjavík Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Þetta eru hörmuleg tíðindi og ákvörðunin verður vonandi endurskoðuð,“ segir Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar á Facebooksíðu sinni nú rétt í þessu. En eins og Vísir greindi frá verður fangelsinu á Akureyri verður lokað. Hugmyndin er sú að með lokun fangelsisins verður hægt að nýta betur þá fjármuni sem renna til fangelsismála. Um átta til tíu fangar eru vistaðir að jafnaði í fangelsinu á Akureyri, sem er í sama húsnæði og embætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Kostnaður við hvert fangapláss á Litla-Hrauni og Hólmsheiði sé mun lægri en á Akureyri vegna samlegðaráhrifa við önnur fangelsi. Logi, sem er einmitt frá Akureyri, segir að sér skiljist að fangelsið fyrir norðan sé til fyrirmyndar og starfsfólk hafi á sér sérstaklega gott orð. „Það verður varla auðveldara fyrir það að flytjast suður með fjölskyldur sínar, þó það sé í boði, en starfsmenn þaðan að flytjast á starfstöðvar út á land. En það hefur iðulega verið gagnrýnt harðlega þegar slíkar hugmyndir skjóta upp kollinum.“ Logi segir að svo virðist sem ákvörðunin sé fyrst og rekstrarlegs eðlis en ekki fagleg. „Ef peningaleg sjónarmið fá ævinlega að ráða er sjálfsagt hægt að reikna út að hagkvæmt sé að skella í lás víða um land og reka eina stóra sjoppu á suðvestur horninu. Það sparar eflaust ýmsan aurinn en landið okkar verður þeim mun fátæklegra,“ segir formaður Samfylkingarinnar sem vill fara í þveröfuga átt og taka ákvörðun um markvissa uppbyggingu á Akureyri. Til að fjölga íbúum á norðausturhorninu til mótvægis, til dæmis að fyrirmynd Norðmanna.
Fangelsismál Akureyri Byggðamál Reykjavík Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira