„Þeir verða stoppaðir ef að sést til þeirra“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. júlí 2020 14:13 Hópurinn ferðast um á sex jeppum, til að mynda þessum hummer. Hér má sjá hann á kafi í sunnlenskum söndum. bureko cz Hópur tékkneskra jeppakalla má vænta tiltals frá lögreglu eftir að hafa birtir myndir af eigin utanvegaakstri. „Við þurfum að hafa uppi á þessum mönnum,“ segir Fjölnir Sæmundsson varðstjóri hjá lögreglunni á Hvolsvelli. „Þeir verða stoppaðir ef að sést til þeirra.“ Hópurinn er á vegum bifreiðaverkstæðisins Bureko, sem sérhæfir sig í jeppabreytingum. Hann kom hingað til lands með Norrænu þann 3. júlí og hefur ekið í vesturátt síðan. Jeppakallarnir aka á sex bílum og hafa þeir verið iðnir við að birta myndir af ferðalagi sínu. Þær bera með sér að þeir hafi m.a. ekið inn í Þórsmörk og eftir suðurströndinni - og það utanvegar í einhverjum tilfellum. Eitt dæmi þess má sjá hér að neðan. Fyrrnefndur Fjölnir segir að ökumannanna sé nú leitað. Búið er að gera lögreglumönnum á Suðurlandi viðvart og verða þeir tékknesku stöðvaðir ef sést til þeirra. „Þetta eru bara klár brot,“ segir Fjölnir, aðspurður hvort myndefnið þeirra sýni utanvegaakstur. Hópurinn virðist aka í vestur en Fjölnir segir að ekki hafi sést enn til þeirra á Hvolsvelli. Ætla má að þeir haldi að endingu aftur til Seyðisfjarðar til að flytja jeppakostinn sinn aftur á meginlandið. Fjölnir biðlar til þeirra sem verða jeppahópsins vör að gera lögreglunni viðvart. Það sé hægt að gera í gegnum Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi eða í síma 444-2000. Hér má sjá nýjustu færslu hópsins, sem sett var inn í morgun. Lögreglumál Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Norræna Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira
Hópur tékkneskra jeppakalla má vænta tiltals frá lögreglu eftir að hafa birtir myndir af eigin utanvegaakstri. „Við þurfum að hafa uppi á þessum mönnum,“ segir Fjölnir Sæmundsson varðstjóri hjá lögreglunni á Hvolsvelli. „Þeir verða stoppaðir ef að sést til þeirra.“ Hópurinn er á vegum bifreiðaverkstæðisins Bureko, sem sérhæfir sig í jeppabreytingum. Hann kom hingað til lands með Norrænu þann 3. júlí og hefur ekið í vesturátt síðan. Jeppakallarnir aka á sex bílum og hafa þeir verið iðnir við að birta myndir af ferðalagi sínu. Þær bera með sér að þeir hafi m.a. ekið inn í Þórsmörk og eftir suðurströndinni - og það utanvegar í einhverjum tilfellum. Eitt dæmi þess má sjá hér að neðan. Fyrrnefndur Fjölnir segir að ökumannanna sé nú leitað. Búið er að gera lögreglumönnum á Suðurlandi viðvart og verða þeir tékknesku stöðvaðir ef sést til þeirra. „Þetta eru bara klár brot,“ segir Fjölnir, aðspurður hvort myndefnið þeirra sýni utanvegaakstur. Hópurinn virðist aka í vestur en Fjölnir segir að ekki hafi sést enn til þeirra á Hvolsvelli. Ætla má að þeir haldi að endingu aftur til Seyðisfjarðar til að flytja jeppakostinn sinn aftur á meginlandið. Fjölnir biðlar til þeirra sem verða jeppahópsins vör að gera lögreglunni viðvart. Það sé hægt að gera í gegnum Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi eða í síma 444-2000. Hér má sjá nýjustu færslu hópsins, sem sett var inn í morgun.
Lögreglumál Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Norræna Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira