Býst við að ágreiningurinn verði að dómsmáli Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. júlí 2020 12:16 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir að miklir hagsmunir séu í húfi fyrir fámennan hóp. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Ríkislögreglustjóri á fastlega von á því að fyrirhugaðar breytingar á samningum við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna verði að dómsmáli. Hún segir það ekki vera réttlátt að fámennur hópur í starfsliðinu njóti sérlífeyriskjara sem aðrir geri ekki. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, hyggst vinda ofan af samningum sem Haraldur Jóhannessen, forveri hennar í embætti, gerði við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna. Hún segir í samtali við fréttastofu að breytingarnar snúist ekki um eiginlegar launalækkanir heldur breytingar á eftirlaunakerfi þannig að unnið sé eftir núgildandi eftirlaunakerfi. Henni finnist ekki réttlátt að tiltölulega fámennur hópur í stéttinni njóti sérkjara er varðar lífeyrisréttindi sem aðrir njóti ekki. Breytingarnar eiga alls við um ellefu einstaklinga. Niðurstaða álitsins sem Sigríður aflaði er að Haraldur hafi ekki haft heimild til að gera umrædda samninga, þeir hafi hvorki stoð í lögum né stofnanasamningi ríkislögreglustjóra, auk þess sem engin málefnaleg rök hafi verið fyrir þeim. Í ljósi þessa sé hægt að ógilda þá. Hún vildi ekki tjá sig frekar um málið í ljósi þess að hún hafi ekki náð að ræða við alla hlutaðeigandi. Þá vill hún einnig virða andmælarétt þeirra en þeir hafa tvær vikur til að senda inn umsagnir um breytingarnar. Að þeim tíma liðnum telur Sigríður Björk líklegt að málið endi í dómssal enda séu miklir hagsmunir í húfi fyrir fámennan hóp líkt og Sigríður komst sjálf að orði. Sigríður sagði í kvöldfréttum ríkisútvarpsins í gær að breytingarnar væru að undirlagi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, en í viðtali hjá Morgunblaðinu í fyrra sagði Áslaug að eftir að hafa rætt við Harald Jóhannessen væri ljóst að hann hefði fulla heimild til umræddra ákvarðana. Í samtali við fréttastofu sagði Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, að lögmaður Landssambands lögreglumanna ynni nú að lögfræðiáliti þar sem breytingunum er andmælt. Lögmaðurinn telji lögfræðiálitið ekki standast. Tengdar fréttir Áliti ríkislögreglustjóra verður andmælt Lögmaður Landssambands lögreglumanna telur lögfræðiálit sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefur aflað ekki standast. Hann vinnur að lögfræðiáliti þar sem sjónarmiðum þess er andmælt. 10. júlí 2020 06:40 Haraldur hafði ekki heimild til að semja um kjarabætur nokkurra lögregluþjóna Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri hafði ekki heimild til að semja við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna um kjarabætur. 9. júlí 2020 19:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Ríkislögreglustjóri á fastlega von á því að fyrirhugaðar breytingar á samningum við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna verði að dómsmáli. Hún segir það ekki vera réttlátt að fámennur hópur í starfsliðinu njóti sérlífeyriskjara sem aðrir geri ekki. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, hyggst vinda ofan af samningum sem Haraldur Jóhannessen, forveri hennar í embætti, gerði við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna. Hún segir í samtali við fréttastofu að breytingarnar snúist ekki um eiginlegar launalækkanir heldur breytingar á eftirlaunakerfi þannig að unnið sé eftir núgildandi eftirlaunakerfi. Henni finnist ekki réttlátt að tiltölulega fámennur hópur í stéttinni njóti sérkjara er varðar lífeyrisréttindi sem aðrir njóti ekki. Breytingarnar eiga alls við um ellefu einstaklinga. Niðurstaða álitsins sem Sigríður aflaði er að Haraldur hafi ekki haft heimild til að gera umrædda samninga, þeir hafi hvorki stoð í lögum né stofnanasamningi ríkislögreglustjóra, auk þess sem engin málefnaleg rök hafi verið fyrir þeim. Í ljósi þessa sé hægt að ógilda þá. Hún vildi ekki tjá sig frekar um málið í ljósi þess að hún hafi ekki náð að ræða við alla hlutaðeigandi. Þá vill hún einnig virða andmælarétt þeirra en þeir hafa tvær vikur til að senda inn umsagnir um breytingarnar. Að þeim tíma liðnum telur Sigríður Björk líklegt að málið endi í dómssal enda séu miklir hagsmunir í húfi fyrir fámennan hóp líkt og Sigríður komst sjálf að orði. Sigríður sagði í kvöldfréttum ríkisútvarpsins í gær að breytingarnar væru að undirlagi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, en í viðtali hjá Morgunblaðinu í fyrra sagði Áslaug að eftir að hafa rætt við Harald Jóhannessen væri ljóst að hann hefði fulla heimild til umræddra ákvarðana. Í samtali við fréttastofu sagði Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, að lögmaður Landssambands lögreglumanna ynni nú að lögfræðiáliti þar sem breytingunum er andmælt. Lögmaðurinn telji lögfræðiálitið ekki standast.
Tengdar fréttir Áliti ríkislögreglustjóra verður andmælt Lögmaður Landssambands lögreglumanna telur lögfræðiálit sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefur aflað ekki standast. Hann vinnur að lögfræðiáliti þar sem sjónarmiðum þess er andmælt. 10. júlí 2020 06:40 Haraldur hafði ekki heimild til að semja um kjarabætur nokkurra lögregluþjóna Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri hafði ekki heimild til að semja við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna um kjarabætur. 9. júlí 2020 19:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Áliti ríkislögreglustjóra verður andmælt Lögmaður Landssambands lögreglumanna telur lögfræðiálit sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefur aflað ekki standast. Hann vinnur að lögfræðiáliti þar sem sjónarmiðum þess er andmælt. 10. júlí 2020 06:40
Haraldur hafði ekki heimild til að semja um kjarabætur nokkurra lögregluþjóna Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri hafði ekki heimild til að semja við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna um kjarabætur. 9. júlí 2020 19:33