Haukar sigruðu sameiginlegt lið Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis 7-1 í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í kvöld.
Staðan var 2-0 fyrir Haukum í hálfleik eftir mörk frá Birnu Kristínu Eiríksdóttur og Sæunni Björnsdóttur. Flóðgáttir opnuðust í seinni hálfleik og enduðu leikar 7-1. Birna Kristín og Sæunn bættu við sínu öðru marki og þær Heiða Rakel Guðmundsdóttir, Elín Björg Símonardóttir og Elín Klara Þorkelsdóttir skoruðu eitt mark hver. Mark Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis gerði Freyja Karín Þorvarðardóttir.
Haukakonur eru því komnar í átta liða úrslitin, en dregið verður um það hvaða lið mætast þar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á slaginu 18:00 á morgun.