Hæstiréttur tekur ákvörðun um birtingu skattskýrslu Trump í dag Andri Eysteinsson skrifar 9. júlí 2020 11:23 Talið er ljóst að Bandaríkjaforseti verði ekki glaður ef ákvörðunin fellur gegn honum. Getty/Win McNamee Fyrirhugað er að Hæstiréttur Bandaríkjanna í Washington ákvarði í dag hvort að fulltrúadeild Bandaríkjaþings verði veittur aðgangur að persónuupplýsingum þeim sem Bandaríkjaforseti hefur reynt að leyna frá því að framboði hans var hrundið af stað árið 2015. Dagurinn í dag er síðasti starfsdagur Hæstaréttar fyrir tímabilið 2019-20 og mun rétturinn ákvarða um tvo keimlík mál sem koma að skattaskýrslum Donald Trump. Auk þess sem að Bandaríkjaþing sækist eftir upplýsingunum hafa saksóknarar í New York einnig leitast eftir aðgangi að skýrslunum. Talið er að ef þinginu verði veittur aðgangur gæti það gjörbreytt landslaginu í Washington og segir Politico breytingarnar geta orðið þær mestu frá Watergate hneykslinu árið 1974. Löngum hefur verið rætt um skattaskýrslur Bandaríkjaforseta en frambjóðendur til embættisins hafa iðulega birt gögnin á meðan að á framboðinu stendur. Trump sem kjörinn var til embættisins árið 2016 hefur hins vegar ávallt staðfastlega neitað að veita þessar upplýsingar og barist með kjafti og klóm gegn tilraunum til þess að opinbera skýrslurnar. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur því stefnt Trump með það að markmiði að nálgast skattaskýrslurnar þá stefndu saksóknarar í New York-ríki gert slíkt hið sama. Krafan var gerð sem hluti af rannsókn á mögulegu skattamisferli Trump og viðskiptaveldis hans. Lögmenn Trump hafa barist fyrir hagsmunum forsetans fyrir réttinum en talið er víst að ef ákvörðun réttarins fer á versta veg fyrir Trump muni forsetinn ekki hika við að láta málsaðila heyra það óþvegið. Forsetinn fór einmitt mikinn á Twitter-síðu sinni eftir ákvarðanir réttarins sem fóru gegn stefnum ríkisstjórnarinnar í júní. „Þessar hræðilegu ákvarðanir Hæstaréttarins eru sem högl beint í andlit þeirra sem kalla sig Repúblikana eða Íhaldsmanna. Við þurfum fleiri Hæstaréttardómara eða við munum missa 2. Viðauka stjórnarskrárinnar. Kjósið Trump2020,“ tísti forsetinn. Talið er að niðurstöður dómsins muni hafa mikil áhrif á líkur forsetans til að ná endurkjöri og sömu segja má segja til um eftirlitsheimildir löggjafans og möguleika saksóknara á að sækja forsetann til saka. Vegna kórónuveirufaraldursins fór málsmeðferð ekki fram með hefðbundnum hætti. Lögmenn fluttu málið símleiðis en aðalmeðferð átti í fyrstu að fara fram 31. Mars en fór að lokum fram 12. maí síðastliðinn. Ljóst er að þó að áhrif ákvörðunarinnar geti verið mikil eru líkur taldar á því að gögnin yrðu ekki birt þinginu strax. Mögulega myndu andstæðingar forsetans bíða með birtinguna þar til að nær dregur forsetakosningum í nóvember. Talið er víst að dómararnir Clarence Thomas og Samuel Alito muni taka afstöðu með forsetanum en þeir eru tveir af fimm dómurum sem Repúblikanaforseti hefur skipað. Forseti réttarins, John Roberts og dómararnir Neil Gorsuch og Brett Kavanaugh eru sagðir hafa virst óvissir þegar málið var tekið fyrir. Líklegast þykir að fjórir frjálslyndari dómarar muni vilja að skýrslurnar verði birtar. Donald Trump Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Fyrirhugað er að Hæstiréttur Bandaríkjanna í Washington ákvarði í dag hvort að fulltrúadeild Bandaríkjaþings verði veittur aðgangur að persónuupplýsingum þeim sem Bandaríkjaforseti hefur reynt að leyna frá því að framboði hans var hrundið af stað árið 2015. Dagurinn í dag er síðasti starfsdagur Hæstaréttar fyrir tímabilið 2019-20 og mun rétturinn ákvarða um tvo keimlík mál sem koma að skattaskýrslum Donald Trump. Auk þess sem að Bandaríkjaþing sækist eftir upplýsingunum hafa saksóknarar í New York einnig leitast eftir aðgangi að skýrslunum. Talið er að ef þinginu verði veittur aðgangur gæti það gjörbreytt landslaginu í Washington og segir Politico breytingarnar geta orðið þær mestu frá Watergate hneykslinu árið 1974. Löngum hefur verið rætt um skattaskýrslur Bandaríkjaforseta en frambjóðendur til embættisins hafa iðulega birt gögnin á meðan að á framboðinu stendur. Trump sem kjörinn var til embættisins árið 2016 hefur hins vegar ávallt staðfastlega neitað að veita þessar upplýsingar og barist með kjafti og klóm gegn tilraunum til þess að opinbera skýrslurnar. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur því stefnt Trump með það að markmiði að nálgast skattaskýrslurnar þá stefndu saksóknarar í New York-ríki gert slíkt hið sama. Krafan var gerð sem hluti af rannsókn á mögulegu skattamisferli Trump og viðskiptaveldis hans. Lögmenn Trump hafa barist fyrir hagsmunum forsetans fyrir réttinum en talið er víst að ef ákvörðun réttarins fer á versta veg fyrir Trump muni forsetinn ekki hika við að láta málsaðila heyra það óþvegið. Forsetinn fór einmitt mikinn á Twitter-síðu sinni eftir ákvarðanir réttarins sem fóru gegn stefnum ríkisstjórnarinnar í júní. „Þessar hræðilegu ákvarðanir Hæstaréttarins eru sem högl beint í andlit þeirra sem kalla sig Repúblikana eða Íhaldsmanna. Við þurfum fleiri Hæstaréttardómara eða við munum missa 2. Viðauka stjórnarskrárinnar. Kjósið Trump2020,“ tísti forsetinn. Talið er að niðurstöður dómsins muni hafa mikil áhrif á líkur forsetans til að ná endurkjöri og sömu segja má segja til um eftirlitsheimildir löggjafans og möguleika saksóknara á að sækja forsetann til saka. Vegna kórónuveirufaraldursins fór málsmeðferð ekki fram með hefðbundnum hætti. Lögmenn fluttu málið símleiðis en aðalmeðferð átti í fyrstu að fara fram 31. Mars en fór að lokum fram 12. maí síðastliðinn. Ljóst er að þó að áhrif ákvörðunarinnar geti verið mikil eru líkur taldar á því að gögnin yrðu ekki birt þinginu strax. Mögulega myndu andstæðingar forsetans bíða með birtinguna þar til að nær dregur forsetakosningum í nóvember. Talið er víst að dómararnir Clarence Thomas og Samuel Alito muni taka afstöðu með forsetanum en þeir eru tveir af fimm dómurum sem Repúblikanaforseti hefur skipað. Forseti réttarins, John Roberts og dómararnir Neil Gorsuch og Brett Kavanaugh eru sagðir hafa virst óvissir þegar málið var tekið fyrir. Líklegast þykir að fjórir frjálslyndari dómarar muni vilja að skýrslurnar verði birtar.
Donald Trump Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira