„Útivistartíminn var liðinn og hann hefði ekki mátt vera boltasækir í kvöld“ Anton Ingi Leifsson skrifar 9. júlí 2020 10:00 Ólafur Kristjánsson var í settinu í gær. vísir/s2s Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var ánægður með innkomu hins unga Loga Hrafns Róbertssonar í leik liðsins gegn Breiðabliki í gærkvöldi en Logi spilaði síðari hálfleikinn í fjörugu 3-3 jafntefli. Logi Hrafn verður ekki sextán ára fyrr en síðar í mánuðinum en hann er fæddur í júlí 2004. Hann lék þó mikið með FH-liðinu á undirbúningstímabilinu þar sem þjálfarinn hreifst af honum en Ólafur var gestur Pepsi Max-tilþrifanna eftir leikinn. „Í sjálfu sér ekki. Hann er búinn að spila mikið í vetur og standa sig feikilega vel. Hann er poll rólegur og leysti þetta verkefni mjög vel,“ sagði Ólafur. FH missti einnig miðvörð út af í síðasta leik gegn Víkingum en þá valdi Ólafur að setja Loga ekki inn á. „Við vorum með leik um daginn í Víkinni þar sem við þurftum að setja miðvörð inn á. Þar fannst mér leikurinn vera þess eðlis að við vorum í brekku og mér fannst ekki rétt að setja hann inn í svo langan tíma. Þegar maður setur ungan strák inn á, þá þarf maður að velja verkefnin vel.“ Logi spilaði ekki bara leik í gær því einnig æfði hann með U17-ára landsliði Íslands. Hann átti upphaflega ekki að vera í hópnum en vegna höfuðmeiðsla Guðmanns Þórissonar og Péturs Viðarssonar endaði hann á því að vera í hópnum. „Það draup ekki af honum. Hann var á 40 mínútna æfingu í dag hjá KSÍ og hann átti ekki upphaflega að vera í leikmannahópnum. Pétur átti að vera en síðan þegar við vorum með Guðmann, sem er með höfuðmeiðsli, og er að detta út úr því. Hann spilaði hálfleik og Pétur er of stutt á veg kominn. Það er fúlt að detta út vegna höfuðmeiðsla í langan tíma.“ Aðspurður hvort að Logi kæmi til greina sem miðvörður liðsins í næstu leikjum svarað Ólafur rólegur. „Logi er ungur og efnilegur og þarf sinn tíma eins og aðrir. Við þurfum ekkert að hæpa hann upp. Hann er poll rólegur og leysir þessi verkefni sem hann fær mjög vel. Hann var inni á miðjunni hjá okkur í vetur. Hann getur komið í miðvörðinn. Hann getur verið framtíðarmaður en útivistartíminn er liðinn og hann hefði ekki mátt vera boltastrákur í kvöld,“ sagði Ólafur léttur en samkvæmt tilmælum KSÍ þurfa boltasækjarar að vera sextán ára og eldri. Klippa: Pepsi Max-tilþrifin - Ólafur um Loga Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Sjáðu markasúpuna og atvikin umdeildu úr leikjum gærkvöldsins í Pepsi Max-deildinni Það var mikið fjör og dramatík er fjórir leikir fóru fram í 5. umferð Pepsi Max-deildarinnar en nítján mörk voru skoruð í leikjum gærkvöldsins. 9. júlí 2020 08:00 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 3-3 FH | Jafntefli niðurstaðan í skemmtilegum leik Breiðablik og FH gerðu 3-3 jafntefli í Pepsi Max deild karla í ótrúlegum fótboltaleik á Kópavogsvelli í kvöld. 8. júlí 2020 22:30 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var ánægður með innkomu hins unga Loga Hrafns Róbertssonar í leik liðsins gegn Breiðabliki í gærkvöldi en Logi spilaði síðari hálfleikinn í fjörugu 3-3 jafntefli. Logi Hrafn verður ekki sextán ára fyrr en síðar í mánuðinum en hann er fæddur í júlí 2004. Hann lék þó mikið með FH-liðinu á undirbúningstímabilinu þar sem þjálfarinn hreifst af honum en Ólafur var gestur Pepsi Max-tilþrifanna eftir leikinn. „Í sjálfu sér ekki. Hann er búinn að spila mikið í vetur og standa sig feikilega vel. Hann er poll rólegur og leysti þetta verkefni mjög vel,“ sagði Ólafur. FH missti einnig miðvörð út af í síðasta leik gegn Víkingum en þá valdi Ólafur að setja Loga ekki inn á. „Við vorum með leik um daginn í Víkinni þar sem við þurftum að setja miðvörð inn á. Þar fannst mér leikurinn vera þess eðlis að við vorum í brekku og mér fannst ekki rétt að setja hann inn í svo langan tíma. Þegar maður setur ungan strák inn á, þá þarf maður að velja verkefnin vel.“ Logi spilaði ekki bara leik í gær því einnig æfði hann með U17-ára landsliði Íslands. Hann átti upphaflega ekki að vera í hópnum en vegna höfuðmeiðsla Guðmanns Þórissonar og Péturs Viðarssonar endaði hann á því að vera í hópnum. „Það draup ekki af honum. Hann var á 40 mínútna æfingu í dag hjá KSÍ og hann átti ekki upphaflega að vera í leikmannahópnum. Pétur átti að vera en síðan þegar við vorum með Guðmann, sem er með höfuðmeiðsli, og er að detta út úr því. Hann spilaði hálfleik og Pétur er of stutt á veg kominn. Það er fúlt að detta út vegna höfuðmeiðsla í langan tíma.“ Aðspurður hvort að Logi kæmi til greina sem miðvörður liðsins í næstu leikjum svarað Ólafur rólegur. „Logi er ungur og efnilegur og þarf sinn tíma eins og aðrir. Við þurfum ekkert að hæpa hann upp. Hann er poll rólegur og leysir þessi verkefni sem hann fær mjög vel. Hann var inni á miðjunni hjá okkur í vetur. Hann getur komið í miðvörðinn. Hann getur verið framtíðarmaður en útivistartíminn er liðinn og hann hefði ekki mátt vera boltastrákur í kvöld,“ sagði Ólafur léttur en samkvæmt tilmælum KSÍ þurfa boltasækjarar að vera sextán ára og eldri. Klippa: Pepsi Max-tilþrifin - Ólafur um Loga
Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Sjáðu markasúpuna og atvikin umdeildu úr leikjum gærkvöldsins í Pepsi Max-deildinni Það var mikið fjör og dramatík er fjórir leikir fóru fram í 5. umferð Pepsi Max-deildarinnar en nítján mörk voru skoruð í leikjum gærkvöldsins. 9. júlí 2020 08:00 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 3-3 FH | Jafntefli niðurstaðan í skemmtilegum leik Breiðablik og FH gerðu 3-3 jafntefli í Pepsi Max deild karla í ótrúlegum fótboltaleik á Kópavogsvelli í kvöld. 8. júlí 2020 22:30 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira
Sjáðu markasúpuna og atvikin umdeildu úr leikjum gærkvöldsins í Pepsi Max-deildinni Það var mikið fjör og dramatík er fjórir leikir fóru fram í 5. umferð Pepsi Max-deildarinnar en nítján mörk voru skoruð í leikjum gærkvöldsins. 9. júlí 2020 08:00
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 3-3 FH | Jafntefli niðurstaðan í skemmtilegum leik Breiðablik og FH gerðu 3-3 jafntefli í Pepsi Max deild karla í ótrúlegum fótboltaleik á Kópavogsvelli í kvöld. 8. júlí 2020 22:30
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti