Björn Ingi segir Kára kominn í fýlu og einhver verði að kyngja ælunni Jakob Bjarnar skrifar 6. júlí 2020 21:55 Nýjustu vendingar í vörnum landsins gegn Covid-19, það að Kári Stefánsson hafi dregið fyrirtæki sitt út úr verkefninu, valda Birni Inga verulegum áhyggjum. Hann mun spyrja Þórólf Guðnason sóttvarnalækni spjörunum úr á morgun. visir/vilhelm Björn Ingi Hrafnsson – ritstjóri Viljans – segir að það verði fróðlegt að mæta á upplýsingafund Almannavarna á morgun „og spyrja nokkurra vel valinna spurninga“. Björn Ingi, sem vakið hefur athygli fyrir ódrepandi áhuga sinn á öllu sem snýr að kórónuveirufaraldrinum og hefur ekki látið sitt eftir liggja á upplýsingafundum þríeykisins svonefnda í þá fjóra mánuði sem eru frá því veiran gerði vart við sig, er afar hugsi vegna nýjustu frétta. Kári vill ekki láta bendla sig við stjórnvaldsaðgerðir Eins og Vísir hefur greint ítarlega frá hefur Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, nú dregið fyrirtæki sitt frá öllu því sem snýr að skimunum. Hann segist ekki efast um að stjórnvöld muni finna einhvern til að hlaupa í skarðið fyrir fyrirtæki sitt, en lesa má á milli lína að hann leyfi sér að efast um það; stjórnvöld eru svifasein. Hann hafi greint Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra frá fyrirætlunum sínum og í svarbréfi komi fram að hún ætli að skipa verkefnisstjóra sem ætti að skila áliti ekki seinna en 15. september. „Mér finnst hún ekki ganga rösklega til verks í þessu. Þau velja sér sín verkefni og sinn hraða og gera á sinn máta en ég vil ekki vera bendlaður við það,“ segir Kári: Sá tími sem ríkisstjórnin ætli sér sé „einhvers staðar á milli þess að vera grátlegur og hlægilegur.“ Einhver verður látinn kyngja ælunni Enginn ætti að velkjast í vafa um að Björn Ingi hefur kynnt sér viðfangsefnið í þaula en hann fæst nú við ritun bókar um efnið. Lokakaflinn liggur greinilega ekki fyrir, ekki nálægt lagi: „Nú er rúm vika frá því Kári Stefánsson sagði í viðtali að loka yrði landinu ef hann færi í fýlu. Nú er hann kominn í fýlu og spurningin er þá hvort ríkisstjórnin mun falla á kné og gera eins og henni er sagt, eða hvort landinu verður lokað frá næstkomandi mánudegi,“ spyr Björn Ingi. Og hann spyr áfram: „Þriðji möguleikinn er svo sá að allt í einu verði ekki lengur talið mikilvægt að skima við landamærin. Stóru orðin eru síst spöruð og líklegt er að einhver verði látinn kyngja ælunni.“ Talsverð viðbrögð má nú þegar sjá við hugleiðingar Björns Inga. Þannig tekur þingmaður Miðflokksins, Þorsteinn Sæmundsson, til máls og eggjar Björn til dáða. Segir þó verst að Svandís Svavarsdóttir verði þar varla til svara: „Láttu þau heyra það. Verst að höfuðpaurinn heilbrigðisráðherrann mætir væntanlega ekki.“ Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vonar að hægt verði að leita í þekkingu og reynslu Kára og ÍE „Ég get verið sammála Kára um þetta [stofnun Faraldsfræðistofnunar], það er mjög mikilvægt að við eflum innviði heilbrigðiskerfisins okkar til þess að takast á við faraldra,“ 6. júlí 2020 20:51 Íslensk erfðagreining hættir að skima og slítur samskiptum við embætti landlæknis Íslensk erfðagreining (ÍE) ætlar að hætta aðkomu að kórónuveiruskimunum. 6. júlí 2020 13:45 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Björn Ingi Hrafnsson – ritstjóri Viljans – segir að það verði fróðlegt að mæta á upplýsingafund Almannavarna á morgun „og spyrja nokkurra vel valinna spurninga“. Björn Ingi, sem vakið hefur athygli fyrir ódrepandi áhuga sinn á öllu sem snýr að kórónuveirufaraldrinum og hefur ekki látið sitt eftir liggja á upplýsingafundum þríeykisins svonefnda í þá fjóra mánuði sem eru frá því veiran gerði vart við sig, er afar hugsi vegna nýjustu frétta. Kári vill ekki láta bendla sig við stjórnvaldsaðgerðir Eins og Vísir hefur greint ítarlega frá hefur Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, nú dregið fyrirtæki sitt frá öllu því sem snýr að skimunum. Hann segist ekki efast um að stjórnvöld muni finna einhvern til að hlaupa í skarðið fyrir fyrirtæki sitt, en lesa má á milli lína að hann leyfi sér að efast um það; stjórnvöld eru svifasein. Hann hafi greint Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra frá fyrirætlunum sínum og í svarbréfi komi fram að hún ætli að skipa verkefnisstjóra sem ætti að skila áliti ekki seinna en 15. september. „Mér finnst hún ekki ganga rösklega til verks í þessu. Þau velja sér sín verkefni og sinn hraða og gera á sinn máta en ég vil ekki vera bendlaður við það,“ segir Kári: Sá tími sem ríkisstjórnin ætli sér sé „einhvers staðar á milli þess að vera grátlegur og hlægilegur.“ Einhver verður látinn kyngja ælunni Enginn ætti að velkjast í vafa um að Björn Ingi hefur kynnt sér viðfangsefnið í þaula en hann fæst nú við ritun bókar um efnið. Lokakaflinn liggur greinilega ekki fyrir, ekki nálægt lagi: „Nú er rúm vika frá því Kári Stefánsson sagði í viðtali að loka yrði landinu ef hann færi í fýlu. Nú er hann kominn í fýlu og spurningin er þá hvort ríkisstjórnin mun falla á kné og gera eins og henni er sagt, eða hvort landinu verður lokað frá næstkomandi mánudegi,“ spyr Björn Ingi. Og hann spyr áfram: „Þriðji möguleikinn er svo sá að allt í einu verði ekki lengur talið mikilvægt að skima við landamærin. Stóru orðin eru síst spöruð og líklegt er að einhver verði látinn kyngja ælunni.“ Talsverð viðbrögð má nú þegar sjá við hugleiðingar Björns Inga. Þannig tekur þingmaður Miðflokksins, Þorsteinn Sæmundsson, til máls og eggjar Björn til dáða. Segir þó verst að Svandís Svavarsdóttir verði þar varla til svara: „Láttu þau heyra það. Verst að höfuðpaurinn heilbrigðisráðherrann mætir væntanlega ekki.“
Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vonar að hægt verði að leita í þekkingu og reynslu Kára og ÍE „Ég get verið sammála Kára um þetta [stofnun Faraldsfræðistofnunar], það er mjög mikilvægt að við eflum innviði heilbrigðiskerfisins okkar til þess að takast á við faraldra,“ 6. júlí 2020 20:51 Íslensk erfðagreining hættir að skima og slítur samskiptum við embætti landlæknis Íslensk erfðagreining (ÍE) ætlar að hætta aðkomu að kórónuveiruskimunum. 6. júlí 2020 13:45 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Vonar að hægt verði að leita í þekkingu og reynslu Kára og ÍE „Ég get verið sammála Kára um þetta [stofnun Faraldsfræðistofnunar], það er mjög mikilvægt að við eflum innviði heilbrigðiskerfisins okkar til þess að takast á við faraldra,“ 6. júlí 2020 20:51
Íslensk erfðagreining hættir að skima og slítur samskiptum við embætti landlæknis Íslensk erfðagreining (ÍE) ætlar að hætta aðkomu að kórónuveiruskimunum. 6. júlí 2020 13:45